Erlent

Nauðgað og hengdar í tré

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Þorpsbúar hópuðust um mangótréð og heimtuðu að réttlætinu yrði fullnægt.
Þorpsbúar hópuðust um mangótréð og heimtuðu að réttlætinu yrði fullnægt. Fréttablaðið/AP
Tvær indverskar táningsstúlkur fundust hengdar í tré eftir að hafa verið nauðgað af hópi manna. Stúlkurnar, sem voru 14 og 15 ára, voru frænkur. Þær voru úti á túni í grennd við heimili sitt þegar þær hurfu.

Stúlkurnar fundust síðar hangandi úr greinum mangótrés í litlu rjóðri snemma morguns. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á málinu.

Lögregla sagði stúlkunum hafa verið nauðgað af mörgum í einu og svo hafi þær verið kyrktar.

Nauðgunarglæpir eru útbreiddir á Indlandi, jafnvel þó að líflátsrefsing geti legið við nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×