100, 10, 1 Guðrún Högnadóttir skrifar 16. apríl 2014 00:00 Síðastliðna viku bar ég gæfu til að vinna með sjö stjórnendateymum úr hópi nokkurra farsælustu fyrirtækja og stofnana landsins: tvö þeirra fögnuðu 100 ára starfsafmæli sl. ár, tvö þeirra eru skráð í erlendar kauphallir og tvö þeirra samanstanda af hópi framsækinna frumkvöðla sem sækja fram af íslensku hugviti með sannreyndum árangri. Og einn hópurinn ber ábyrgð á stjórnskipan lýðveldisins og þjóðmenningu – hvorki meira né minna! Ef ég ætti að kortleggja DNA árangurs þessara einstöku hópa íslenskra forgöngumanna er gott að minnast orða Jóhannesar Kjarval: „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja.“Í stefnu og sókn tel ég að þessir einstaklingar horfi meðvitað og ómeðvitað til næstu 100 ára og spyrji sig – hvert er varanlegt framlag okkar til nær- og fjarsamfélags okkar? Þó svo að allt sé breytingum háð, þá mótar sú langtímasýn ramma daglegrar starfsemi, sá tilgangur kallar á ábyrgð og ánægju allra starfsmanna og hjálpar þeim að halda fókus í dagsins önn.Í áætlanagerð og samningum sé ég þessa stjórnendahópa taka mið af taktísku 10 mánaða plani. Þau sækja fram af festu og aga og hafa kjarkinn til að taka ákvarðanir með því að treysta á kjarnahæfni sinna vinnustaða. Þetta hafa þau lært af oft biturri reynslu og áföllum til jafns við tímabil farsældar, sem og með því að læra af reynslu og rannsóknum annarra. Í ákvarðanatöku og áhrifum sé ég þessa stjórnendahópa muna að það er augnablikið sem gildir. Hver þessara leiðtoga hefur áhrif á hundruð manna innan og utan sinna vinnustaða á hverjum sólarhring – með nærveru sinni og fjarveru. Hvern 1asta dag – er það orðið, athöfnin og augnablikið sem gildir. „There is no try – only do“ sagði spekingurinn Yoda. Og eitt enn. Þetta eru vinnustaðir sem bera virðingu fyrir fólki. Þrátt fyrir lögskipað vald, glæsilegan flota og framleiðslueiningar, sögulegar eignir, flottustu ferlin og tækin, magnaða hönnun og hugbúnað muna þessir stjórnendur að hið eina sanna samkeppnisforskot liggur í fólkinu. Þeir þekkja hvernig einstaklingar blómstra þegar þeir fá traustið, frelsið og tækifærið til að bera ábyrgð. Þeir þekkja hvernig hópar magna mátt einmana hugmyndar – hvernig stök frumefni mynda saman töfraformúlur sem breyta og bæta heimsmynd okkar. Þeir þekkja hvernig teymi sem taka mið af trúverðugum gildum byggja upp menningu árangurs. Og þeir vita að öflug vinnustaðamenning er hið sanna samkeppnisforskot. Ég hlakka til að að fylgjast með vaxandi íslenskum leiðtogum hafa áhrif á komandi kynslóðir. Fagnaðu hverjum degi eins og þú myndir lifa í 100 ár. Hugsaðu um áhrif hverrar ákvörðunar a.m.k. næstu 10 mánuði. Njóttu hverrar stundar eins og þú lifir bara þennan 1 dag. Carpe diem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Síðastliðna viku bar ég gæfu til að vinna með sjö stjórnendateymum úr hópi nokkurra farsælustu fyrirtækja og stofnana landsins: tvö þeirra fögnuðu 100 ára starfsafmæli sl. ár, tvö þeirra eru skráð í erlendar kauphallir og tvö þeirra samanstanda af hópi framsækinna frumkvöðla sem sækja fram af íslensku hugviti með sannreyndum árangri. Og einn hópurinn ber ábyrgð á stjórnskipan lýðveldisins og þjóðmenningu – hvorki meira né minna! Ef ég ætti að kortleggja DNA árangurs þessara einstöku hópa íslenskra forgöngumanna er gott að minnast orða Jóhannesar Kjarval: „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja.“Í stefnu og sókn tel ég að þessir einstaklingar horfi meðvitað og ómeðvitað til næstu 100 ára og spyrji sig – hvert er varanlegt framlag okkar til nær- og fjarsamfélags okkar? Þó svo að allt sé breytingum háð, þá mótar sú langtímasýn ramma daglegrar starfsemi, sá tilgangur kallar á ábyrgð og ánægju allra starfsmanna og hjálpar þeim að halda fókus í dagsins önn.Í áætlanagerð og samningum sé ég þessa stjórnendahópa taka mið af taktísku 10 mánaða plani. Þau sækja fram af festu og aga og hafa kjarkinn til að taka ákvarðanir með því að treysta á kjarnahæfni sinna vinnustaða. Þetta hafa þau lært af oft biturri reynslu og áföllum til jafns við tímabil farsældar, sem og með því að læra af reynslu og rannsóknum annarra. Í ákvarðanatöku og áhrifum sé ég þessa stjórnendahópa muna að það er augnablikið sem gildir. Hver þessara leiðtoga hefur áhrif á hundruð manna innan og utan sinna vinnustaða á hverjum sólarhring – með nærveru sinni og fjarveru. Hvern 1asta dag – er það orðið, athöfnin og augnablikið sem gildir. „There is no try – only do“ sagði spekingurinn Yoda. Og eitt enn. Þetta eru vinnustaðir sem bera virðingu fyrir fólki. Þrátt fyrir lögskipað vald, glæsilegan flota og framleiðslueiningar, sögulegar eignir, flottustu ferlin og tækin, magnaða hönnun og hugbúnað muna þessir stjórnendur að hið eina sanna samkeppnisforskot liggur í fólkinu. Þeir þekkja hvernig einstaklingar blómstra þegar þeir fá traustið, frelsið og tækifærið til að bera ábyrgð. Þeir þekkja hvernig hópar magna mátt einmana hugmyndar – hvernig stök frumefni mynda saman töfraformúlur sem breyta og bæta heimsmynd okkar. Þeir þekkja hvernig teymi sem taka mið af trúverðugum gildum byggja upp menningu árangurs. Og þeir vita að öflug vinnustaðamenning er hið sanna samkeppnisforskot. Ég hlakka til að að fylgjast með vaxandi íslenskum leiðtogum hafa áhrif á komandi kynslóðir. Fagnaðu hverjum degi eins og þú myndir lifa í 100 ár. Hugsaðu um áhrif hverrar ákvörðunar a.m.k. næstu 10 mánuði. Njóttu hverrar stundar eins og þú lifir bara þennan 1 dag. Carpe diem.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun