Endurvinnsla borgar sig Guðríður Ester Geirsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar