Skýrir kostir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. apríl 2014 06:30 Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Stephensen Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun