Afglæpavæðing og skaðaminnkun Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 11. apríl 2014 07:00 Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls?
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar