Fordómarnir og tvískinnungurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. maí 2014 07:00 Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun