Guðjón vantar þann stærsta í safnið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson hefur unnið allt sem hægt er að vinna í félagsliðaboltanum nema Meistaradeild Evrópu. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson hefur unnið flesta þá titla sem í boði hafa verið fyrir hann á glæstum félagsliðaferli en Evrópumeistaratitillinn fyrir sigur í Meistaradeildinni bíður hans enn. Þessi margreyndi hornamaður hefur spilað undanfarin átta ár í Meistaradeildinni með fjórum liðum – Kiel, AG Kaupmannahöfn, Rhein-Neckar Löwen og Gummersbach og er nú kominn til Kölnar, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeildinni hefur farið fram ár hvert síðan 2010. Undanúrslitin fara fram í dag en úrslitaleikurinn á morgun. Guðjón Valur þekkir aðstæður vel en hann er nú að spila í Köln fjórða árið í röð. Honum hefur þó aldrei tekist að komast í sjálfan úrslitaleikinn. „Þetta er auðvitað titill sem mig hefur alltaf langað til að vinna og vonbrigðin þegar það tekst ekki hafa verið mikil. Þetta er titill sem mig vantar og langar í. Það væri ekki verra að geta fullkomnað safnið,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær.Æfing strax næsta dag Kiel varð um síðustu helgi Þýskalandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í deildinni þar sem niðurstaðan réðst á markatölu. Rhein-Neckar Löwen var á toppnum fyrir lokaumferðina en Kiel vann þá stærri sigur en ljónin sem dugði til að tryggja titilinn. „Við leyfðum okkur að fagna þessu um kvöldið en svo var æfing strax á sunnudaginn. Við fengum svo einn frídag en eftir það byrjaði hefðbundinn undirbúningur fyrir þessa helgi,“ segir Guðjón Valur. Það er mikið um dýrðir í Köln þessa helgi enda einn allra stærsti viðburður handboltaheimsins ár hvert – ef ekki sá stærsti. Guðjón Valur segir að leikmennirnir taki þó minnstan þátt í dagskránni utan vallarins. „Maður veit svo sem hvað er í gangi en oftast er maður út af fyrir sig uppi á hótelherbergi,“ segir hann. „En þetta er skemmtilegt og stórt mót og það er allt gefið í botn þessa tvo daga.“Spænsk áhrif í Veszprem Kiel mætir ungverska liðinu Veszprem í sinni undanúrslitaviðureign í dag en í hinni mætast Flensburg og Barcelona. Guðjón Valur á von á mjög erfiðum leik gegn ungversku meisturunum sem hafa á að skipa ógnarsterku liði. „Helsti munurinn á liðunum er að þeir koma úr veikari deild og hafa því haft mun meiri tíma til að undirbúa sig fyrir þennan eina leik. Á sama tíma vorum við í þessari baráttu um markatöluna í deildinni og full keyrsla á okkar liði. Við höfum því minna getað sérhæft okkur fyrir þennan leik og verðum því að einbeita okkur frekar að því sem við gerum best,“ útskýrir Guðjón Valur en hann segir spænsk áhrif sterk í Veszprem. „Þjálfarinn er spænskur og nokkrir leikmenn líka, auk þess sem margir þeirra hafa spilað á Spáni og þekkja þann bolta vel. Liðið getur bæði spilað öfluga 6-0 og 5-1 vörn þar sem þeir geta leitt mann í alls kyns gildrur.“Síðustu leikirnir með Kiel Þetta verða síðustu leikir Guðjóns Vals í búningi Kiel þar sem hann hefur ákveðið að leita á önnur mið að tímabilinu loknu. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. Guðjón Valur segist þó hafa tekið ákvörðunina um að fara fyrir nokkru og sjái ekki eftir henni. „Manni þykir þó afar vænt um félagið og allt fólkið og kemur til með að sakna þess. Ég er þó glaður að hafa náð að klára deildina með því að vinna titilinn á heimavelli á þann máta sem við gerðum. Það var frábært,“ segir hann. „Það er þó skrýtið að hugsa til þess að ég sé að fara, enda hefur tími minn hjá Kiel verið mjög góður.“ Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hefur unnið flesta þá titla sem í boði hafa verið fyrir hann á glæstum félagsliðaferli en Evrópumeistaratitillinn fyrir sigur í Meistaradeildinni bíður hans enn. Þessi margreyndi hornamaður hefur spilað undanfarin átta ár í Meistaradeildinni með fjórum liðum – Kiel, AG Kaupmannahöfn, Rhein-Neckar Löwen og Gummersbach og er nú kominn til Kölnar, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeildinni hefur farið fram ár hvert síðan 2010. Undanúrslitin fara fram í dag en úrslitaleikurinn á morgun. Guðjón Valur þekkir aðstæður vel en hann er nú að spila í Köln fjórða árið í röð. Honum hefur þó aldrei tekist að komast í sjálfan úrslitaleikinn. „Þetta er auðvitað titill sem mig hefur alltaf langað til að vinna og vonbrigðin þegar það tekst ekki hafa verið mikil. Þetta er titill sem mig vantar og langar í. Það væri ekki verra að geta fullkomnað safnið,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær.Æfing strax næsta dag Kiel varð um síðustu helgi Þýskalandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í deildinni þar sem niðurstaðan réðst á markatölu. Rhein-Neckar Löwen var á toppnum fyrir lokaumferðina en Kiel vann þá stærri sigur en ljónin sem dugði til að tryggja titilinn. „Við leyfðum okkur að fagna þessu um kvöldið en svo var æfing strax á sunnudaginn. Við fengum svo einn frídag en eftir það byrjaði hefðbundinn undirbúningur fyrir þessa helgi,“ segir Guðjón Valur. Það er mikið um dýrðir í Köln þessa helgi enda einn allra stærsti viðburður handboltaheimsins ár hvert – ef ekki sá stærsti. Guðjón Valur segir að leikmennirnir taki þó minnstan þátt í dagskránni utan vallarins. „Maður veit svo sem hvað er í gangi en oftast er maður út af fyrir sig uppi á hótelherbergi,“ segir hann. „En þetta er skemmtilegt og stórt mót og það er allt gefið í botn þessa tvo daga.“Spænsk áhrif í Veszprem Kiel mætir ungverska liðinu Veszprem í sinni undanúrslitaviðureign í dag en í hinni mætast Flensburg og Barcelona. Guðjón Valur á von á mjög erfiðum leik gegn ungversku meisturunum sem hafa á að skipa ógnarsterku liði. „Helsti munurinn á liðunum er að þeir koma úr veikari deild og hafa því haft mun meiri tíma til að undirbúa sig fyrir þennan eina leik. Á sama tíma vorum við í þessari baráttu um markatöluna í deildinni og full keyrsla á okkar liði. Við höfum því minna getað sérhæft okkur fyrir þennan leik og verðum því að einbeita okkur frekar að því sem við gerum best,“ útskýrir Guðjón Valur en hann segir spænsk áhrif sterk í Veszprem. „Þjálfarinn er spænskur og nokkrir leikmenn líka, auk þess sem margir þeirra hafa spilað á Spáni og þekkja þann bolta vel. Liðið getur bæði spilað öfluga 6-0 og 5-1 vörn þar sem þeir geta leitt mann í alls kyns gildrur.“Síðustu leikirnir með Kiel Þetta verða síðustu leikir Guðjóns Vals í búningi Kiel þar sem hann hefur ákveðið að leita á önnur mið að tímabilinu loknu. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. Guðjón Valur segist þó hafa tekið ákvörðunina um að fara fyrir nokkru og sjái ekki eftir henni. „Manni þykir þó afar vænt um félagið og allt fólkið og kemur til með að sakna þess. Ég er þó glaður að hafa náð að klára deildina með því að vinna titilinn á heimavelli á þann máta sem við gerðum. Það var frábært,“ segir hann. „Það er þó skrýtið að hugsa til þess að ég sé að fara, enda hefur tími minn hjá Kiel verið mjög góður.“
Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira