Fordómarnir og tvískinnungurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. maí 2014 07:00 Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun