Afglæpavæðing og skaðaminnkun Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 11. apríl 2014 07:00 Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls?
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun