„Ég held að flokkurinn sé ekki að græða mikið fylgi á að vera í samstarfi við Framsóknarflokkinn“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 29. apríl 2014 10:17 Magnús Júlíusson. Margir sjálfstæðismenn vilja að það verði rætt opinskátt innan flokksins hvers vegna fylgi hans fer minnkandi og hvers vegna hópur flokksfélaga íhugar að yfirgefa flokkinn. „Það er alvarlegt mál þegar það liggur á borðinu að það er hópur góðra sjálfstæðismanna sem er að ræða það að stofna nýjan flokk,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna. Hún segir að menn eigi ekki að vera feimnir við að ræða stöðu flokksins opinskátt og af hreinskilni. „Ég harma að mál séu komin í þennan farveg. Ég hef alltaf talið okkur stóran og opinn flokk þar sem rúm er fyrir alla,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður. Jón Ragnar Ríkharðsson, formaður verkalýðsráðs sjálfstæðismanna, segir að það séu óþarflega miklar deilur í flokknum. Menn gleymi því stundum að það sé nauðsynlegt að viðra ólíkar skoðanir.Guðlaugur Þór Þórðarson.fréttablaðið/vilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson þingmaður talar fyrir því að breyta umræðuhefðinni í flokknum. „Umræðan hefur breyst, hún er orðin persónulegri. Við eigum að ræða hlutina málefnalega og yfirvegað og sleppa því að tengja hana við persónur,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að Sjálfstæðisflokkurinn sé fjöldaflokkur, flokkur allra stétta og um margt ólíkra skoðana en sameiginleg grunngildi sameini flokksmenn. Menn vilja jafnframt ræða hvort flokkurinn hafi fjarlægst sjálfstæðisstefnuna og grunngildi hennar. Einn viðmælenda blaðsins sagði að það væri ekki talað með nógu skýrum hætti fyrir sjálfstæðisstefnunni. Annar sagði að menn væru löngu búnir að gleyma slagorðinu stétt með stétt.Margir sjálfstæðismenn vilja að flokksmenn setjist niður og ræði hvers vegna flokkurinn tapar fylgi í könnunum. Þá er kallað eftir breyttri umræðu og umburðarlyndi. Fréttablaðið /GVASkuldaniðurfellingar ekki í anda sjálfstæðismanna Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, er á annarri skoðun. Hann telur að menn hafi ekki gleymt grunngildunum og bendir á að frá því að Sjálfstæðisflokkurinn kom til valda fyrir ári sé búið að lækka skatta á millitekjufólk og tryggingagjald á fyrirtæki og fleiri skattalækkanir séu í farvatninu. Magnús segir þó að það geti haft áhrif á fylgi flokksins að þau mál sem voru mest í umræðunni í vetur, það er skuldaniðurfellingar, séu ekki í anda sjálfstæðismanna. Þegar rætt er um deilur innan flokksins nefna flestir að ESB-málin hafi farið illa með flokkinn og klofið hann. Menn segja að umræðan hafi bæði verið harðvítug og persónuleg.Magnús Júlíusson.Þá halda sumir því fram að samstarfið við Framsóknarflokkinn hafi skaðað Sjálfstæðisflokkinn. „Ég held að flokkurinn sé ekki að græða mikið fylgi á að vera í samstarfi við Framsóknarflokkinn,“ segir Magnús. Hann bætir við að þau mál sem hafi borið hæst í samstarfi við Framsókn séu ekki til þess fallin að auka fylgi flokksins. Magnús segist þess þó fullviss að um leið og almenningur fari að finna fyrir skattalækkunum á eigin skinni aukist fylgi flokksins. Við vinnslu fréttarinnar var óskað eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um ákallið um umræður um stöðu flokksins, en þau svöruðu ekki skilaboðum. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Margir sjálfstæðismenn vilja að það verði rætt opinskátt innan flokksins hvers vegna fylgi hans fer minnkandi og hvers vegna hópur flokksfélaga íhugar að yfirgefa flokkinn. „Það er alvarlegt mál þegar það liggur á borðinu að það er hópur góðra sjálfstæðismanna sem er að ræða það að stofna nýjan flokk,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna. Hún segir að menn eigi ekki að vera feimnir við að ræða stöðu flokksins opinskátt og af hreinskilni. „Ég harma að mál séu komin í þennan farveg. Ég hef alltaf talið okkur stóran og opinn flokk þar sem rúm er fyrir alla,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður. Jón Ragnar Ríkharðsson, formaður verkalýðsráðs sjálfstæðismanna, segir að það séu óþarflega miklar deilur í flokknum. Menn gleymi því stundum að það sé nauðsynlegt að viðra ólíkar skoðanir.Guðlaugur Þór Þórðarson.fréttablaðið/vilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson þingmaður talar fyrir því að breyta umræðuhefðinni í flokknum. „Umræðan hefur breyst, hún er orðin persónulegri. Við eigum að ræða hlutina málefnalega og yfirvegað og sleppa því að tengja hana við persónur,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að Sjálfstæðisflokkurinn sé fjöldaflokkur, flokkur allra stétta og um margt ólíkra skoðana en sameiginleg grunngildi sameini flokksmenn. Menn vilja jafnframt ræða hvort flokkurinn hafi fjarlægst sjálfstæðisstefnuna og grunngildi hennar. Einn viðmælenda blaðsins sagði að það væri ekki talað með nógu skýrum hætti fyrir sjálfstæðisstefnunni. Annar sagði að menn væru löngu búnir að gleyma slagorðinu stétt með stétt.Margir sjálfstæðismenn vilja að flokksmenn setjist niður og ræði hvers vegna flokkurinn tapar fylgi í könnunum. Þá er kallað eftir breyttri umræðu og umburðarlyndi. Fréttablaðið /GVASkuldaniðurfellingar ekki í anda sjálfstæðismanna Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, er á annarri skoðun. Hann telur að menn hafi ekki gleymt grunngildunum og bendir á að frá því að Sjálfstæðisflokkurinn kom til valda fyrir ári sé búið að lækka skatta á millitekjufólk og tryggingagjald á fyrirtæki og fleiri skattalækkanir séu í farvatninu. Magnús segir þó að það geti haft áhrif á fylgi flokksins að þau mál sem voru mest í umræðunni í vetur, það er skuldaniðurfellingar, séu ekki í anda sjálfstæðismanna. Þegar rætt er um deilur innan flokksins nefna flestir að ESB-málin hafi farið illa með flokkinn og klofið hann. Menn segja að umræðan hafi bæði verið harðvítug og persónuleg.Magnús Júlíusson.Þá halda sumir því fram að samstarfið við Framsóknarflokkinn hafi skaðað Sjálfstæðisflokkinn. „Ég held að flokkurinn sé ekki að græða mikið fylgi á að vera í samstarfi við Framsóknarflokkinn,“ segir Magnús. Hann bætir við að þau mál sem hafi borið hæst í samstarfi við Framsókn séu ekki til þess fallin að auka fylgi flokksins. Magnús segist þess þó fullviss að um leið og almenningur fari að finna fyrir skattalækkunum á eigin skinni aukist fylgi flokksins. Við vinnslu fréttarinnar var óskað eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um ákallið um umræður um stöðu flokksins, en þau svöruðu ekki skilaboðum.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira