Opið bréf til borgarfulltrúa Andri Valgeirsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Ég hef ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í um 20 ár og hef því töluverða reynslu af að ferðast með þeim. Fyrir örfáum dögum lenti ég í þeirri „skemmtilegu“ reynslu á leið heim úr vinnu að ferðaþjónustubíllinn sem ég var farþegi í bilaði á miðjum fjölförnum gatnamótum. Þetta er kannski ekki í frásögur færandi, þar sem bílar bila og getur það auðvitað gerst hvar og hvenær sem er. Alla mína tíð sem farþegi hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur þetta einungis gerst tvisvar sinnum og bæði skiptin á þessu ári, 2014. Persónulega finnst mér ástæðan fyrir þessu nokkuð augljós. Fyrir ári hófust umræður hjá Reykjavíkurborg í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að bjóða ætti ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu út til einkareksturs. Ástæður eru sagðar vera mögulegur sparnaður í rekstri og leið til að bæta þjónustu við notendur. Útboðið hefur dregist mjög á langinn og á meðan hefur enginn nýr bíll verið keyptur hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Þegar bílum í atvinnurekstri er einungis haldið við með lágmarksviðgerðum er engin furða að þeir bili á miðjum gatnamótum. Sérstaklega þegar við erum að tala um bíla sem eru níu til þrettán ára gamlir og keyrðir 400.000-800.000 kílómetra! Alveg frá byrjun hef ég furðað mig á þessum útboðshugmyndum þar sem ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík er að mínu mati nokkuð góð. Auðvitað má alltaf bæta allt en það væri örugglega hægt að spara með öðrum hætti en með útboði. Fólk verður að átta sig á því að þetta eru almenningssamgöngur sem eru nauðsynlegar fyrir fatlað fólk. Ég vil leyfa mér að draga í efa að mikill sparnaður verði í rekstri ferðaþjónustu fatlaðra með þessum aðgerðum, hvað þá bætt þjónusta fyrir farþega. Til þess að bæta þjónustu þessa er langbest að tala við og vera í fullu samráði við farþega og hagsmunafélög fatlaðs fólks. Í stað þess að láta nægja að upplýsa okkur um stöðu mála, væri ekki betra að vinna með okkur? Vil ég því hvetja borgarstjórn Reykjavíkur að hefja nú þegar fullt samráð við aðildarfélög fatlaðra í þessu ferli. Ekkert um okkur án okkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég hef ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í um 20 ár og hef því töluverða reynslu af að ferðast með þeim. Fyrir örfáum dögum lenti ég í þeirri „skemmtilegu“ reynslu á leið heim úr vinnu að ferðaþjónustubíllinn sem ég var farþegi í bilaði á miðjum fjölförnum gatnamótum. Þetta er kannski ekki í frásögur færandi, þar sem bílar bila og getur það auðvitað gerst hvar og hvenær sem er. Alla mína tíð sem farþegi hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur þetta einungis gerst tvisvar sinnum og bæði skiptin á þessu ári, 2014. Persónulega finnst mér ástæðan fyrir þessu nokkuð augljós. Fyrir ári hófust umræður hjá Reykjavíkurborg í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að bjóða ætti ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu út til einkareksturs. Ástæður eru sagðar vera mögulegur sparnaður í rekstri og leið til að bæta þjónustu við notendur. Útboðið hefur dregist mjög á langinn og á meðan hefur enginn nýr bíll verið keyptur hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Þegar bílum í atvinnurekstri er einungis haldið við með lágmarksviðgerðum er engin furða að þeir bili á miðjum gatnamótum. Sérstaklega þegar við erum að tala um bíla sem eru níu til þrettán ára gamlir og keyrðir 400.000-800.000 kílómetra! Alveg frá byrjun hef ég furðað mig á þessum útboðshugmyndum þar sem ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík er að mínu mati nokkuð góð. Auðvitað má alltaf bæta allt en það væri örugglega hægt að spara með öðrum hætti en með útboði. Fólk verður að átta sig á því að þetta eru almenningssamgöngur sem eru nauðsynlegar fyrir fatlað fólk. Ég vil leyfa mér að draga í efa að mikill sparnaður verði í rekstri ferðaþjónustu fatlaðra með þessum aðgerðum, hvað þá bætt þjónusta fyrir farþega. Til þess að bæta þjónustu þessa er langbest að tala við og vera í fullu samráði við farþega og hagsmunafélög fatlaðs fólks. Í stað þess að láta nægja að upplýsa okkur um stöðu mála, væri ekki betra að vinna með okkur? Vil ég því hvetja borgarstjórn Reykjavíkur að hefja nú þegar fullt samráð við aðildarfélög fatlaðra í þessu ferli. Ekkert um okkur án okkar!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar