Opið bréf til borgarfulltrúa Andri Valgeirsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Ég hef ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í um 20 ár og hef því töluverða reynslu af að ferðast með þeim. Fyrir örfáum dögum lenti ég í þeirri „skemmtilegu“ reynslu á leið heim úr vinnu að ferðaþjónustubíllinn sem ég var farþegi í bilaði á miðjum fjölförnum gatnamótum. Þetta er kannski ekki í frásögur færandi, þar sem bílar bila og getur það auðvitað gerst hvar og hvenær sem er. Alla mína tíð sem farþegi hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur þetta einungis gerst tvisvar sinnum og bæði skiptin á þessu ári, 2014. Persónulega finnst mér ástæðan fyrir þessu nokkuð augljós. Fyrir ári hófust umræður hjá Reykjavíkurborg í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að bjóða ætti ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu út til einkareksturs. Ástæður eru sagðar vera mögulegur sparnaður í rekstri og leið til að bæta þjónustu við notendur. Útboðið hefur dregist mjög á langinn og á meðan hefur enginn nýr bíll verið keyptur hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Þegar bílum í atvinnurekstri er einungis haldið við með lágmarksviðgerðum er engin furða að þeir bili á miðjum gatnamótum. Sérstaklega þegar við erum að tala um bíla sem eru níu til þrettán ára gamlir og keyrðir 400.000-800.000 kílómetra! Alveg frá byrjun hef ég furðað mig á þessum útboðshugmyndum þar sem ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík er að mínu mati nokkuð góð. Auðvitað má alltaf bæta allt en það væri örugglega hægt að spara með öðrum hætti en með útboði. Fólk verður að átta sig á því að þetta eru almenningssamgöngur sem eru nauðsynlegar fyrir fatlað fólk. Ég vil leyfa mér að draga í efa að mikill sparnaður verði í rekstri ferðaþjónustu fatlaðra með þessum aðgerðum, hvað þá bætt þjónusta fyrir farþega. Til þess að bæta þjónustu þessa er langbest að tala við og vera í fullu samráði við farþega og hagsmunafélög fatlaðs fólks. Í stað þess að láta nægja að upplýsa okkur um stöðu mála, væri ekki betra að vinna með okkur? Vil ég því hvetja borgarstjórn Reykjavíkur að hefja nú þegar fullt samráð við aðildarfélög fatlaðra í þessu ferli. Ekkert um okkur án okkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég hef ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í um 20 ár og hef því töluverða reynslu af að ferðast með þeim. Fyrir örfáum dögum lenti ég í þeirri „skemmtilegu“ reynslu á leið heim úr vinnu að ferðaþjónustubíllinn sem ég var farþegi í bilaði á miðjum fjölförnum gatnamótum. Þetta er kannski ekki í frásögur færandi, þar sem bílar bila og getur það auðvitað gerst hvar og hvenær sem er. Alla mína tíð sem farþegi hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur þetta einungis gerst tvisvar sinnum og bæði skiptin á þessu ári, 2014. Persónulega finnst mér ástæðan fyrir þessu nokkuð augljós. Fyrir ári hófust umræður hjá Reykjavíkurborg í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að bjóða ætti ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu út til einkareksturs. Ástæður eru sagðar vera mögulegur sparnaður í rekstri og leið til að bæta þjónustu við notendur. Útboðið hefur dregist mjög á langinn og á meðan hefur enginn nýr bíll verið keyptur hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Þegar bílum í atvinnurekstri er einungis haldið við með lágmarksviðgerðum er engin furða að þeir bili á miðjum gatnamótum. Sérstaklega þegar við erum að tala um bíla sem eru níu til þrettán ára gamlir og keyrðir 400.000-800.000 kílómetra! Alveg frá byrjun hef ég furðað mig á þessum útboðshugmyndum þar sem ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík er að mínu mati nokkuð góð. Auðvitað má alltaf bæta allt en það væri örugglega hægt að spara með öðrum hætti en með útboði. Fólk verður að átta sig á því að þetta eru almenningssamgöngur sem eru nauðsynlegar fyrir fatlað fólk. Ég vil leyfa mér að draga í efa að mikill sparnaður verði í rekstri ferðaþjónustu fatlaðra með þessum aðgerðum, hvað þá bætt þjónusta fyrir farþega. Til þess að bæta þjónustu þessa er langbest að tala við og vera í fullu samráði við farþega og hagsmunafélög fatlaðs fólks. Í stað þess að láta nægja að upplýsa okkur um stöðu mála, væri ekki betra að vinna með okkur? Vil ég því hvetja borgarstjórn Reykjavíkur að hefja nú þegar fullt samráð við aðildarfélög fatlaðra í þessu ferli. Ekkert um okkur án okkar!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar