Kveð Kiel á góðu nótunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2014 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson mun klæðast frægum búningi Barcelona næstu tvö árin að minnsta kosti. Fréttablaðið/Getty Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30