Birtir yfir Valdimar Ármann skrifar 10. júní 2014 00:00 Nú í sumarbyrjun ársins 2014 er batinn auðsær í íslensku efnahagslífi. Eftir tímabundið bakslag á síðasta ári hefur hagkerfið tekið aftur við sér og samkvæmt uppfærðri spá Seðlabanka Íslands er útlit fyrir 3,7% hagvöxt á þessu ári sem er 1% hækkun á fyrri spá. Einnig er gert ráð fyrir enn meiri hagvexti á næsta ári en áður var spáð. Aðrir greiningaraðilar hafa jafnvel verið að spá töluvert meiri hagvexti en Seðlabankinn. Fram til þessa hefur vöxtur hagkerfisins einkum stafað af útflutningi, einkum þó þjónustuútflutningi og ferðaþjónustu. Nú er útlit fyrir að fjárfesting, sem hefur sárlega vantað, sé að taka við sér. Er bæði um að ræða fjárfestingu í iðnaði sem og í mannvirkjagerð. Aukin umsvif í hagkerfinu hafa skilað sér í lægra atvinnuleysi en samhliða hefur verið aukinn órói á vinnumarkaði. Líklega er of snemmt að segja til um hvaða langtímaáhrif nýir samningar muni hafa á kjör launafólks og hagkerfið í heild sinni. Í ofanálag koma til framkvæmda skuldaleiðréttingar verðtryggðra íbúðalána á haustmánuðum sem ættu að hafa jákvæð áhrif á stöðu heimilanna og þannig hvetja áfram einkaneyslu.Veikleiki Íslands Hagkerfið er nú í þeirri stöðu að saman fer hraður hagvöxtur og lág verðbólga. Hins vegar hefur veikleiki Íslands iðulega legið í stöðu greiðslujafnaðar. Sterkt gengi krónunnar hefur m.a. haldið verðbólgu niðri en spurning er hversu lengi hagkerfið þolir svo sterka krónu miðað við þær spár að hagkerfið sé komið í spennu strax í lok þessa árs. Óhjákvæmilegt er að einkaneysla aukist með vaxandi hagvexti sem hefur í för með sér aukinn innflutning og þ.a.l. versnandi vöruskiptajöfnuð og mögulegan þrýsting á krónuna. Það er því ef til vill ekki að undra að verðbólguvæntingar til næstu ára hafa ekki lækkað til jafns við skammtíma verðbólgu sem gefur mögulega til kynna að núverandi jafnvægi hagkerfisins sé tímabundið. Yfir öllum spám og áætlunum hvílir þó óvissan um áætlun afnáms gjaldeyrishafta þ.e. hvernig og hvenær þau skref verða stigin. Betri staða þjóðarbúsins, skýr stefna í ríkisfjármálum og niðurgreiðsla skulda ætti að stuðla að betra lánshæfi og laða að frekari erlenda fjárfestingu sem hlýtur til lengri tíma að vera grundvöllur fyrir bæði háu fjárfestingarstigi og hröðum hagvexti. Það ætti því að vera forgangsmál að opna landið fyrir frjálsum fjármagnsflutningum að fullu, hvort sem það sé gert með eða án íslensku krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú í sumarbyrjun ársins 2014 er batinn auðsær í íslensku efnahagslífi. Eftir tímabundið bakslag á síðasta ári hefur hagkerfið tekið aftur við sér og samkvæmt uppfærðri spá Seðlabanka Íslands er útlit fyrir 3,7% hagvöxt á þessu ári sem er 1% hækkun á fyrri spá. Einnig er gert ráð fyrir enn meiri hagvexti á næsta ári en áður var spáð. Aðrir greiningaraðilar hafa jafnvel verið að spá töluvert meiri hagvexti en Seðlabankinn. Fram til þessa hefur vöxtur hagkerfisins einkum stafað af útflutningi, einkum þó þjónustuútflutningi og ferðaþjónustu. Nú er útlit fyrir að fjárfesting, sem hefur sárlega vantað, sé að taka við sér. Er bæði um að ræða fjárfestingu í iðnaði sem og í mannvirkjagerð. Aukin umsvif í hagkerfinu hafa skilað sér í lægra atvinnuleysi en samhliða hefur verið aukinn órói á vinnumarkaði. Líklega er of snemmt að segja til um hvaða langtímaáhrif nýir samningar muni hafa á kjör launafólks og hagkerfið í heild sinni. Í ofanálag koma til framkvæmda skuldaleiðréttingar verðtryggðra íbúðalána á haustmánuðum sem ættu að hafa jákvæð áhrif á stöðu heimilanna og þannig hvetja áfram einkaneyslu.Veikleiki Íslands Hagkerfið er nú í þeirri stöðu að saman fer hraður hagvöxtur og lág verðbólga. Hins vegar hefur veikleiki Íslands iðulega legið í stöðu greiðslujafnaðar. Sterkt gengi krónunnar hefur m.a. haldið verðbólgu niðri en spurning er hversu lengi hagkerfið þolir svo sterka krónu miðað við þær spár að hagkerfið sé komið í spennu strax í lok þessa árs. Óhjákvæmilegt er að einkaneysla aukist með vaxandi hagvexti sem hefur í för með sér aukinn innflutning og þ.a.l. versnandi vöruskiptajöfnuð og mögulegan þrýsting á krónuna. Það er því ef til vill ekki að undra að verðbólguvæntingar til næstu ára hafa ekki lækkað til jafns við skammtíma verðbólgu sem gefur mögulega til kynna að núverandi jafnvægi hagkerfisins sé tímabundið. Yfir öllum spám og áætlunum hvílir þó óvissan um áætlun afnáms gjaldeyrishafta þ.e. hvernig og hvenær þau skref verða stigin. Betri staða þjóðarbúsins, skýr stefna í ríkisfjármálum og niðurgreiðsla skulda ætti að stuðla að betra lánshæfi og laða að frekari erlenda fjárfestingu sem hlýtur til lengri tíma að vera grundvöllur fyrir bæði háu fjárfestingarstigi og hröðum hagvexti. Það ætti því að vera forgangsmál að opna landið fyrir frjálsum fjármagnsflutningum að fullu, hvort sem það sé gert með eða án íslensku krónunnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar