Áskorun til neytenda Gunnar Geir Pétursson skrifar 30. apríl 2014 07:00 Í Fréttablaðinu 20. mars síðastliðinn segir Elín Hirst frá því að Matfugl hafi boðið sér í heimsókn í kjúklingaverksmiðju á Kjalarnesi en áður hafði hún skrifað í sama blað grein sem hét „Áskorun til kjúklingabænda“. Það er jákvætt að heyra að í þessari tilteknu verksmiðju sé aðbúnaður dýranna eins og lög gera ráð fyrir, því það er ekki sjálfgefið, en auðvitað má reikna með að Matfugl hafi skartað sínu fegursta fyrir heimsókn þingmannsins. En jafnvel þótt Matfugl væri með eina fyrirmyndarverksmiðju skiptir það litlu máli fyrir neytandann því kjötinu fylgja ekki upprunamerkingar og því veit neytandinn ekki úr hvaða verksmiðju fuglinn kemur. Það má reyna að setja sig í spor dýra sem læst eru inni í verksmiðjum alla sína tíð við aðstæður sem eiga ekkert skylt við það náttúrulega umhverfi sem dýr hafa þróast í. Þótt „lýsing sé tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins er“ kemur hún ekki í stað sólarinnar sem dýrin fá aldrei að upplifa á sinni stuttu ævi, nema þá kannski þegar þau eru flutt við gríðarleg þrengsli í sláturhúsið, stundum beinbrotin ef eitthvað er að marka lýsingar nokkurra starfsmanna. Þótt Elínu þyki „loftskipti góð“ og „aðgengi að mat“ gott, munu þessi dýr aldrei upplifa andvara á sumardegi né heldur munu þau finna lykt af neinu öðru en því sem finna má í verksmiðjunni. Að auki munu þessi dýr aldrei geta valið sér annað en það tilbúna fóður sem þeim er skammtað, sem er valið til þess að hafa vaxtarhraða dýranna (óhugnanlega) mikinn, en kjúklingur nær sláturstærð á aðeins fimm vikum á Íslandi. Ljóst má vera að fáir myndu vilja hafa gæludýr sitt í svipuðu umhverfi.Alvarlegar athugasemdir Vel má vera að kjúklingaverksmiðjur hér á landi séu hreinlegri en gengur og gerist í Evrópu. Þrátt fyrir það er að finna alvarlegar athugasemdir dýralækna í hverri einustu starfsskýrslu Matvælastofnunar frá árinu 2008 vegna ástands kjúklinga. Hér fylgja nokkur dæmi: „…áberandi breytingar á fótum vegna bleytu á gólfum í eldishúsum…“, „…fuglarnir voru mjög marðir, fæturnir voru með mikinn dritbruna…“ „…misdjúpra sára vegna dritbruna undir fótum kjúklinga…“, „…illa meðferð fugla við tínslu og í flutningi vegna of mikilla þrengsla…“ Því ber að fagna að loksins er von á íslenskum velferðarkjúklingi. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir sprotafyrirtækið Litla gula hænan á að hefja sölu á velferðarkjúklingi í sumar. Vistvænu kjúklingarnir munu hafa frjálsan aðgang að útisvæði þegar veður leyfir en auk þess hafa meira rými en þeir sem fastir eru í verksmiðjunum. Í flestum stærri búðum er nú þegar hægt að kaupa lífrænan kjúkling, innfluttan frá Danmörku. Samtökin Velbú, sem beita sér fyrir velferð búfjár, vilja gagnsætt framleiðsluferli dýraafurða. Við hvetjum fleiri bú, verksmiðjur og sláturhús til að opna dyr sínar fyrir almenningi, svo þeir sem vilja geti kynnt sér ferlið sem liggur að baki matnum á diskinum. Við í Velbú þiggjum boð frá framleiðendum sem hafa ekkert að fela. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 20. mars síðastliðinn segir Elín Hirst frá því að Matfugl hafi boðið sér í heimsókn í kjúklingaverksmiðju á Kjalarnesi en áður hafði hún skrifað í sama blað grein sem hét „Áskorun til kjúklingabænda“. Það er jákvætt að heyra að í þessari tilteknu verksmiðju sé aðbúnaður dýranna eins og lög gera ráð fyrir, því það er ekki sjálfgefið, en auðvitað má reikna með að Matfugl hafi skartað sínu fegursta fyrir heimsókn þingmannsins. En jafnvel þótt Matfugl væri með eina fyrirmyndarverksmiðju skiptir það litlu máli fyrir neytandann því kjötinu fylgja ekki upprunamerkingar og því veit neytandinn ekki úr hvaða verksmiðju fuglinn kemur. Það má reyna að setja sig í spor dýra sem læst eru inni í verksmiðjum alla sína tíð við aðstæður sem eiga ekkert skylt við það náttúrulega umhverfi sem dýr hafa þróast í. Þótt „lýsing sé tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins er“ kemur hún ekki í stað sólarinnar sem dýrin fá aldrei að upplifa á sinni stuttu ævi, nema þá kannski þegar þau eru flutt við gríðarleg þrengsli í sláturhúsið, stundum beinbrotin ef eitthvað er að marka lýsingar nokkurra starfsmanna. Þótt Elínu þyki „loftskipti góð“ og „aðgengi að mat“ gott, munu þessi dýr aldrei upplifa andvara á sumardegi né heldur munu þau finna lykt af neinu öðru en því sem finna má í verksmiðjunni. Að auki munu þessi dýr aldrei geta valið sér annað en það tilbúna fóður sem þeim er skammtað, sem er valið til þess að hafa vaxtarhraða dýranna (óhugnanlega) mikinn, en kjúklingur nær sláturstærð á aðeins fimm vikum á Íslandi. Ljóst má vera að fáir myndu vilja hafa gæludýr sitt í svipuðu umhverfi.Alvarlegar athugasemdir Vel má vera að kjúklingaverksmiðjur hér á landi séu hreinlegri en gengur og gerist í Evrópu. Þrátt fyrir það er að finna alvarlegar athugasemdir dýralækna í hverri einustu starfsskýrslu Matvælastofnunar frá árinu 2008 vegna ástands kjúklinga. Hér fylgja nokkur dæmi: „…áberandi breytingar á fótum vegna bleytu á gólfum í eldishúsum…“, „…fuglarnir voru mjög marðir, fæturnir voru með mikinn dritbruna…“ „…misdjúpra sára vegna dritbruna undir fótum kjúklinga…“, „…illa meðferð fugla við tínslu og í flutningi vegna of mikilla þrengsla…“ Því ber að fagna að loksins er von á íslenskum velferðarkjúklingi. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir sprotafyrirtækið Litla gula hænan á að hefja sölu á velferðarkjúklingi í sumar. Vistvænu kjúklingarnir munu hafa frjálsan aðgang að útisvæði þegar veður leyfir en auk þess hafa meira rými en þeir sem fastir eru í verksmiðjunum. Í flestum stærri búðum er nú þegar hægt að kaupa lífrænan kjúkling, innfluttan frá Danmörku. Samtökin Velbú, sem beita sér fyrir velferð búfjár, vilja gagnsætt framleiðsluferli dýraafurða. Við hvetjum fleiri bú, verksmiðjur og sláturhús til að opna dyr sínar fyrir almenningi, svo þeir sem vilja geti kynnt sér ferlið sem liggur að baki matnum á diskinum. Við í Velbú þiggjum boð frá framleiðendum sem hafa ekkert að fela.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar