Skýrir kostir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. apríl 2014 06:30 Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Stephensen Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun