Ímynd íslenskra matvæla Orri Vigfússon skrifar 5. júní 2014 07:00 Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Miklu skiptir að nýtingin sé sjálfbær. Íslenskar fiskafurðir njóta þess í verðlagningu á mörkuðum erlendis að villtir fiskstofnar hér við land eru heilbrigðir og sjálfbærir vegna vel stýrðra veiða úr hreinum sjó. Sami hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran til ferðamanna. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu íslenskar vörur séu náttúruleg og vistvæn afurð og ferðamenn fyrir að íslensk náttúra sé hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Ímyndarþróun er ekki ný af nálinni, flestir tengja tilteknar vörur við ákveðin lönd: osta og vín við Frakkland, súkkulaði við Belgíu, viskí við Skotland. Í þessu ljósi er mikið í húfi þegar teknar eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á hreinleika og sjálfbærni íslenskrar náttúru enda væri kjörið að tengja fisk og aðrar sjávarafurðir við Ísland. Til að svo geti orðið þarf að koma til samstillt átak. Illa ígrunduð stefna í umhverfismálum spillir möguleikum okkar til að vinna með ímyndina um heilbrigðan villtan fisk frá Íslandi. Opið sjókvíaeldi hefur nú verið fullreynt í nágrannalöndum okkar. Það hefur sannarlega skilað fáeinum einstaklingum miklum auði en jafnframt skapað ótæpilegan og óumdeildan umhverfisvanda sem nú er reynt að bregðast við með ýmsum ráðum. Laxastofnar hafa hrunið í mörgum norskum ám, mest vegna áhrifa frá opnum laxeldiskvíum. Það er því ekki að ástæðulausu sem allt sjókvíaeldi á laxi hefur verið bannað í Alaska af ótta við að lífríkið skaðist með tilheyrandi tjóni fyrir ímynd landsins á alþjóðamörkuðum. Þar er í staðinn lögð áhersla á að veiða og selja villtan fisk í hæsta gæðaflokki um allan heim.Óháð úttekt Trúverðugleiki og uppruni eru mikilvæg atriði þegar kemur að markaðssetningu á íslenskri vöru. Í fyrirhuguðum eldisáformum er um að ræða norskan eldislax sem á að ala í íslensku vistkerfi. Því munu koma fram athugasemdir ef hann verður kynntur á mörkuðum sem íslenskur lax. Alþjóðlegu samtökin Slow Food, sem beita sér fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda og varðveislu matarhefða, viðurkenna ekki fiskeldi í opnum kerfum sem umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Í dreifðum byggðum landsins getur fiskeldi í smáum stíl vissulega skapað hagnað en gæta verður þess að reksturinn valdi ekki spjöllum á náttúrunni. Af þeim fyrirtækjum sem hyggja á sjókvíaeldi við Ísland hefur Fjarðalax sýnt einna mesta varkárni í umhverfismálum. Margt jákvætt er að finna í þeirra fyrirætlunum, svo sem áætlanir um kynslóðaskipt eldi og hvíld fjarða. Það er engu að síður sannfæring NASF að villtum löxum á Íslandi og orðspori íslensks sjávarútvegs verði best borgið með því að leyfa alls ekki laxeldi í opnum sjókvíum hér við land. Hyggilegra væri að skipa sér í framvarðarsveit þeirra sem nú þróa nýjar aðferðir við eldi í lokuðum kerfum eða á landi. Við slíkt eldi gæti Ísland notið þess að búa að vistvænni, staðbundinni orku og hreinu vatni – sem gæti lækkað kostnað sem óhjákvæmilega hlýst af hinni nýju tækni. Næsta skref í laxeldi á Íslandi ætti að vera óháð úttekt á rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni laxeldis hér við land, áður en ráðist verður í stækkanir eldisstöðva sem byggðar eru á úreltum aðferðum. Við þá úttekt yrði að kanna nýjar tæknilausnir og meta allar kostnaðartölur með langtímasjónarmið í huga, þar með talin umhverfisáhrif og markaðshorfur. Í haust er fyrirhuguð ráðstefna á vegum NASF, Líffræðifélags Íslands og Stofnunar Sæmundar fróða við HÍ þar sem fjallað verður um efnahagslegan og samfélagslegan ávinning af laxeldi; málefni sem stjórnvöld hljóta að láta sig varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Miklu skiptir að nýtingin sé sjálfbær. Íslenskar fiskafurðir njóta þess í verðlagningu á mörkuðum erlendis að villtir fiskstofnar hér við land eru heilbrigðir og sjálfbærir vegna vel stýrðra veiða úr hreinum sjó. Sami hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran til ferðamanna. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu íslenskar vörur séu náttúruleg og vistvæn afurð og ferðamenn fyrir að íslensk náttúra sé hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Ímyndarþróun er ekki ný af nálinni, flestir tengja tilteknar vörur við ákveðin lönd: osta og vín við Frakkland, súkkulaði við Belgíu, viskí við Skotland. Í þessu ljósi er mikið í húfi þegar teknar eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á hreinleika og sjálfbærni íslenskrar náttúru enda væri kjörið að tengja fisk og aðrar sjávarafurðir við Ísland. Til að svo geti orðið þarf að koma til samstillt átak. Illa ígrunduð stefna í umhverfismálum spillir möguleikum okkar til að vinna með ímyndina um heilbrigðan villtan fisk frá Íslandi. Opið sjókvíaeldi hefur nú verið fullreynt í nágrannalöndum okkar. Það hefur sannarlega skilað fáeinum einstaklingum miklum auði en jafnframt skapað ótæpilegan og óumdeildan umhverfisvanda sem nú er reynt að bregðast við með ýmsum ráðum. Laxastofnar hafa hrunið í mörgum norskum ám, mest vegna áhrifa frá opnum laxeldiskvíum. Það er því ekki að ástæðulausu sem allt sjókvíaeldi á laxi hefur verið bannað í Alaska af ótta við að lífríkið skaðist með tilheyrandi tjóni fyrir ímynd landsins á alþjóðamörkuðum. Þar er í staðinn lögð áhersla á að veiða og selja villtan fisk í hæsta gæðaflokki um allan heim.Óháð úttekt Trúverðugleiki og uppruni eru mikilvæg atriði þegar kemur að markaðssetningu á íslenskri vöru. Í fyrirhuguðum eldisáformum er um að ræða norskan eldislax sem á að ala í íslensku vistkerfi. Því munu koma fram athugasemdir ef hann verður kynntur á mörkuðum sem íslenskur lax. Alþjóðlegu samtökin Slow Food, sem beita sér fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda og varðveislu matarhefða, viðurkenna ekki fiskeldi í opnum kerfum sem umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Í dreifðum byggðum landsins getur fiskeldi í smáum stíl vissulega skapað hagnað en gæta verður þess að reksturinn valdi ekki spjöllum á náttúrunni. Af þeim fyrirtækjum sem hyggja á sjókvíaeldi við Ísland hefur Fjarðalax sýnt einna mesta varkárni í umhverfismálum. Margt jákvætt er að finna í þeirra fyrirætlunum, svo sem áætlanir um kynslóðaskipt eldi og hvíld fjarða. Það er engu að síður sannfæring NASF að villtum löxum á Íslandi og orðspori íslensks sjávarútvegs verði best borgið með því að leyfa alls ekki laxeldi í opnum sjókvíum hér við land. Hyggilegra væri að skipa sér í framvarðarsveit þeirra sem nú þróa nýjar aðferðir við eldi í lokuðum kerfum eða á landi. Við slíkt eldi gæti Ísland notið þess að búa að vistvænni, staðbundinni orku og hreinu vatni – sem gæti lækkað kostnað sem óhjákvæmilega hlýst af hinni nýju tækni. Næsta skref í laxeldi á Íslandi ætti að vera óháð úttekt á rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni laxeldis hér við land, áður en ráðist verður í stækkanir eldisstöðva sem byggðar eru á úreltum aðferðum. Við þá úttekt yrði að kanna nýjar tæknilausnir og meta allar kostnaðartölur með langtímasjónarmið í huga, þar með talin umhverfisáhrif og markaðshorfur. Í haust er fyrirhuguð ráðstefna á vegum NASF, Líffræðifélags Íslands og Stofnunar Sæmundar fróða við HÍ þar sem fjallað verður um efnahagslegan og samfélagslegan ávinning af laxeldi; málefni sem stjórnvöld hljóta að láta sig varða.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun