Ímynd íslenskra matvæla Orri Vigfússon skrifar 5. júní 2014 07:00 Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Miklu skiptir að nýtingin sé sjálfbær. Íslenskar fiskafurðir njóta þess í verðlagningu á mörkuðum erlendis að villtir fiskstofnar hér við land eru heilbrigðir og sjálfbærir vegna vel stýrðra veiða úr hreinum sjó. Sami hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran til ferðamanna. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu íslenskar vörur séu náttúruleg og vistvæn afurð og ferðamenn fyrir að íslensk náttúra sé hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Ímyndarþróun er ekki ný af nálinni, flestir tengja tilteknar vörur við ákveðin lönd: osta og vín við Frakkland, súkkulaði við Belgíu, viskí við Skotland. Í þessu ljósi er mikið í húfi þegar teknar eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á hreinleika og sjálfbærni íslenskrar náttúru enda væri kjörið að tengja fisk og aðrar sjávarafurðir við Ísland. Til að svo geti orðið þarf að koma til samstillt átak. Illa ígrunduð stefna í umhverfismálum spillir möguleikum okkar til að vinna með ímyndina um heilbrigðan villtan fisk frá Íslandi. Opið sjókvíaeldi hefur nú verið fullreynt í nágrannalöndum okkar. Það hefur sannarlega skilað fáeinum einstaklingum miklum auði en jafnframt skapað ótæpilegan og óumdeildan umhverfisvanda sem nú er reynt að bregðast við með ýmsum ráðum. Laxastofnar hafa hrunið í mörgum norskum ám, mest vegna áhrifa frá opnum laxeldiskvíum. Það er því ekki að ástæðulausu sem allt sjókvíaeldi á laxi hefur verið bannað í Alaska af ótta við að lífríkið skaðist með tilheyrandi tjóni fyrir ímynd landsins á alþjóðamörkuðum. Þar er í staðinn lögð áhersla á að veiða og selja villtan fisk í hæsta gæðaflokki um allan heim.Óháð úttekt Trúverðugleiki og uppruni eru mikilvæg atriði þegar kemur að markaðssetningu á íslenskri vöru. Í fyrirhuguðum eldisáformum er um að ræða norskan eldislax sem á að ala í íslensku vistkerfi. Því munu koma fram athugasemdir ef hann verður kynntur á mörkuðum sem íslenskur lax. Alþjóðlegu samtökin Slow Food, sem beita sér fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda og varðveislu matarhefða, viðurkenna ekki fiskeldi í opnum kerfum sem umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Í dreifðum byggðum landsins getur fiskeldi í smáum stíl vissulega skapað hagnað en gæta verður þess að reksturinn valdi ekki spjöllum á náttúrunni. Af þeim fyrirtækjum sem hyggja á sjókvíaeldi við Ísland hefur Fjarðalax sýnt einna mesta varkárni í umhverfismálum. Margt jákvætt er að finna í þeirra fyrirætlunum, svo sem áætlanir um kynslóðaskipt eldi og hvíld fjarða. Það er engu að síður sannfæring NASF að villtum löxum á Íslandi og orðspori íslensks sjávarútvegs verði best borgið með því að leyfa alls ekki laxeldi í opnum sjókvíum hér við land. Hyggilegra væri að skipa sér í framvarðarsveit þeirra sem nú þróa nýjar aðferðir við eldi í lokuðum kerfum eða á landi. Við slíkt eldi gæti Ísland notið þess að búa að vistvænni, staðbundinni orku og hreinu vatni – sem gæti lækkað kostnað sem óhjákvæmilega hlýst af hinni nýju tækni. Næsta skref í laxeldi á Íslandi ætti að vera óháð úttekt á rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni laxeldis hér við land, áður en ráðist verður í stækkanir eldisstöðva sem byggðar eru á úreltum aðferðum. Við þá úttekt yrði að kanna nýjar tæknilausnir og meta allar kostnaðartölur með langtímasjónarmið í huga, þar með talin umhverfisáhrif og markaðshorfur. Í haust er fyrirhuguð ráðstefna á vegum NASF, Líffræðifélags Íslands og Stofnunar Sæmundar fróða við HÍ þar sem fjallað verður um efnahagslegan og samfélagslegan ávinning af laxeldi; málefni sem stjórnvöld hljóta að láta sig varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Miklu skiptir að nýtingin sé sjálfbær. Íslenskar fiskafurðir njóta þess í verðlagningu á mörkuðum erlendis að villtir fiskstofnar hér við land eru heilbrigðir og sjálfbærir vegna vel stýrðra veiða úr hreinum sjó. Sami hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran til ferðamanna. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu íslenskar vörur séu náttúruleg og vistvæn afurð og ferðamenn fyrir að íslensk náttúra sé hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Ímyndarþróun er ekki ný af nálinni, flestir tengja tilteknar vörur við ákveðin lönd: osta og vín við Frakkland, súkkulaði við Belgíu, viskí við Skotland. Í þessu ljósi er mikið í húfi þegar teknar eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á hreinleika og sjálfbærni íslenskrar náttúru enda væri kjörið að tengja fisk og aðrar sjávarafurðir við Ísland. Til að svo geti orðið þarf að koma til samstillt átak. Illa ígrunduð stefna í umhverfismálum spillir möguleikum okkar til að vinna með ímyndina um heilbrigðan villtan fisk frá Íslandi. Opið sjókvíaeldi hefur nú verið fullreynt í nágrannalöndum okkar. Það hefur sannarlega skilað fáeinum einstaklingum miklum auði en jafnframt skapað ótæpilegan og óumdeildan umhverfisvanda sem nú er reynt að bregðast við með ýmsum ráðum. Laxastofnar hafa hrunið í mörgum norskum ám, mest vegna áhrifa frá opnum laxeldiskvíum. Það er því ekki að ástæðulausu sem allt sjókvíaeldi á laxi hefur verið bannað í Alaska af ótta við að lífríkið skaðist með tilheyrandi tjóni fyrir ímynd landsins á alþjóðamörkuðum. Þar er í staðinn lögð áhersla á að veiða og selja villtan fisk í hæsta gæðaflokki um allan heim.Óháð úttekt Trúverðugleiki og uppruni eru mikilvæg atriði þegar kemur að markaðssetningu á íslenskri vöru. Í fyrirhuguðum eldisáformum er um að ræða norskan eldislax sem á að ala í íslensku vistkerfi. Því munu koma fram athugasemdir ef hann verður kynntur á mörkuðum sem íslenskur lax. Alþjóðlegu samtökin Slow Food, sem beita sér fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda og varðveislu matarhefða, viðurkenna ekki fiskeldi í opnum kerfum sem umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Í dreifðum byggðum landsins getur fiskeldi í smáum stíl vissulega skapað hagnað en gæta verður þess að reksturinn valdi ekki spjöllum á náttúrunni. Af þeim fyrirtækjum sem hyggja á sjókvíaeldi við Ísland hefur Fjarðalax sýnt einna mesta varkárni í umhverfismálum. Margt jákvætt er að finna í þeirra fyrirætlunum, svo sem áætlanir um kynslóðaskipt eldi og hvíld fjarða. Það er engu að síður sannfæring NASF að villtum löxum á Íslandi og orðspori íslensks sjávarútvegs verði best borgið með því að leyfa alls ekki laxeldi í opnum sjókvíum hér við land. Hyggilegra væri að skipa sér í framvarðarsveit þeirra sem nú þróa nýjar aðferðir við eldi í lokuðum kerfum eða á landi. Við slíkt eldi gæti Ísland notið þess að búa að vistvænni, staðbundinni orku og hreinu vatni – sem gæti lækkað kostnað sem óhjákvæmilega hlýst af hinni nýju tækni. Næsta skref í laxeldi á Íslandi ætti að vera óháð úttekt á rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni laxeldis hér við land, áður en ráðist verður í stækkanir eldisstöðva sem byggðar eru á úreltum aðferðum. Við þá úttekt yrði að kanna nýjar tæknilausnir og meta allar kostnaðartölur með langtímasjónarmið í huga, þar með talin umhverfisáhrif og markaðshorfur. Í haust er fyrirhuguð ráðstefna á vegum NASF, Líffræðifélags Íslands og Stofnunar Sæmundar fróða við HÍ þar sem fjallað verður um efnahagslegan og samfélagslegan ávinning af laxeldi; málefni sem stjórnvöld hljóta að láta sig varða.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun