Sporin hræða Ásdís Ólafsdóttir íþróttakennari skrifar 29. maí 2014 07:00 Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp nú fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi, því kjósendur virðast mjög fljótir að gleyma eða eru blekktir, auk þess sem auglýsingar og gylliboð virðast hafa ótrúleg áhrif á kjósendur.Nokkrar vangaveltur um flokkana sem stýrðu bænum síðastliðin tvö ár: Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann Ármann sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs í 16 ár, þar af sem bæjarstjóri síðastliðin tvö ár, segist ætla að lækka skatta og greiða niður skuldir, sem hann átti allan þátt í að setja bæinn í, en þær eru yfir 40 milljarðar króna. Bæjarstjórinn og hirð hans eru nú búin að gefa svo mörg fjárskuldbindandi kosningaloforð og gera marga samninga, aðallega við íþróttafélögin, að allir viti bornir menn sjá að það er ógjörningur að lækka skatta og greiða niður skuldir á sama tíma. Skuldirnar hljóta að aukast þegar á að byggja íþróttahús við Vatnsendaskóla vegna Gerplu, golfskála GKG (vilyrði), fótboltastúku og flóðlýsingu við Kórinn fyrir HK (er nú þegar á teikniborðinu), hús fyrir skógræktarmenn í Guðmundarlundi sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna aðkomu „þungavigtarmanns“ í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, og svona mætti lengi telja. Þetta er gert á sama tíma og menn berja sér á brjóst og segja að ekki sé til fjármagn til að búa betur að skólum bæjarins, m.a. hvað varðar búnað og aðstöðu. Y-listi Kópavogsbúa lofaði kjósendum fyrir fjórum árum að bæjarstjórinn yrði ekki pólitískt ráðinn og kusu margir listann vegna þess. Hann þverbraut það loforð ásamt fleiri prinsippum listans við myndun meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Um helmingur fólks á listanum skildi við hann í kjölfarið. Flest þau sem urðu eftir eru nú gengin í Bjarta framtíð eins og „úlfur í sauðagæru“ og eru þar menn af Y-listanum í fremstu sætum, þar á meðal í öðru og þriðja sæti. Sú sem skipar efsta sæti Bjartrar framtíðar er nýfarin úr Sjálfstæðisflokknum, fór svo yfir til Y-listans og ætlaði í framboð með þeim, en lenti að lokum í Bjartri framtíð vegna þess að Y-listinn virðist ekki hafa treyst sér til að fara fram aftur, en séð góðan kost í Bjartri framtíð. Kannski er stefnt að nýjum meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Lítið er hægt að segja um aumingja Framsókn sem er að missa foringja sinn sem virðist vera mjög öflugur, því hann sér um alla fótboltavelli bæjarins ásamt hinu erfiða starfi sínu sem bæjarfulltrúi sem hann vill gera að fullu starfi, með hægri hendi, og bætti svo á sig forstöðumannsstarfi í Salasundlaug tímabundið með þeirri vinstri, vegna veikinda forstöðumanns. Gárungarnir í bænum segja þó, að hann hafi hug á að koma sér þar fyrir til framtíðar og styðji því Ármann bæjarstjóra, því gott er að eiga vin sem hefur völd. Hugsið ykkur vel um áður en þið farið á kjörstað hvar þið krossið við því erfitt er að tryggja eftir á. Sporin eftir þessa þrjá flokka ættu að hræða. Skoðið þá flokka sem bjóða aðeins fram í Kópavogi og er ekki stjórnað af „stóra bróður“ á landsvísu. Svo virðist sem eini flokkurinn sem ræður sér sjálfur og lætur ekki aðra segja sér fyrir verkum sé Næstbesti flokkurinn (X – X) með Hjálmar Hjálmarsson sem oddvita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp nú fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi, því kjósendur virðast mjög fljótir að gleyma eða eru blekktir, auk þess sem auglýsingar og gylliboð virðast hafa ótrúleg áhrif á kjósendur.Nokkrar vangaveltur um flokkana sem stýrðu bænum síðastliðin tvö ár: Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann Ármann sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs í 16 ár, þar af sem bæjarstjóri síðastliðin tvö ár, segist ætla að lækka skatta og greiða niður skuldir, sem hann átti allan þátt í að setja bæinn í, en þær eru yfir 40 milljarðar króna. Bæjarstjórinn og hirð hans eru nú búin að gefa svo mörg fjárskuldbindandi kosningaloforð og gera marga samninga, aðallega við íþróttafélögin, að allir viti bornir menn sjá að það er ógjörningur að lækka skatta og greiða niður skuldir á sama tíma. Skuldirnar hljóta að aukast þegar á að byggja íþróttahús við Vatnsendaskóla vegna Gerplu, golfskála GKG (vilyrði), fótboltastúku og flóðlýsingu við Kórinn fyrir HK (er nú þegar á teikniborðinu), hús fyrir skógræktarmenn í Guðmundarlundi sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna aðkomu „þungavigtarmanns“ í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, og svona mætti lengi telja. Þetta er gert á sama tíma og menn berja sér á brjóst og segja að ekki sé til fjármagn til að búa betur að skólum bæjarins, m.a. hvað varðar búnað og aðstöðu. Y-listi Kópavogsbúa lofaði kjósendum fyrir fjórum árum að bæjarstjórinn yrði ekki pólitískt ráðinn og kusu margir listann vegna þess. Hann þverbraut það loforð ásamt fleiri prinsippum listans við myndun meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Um helmingur fólks á listanum skildi við hann í kjölfarið. Flest þau sem urðu eftir eru nú gengin í Bjarta framtíð eins og „úlfur í sauðagæru“ og eru þar menn af Y-listanum í fremstu sætum, þar á meðal í öðru og þriðja sæti. Sú sem skipar efsta sæti Bjartrar framtíðar er nýfarin úr Sjálfstæðisflokknum, fór svo yfir til Y-listans og ætlaði í framboð með þeim, en lenti að lokum í Bjartri framtíð vegna þess að Y-listinn virðist ekki hafa treyst sér til að fara fram aftur, en séð góðan kost í Bjartri framtíð. Kannski er stefnt að nýjum meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Lítið er hægt að segja um aumingja Framsókn sem er að missa foringja sinn sem virðist vera mjög öflugur, því hann sér um alla fótboltavelli bæjarins ásamt hinu erfiða starfi sínu sem bæjarfulltrúi sem hann vill gera að fullu starfi, með hægri hendi, og bætti svo á sig forstöðumannsstarfi í Salasundlaug tímabundið með þeirri vinstri, vegna veikinda forstöðumanns. Gárungarnir í bænum segja þó, að hann hafi hug á að koma sér þar fyrir til framtíðar og styðji því Ármann bæjarstjóra, því gott er að eiga vin sem hefur völd. Hugsið ykkur vel um áður en þið farið á kjörstað hvar þið krossið við því erfitt er að tryggja eftir á. Sporin eftir þessa þrjá flokka ættu að hræða. Skoðið þá flokka sem bjóða aðeins fram í Kópavogi og er ekki stjórnað af „stóra bróður“ á landsvísu. Svo virðist sem eini flokkurinn sem ræður sér sjálfur og lætur ekki aðra segja sér fyrir verkum sé Næstbesti flokkurinn (X – X) með Hjálmar Hjálmarsson sem oddvita.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun