Opið bréf til Illuga menntamálaráðherra Eydís Hrönn Tómasdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Komdu sæll, Illugi. Fyrrverandi skólafélagi minn, hann Haraldur Reynisson, skrifaði þér opið bréf þann 5. febrúar sl., eða fyrir tæpum tveimur mánuðum, þar sem hann lagði fyrir þig ákveðnar spurningar vegna útgáfu ráðuneytis þíns á leyfisbréfum til valinna einstaklinga. Þú hefur ekki enn svarað bréfi hans og því vildi ég fylgja því eftir hér. Ég tilheyri, líkt og Haraldur, hópi nemenda sem hóf kennaranám sitt haustið 2009 og lauk því árið 2012. Ég stundaði nám mitt við Háskóla Íslands á Laugarvatni ásamt bestu vinkonu minni. Við höfðum báðar ætlað okkur að byrja í náminu haustið 2007, en urðum báðar ófrískar og hættum því við. Munurinn var sá að vinkona mín hafði innritað sig í skólann áður en hún hætti við. Ég íhugaði að innrita mig, en gerði það ekki. Við hófum hins vegar hvorugar nám haustið 2007 og hófst skólagangan okkar ekki fyrr en haustið 2009. Ég og umrædd vinkona mín keyrðum saman frá Stokkseyri upp á hvern einasta dag í þrjú ár. Við tókum sömu námskeiðin, við skiluðum sömu verkefnunum og við lærðum saman undir próf. Við sóttum líka báðar um leyfisbréf að lokinni útskrift árið 2012 og fengum báðar synjun. Ég fór áfram í meistaranám, en vinkona mín hætti í námi. Það kom síðan smám saman í ljós að einhverjir aðilar, sem stundað höfðu kennaranám á sama tíma og við, höfðu fengið útgefið leyfisbréf frá ráðuneytinu þínu. Það gerist síðan í lok september á síðasta ári, eða fyrir um hálfu ári, að verkefnastjóri á skrifstofu menntamála í ráðuneytinu þínu fullyrðir við nemendur í 2012-árganginum að þeir eigi allir rétt á leyfisbréfi. Við glöddumst vitanlega mjög og sendum flest inn nýjar umsóknir um leyfisbréf sama dag. Sú gleði var hins vegar skammvinn þar sem viðkomandi verkefnastjóri sagðist nokkru síðar hafa farið með rangt mál og að við ættum í raun ekki rétt á leyfisbréfi.Fátækleg svör Það sem kom okkur hins vegar meira á óvart, og olli okkur meiri vonbrigðum, er að nokkur þeirra sem sóttu aftur um leyfisbréf sl. haust vegna þessarar yfirlýsingar verkefnastjórans, eftir að hafa fengið synjun árið 2012, fengu nú skyndilega útgefið leyfisbréf! Í þeim hópi var einmitt besta vinkona mín, manstu Illugi, þessi sem tók nákvæmlega sömu námskeið, skilaði sömu verkefnum, lærði með mér undir próf og keyrði með mér í skólann í þrjú ár. Hún er nú komin með leyfisbréf sem veitir henni réttindi til kennslu. Mér er hins vegar synjað um slíkt leyfisbréf og sagt að ég þyrfti að klára meistarapróf til að fá það útgefið. Það hefur sem betur fer ekki slest upp á vinskap okkar tveggja vegna þessa, en hitt get ég sagt þér Illugi, að þetta hefur gert það að verkum að ég hef misst allt traust á ráðuneyti þínu. Vegna þess með hvaða hætti ráðuneyti þitt hefur komið fram hefur stór hópur nemenda, að mér meðtalinni, leitað til lögfræðings í þeirri von að það megi leiðrétta það ranglæti sem hefur átt sér stað. Þetta veistu. Við höfum skrifað þér ítarleg bréf, en fengið fátækleg svör. Við höfum líkað kvartað vegna vinnubragða ráðuneytis þíns til umboðsmanns Alþingis. Þetta allt hefur kostað okkur tíma og peninga, Illugi, og við gerum þetta ekki okkur til skemmtunar. Spurningar mínar til þín eru þær sömu og hann Haraldur beindi til þín fyrir tveimur mánuðum, enda er þeim enn ósvarað af þinni hálfu:1 Af hverju þarf ég að ljúka mastersnámi til að fá útgefið leyfisbréf, en ekki besta vinkona mín, eða þeir tugir aðila sem stunduðu sama nám á sama tíma og hafa nú fengið útgefið slíkt bréf?2 Telurðu þér heimilt að mismuna fólki í þínum störfum eða að taka ákvarðanir sem byggja á geðþótta? Telurðu að þú sért hafinn yfir jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga?Með von um skjót svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Komdu sæll, Illugi. Fyrrverandi skólafélagi minn, hann Haraldur Reynisson, skrifaði þér opið bréf þann 5. febrúar sl., eða fyrir tæpum tveimur mánuðum, þar sem hann lagði fyrir þig ákveðnar spurningar vegna útgáfu ráðuneytis þíns á leyfisbréfum til valinna einstaklinga. Þú hefur ekki enn svarað bréfi hans og því vildi ég fylgja því eftir hér. Ég tilheyri, líkt og Haraldur, hópi nemenda sem hóf kennaranám sitt haustið 2009 og lauk því árið 2012. Ég stundaði nám mitt við Háskóla Íslands á Laugarvatni ásamt bestu vinkonu minni. Við höfðum báðar ætlað okkur að byrja í náminu haustið 2007, en urðum báðar ófrískar og hættum því við. Munurinn var sá að vinkona mín hafði innritað sig í skólann áður en hún hætti við. Ég íhugaði að innrita mig, en gerði það ekki. Við hófum hins vegar hvorugar nám haustið 2007 og hófst skólagangan okkar ekki fyrr en haustið 2009. Ég og umrædd vinkona mín keyrðum saman frá Stokkseyri upp á hvern einasta dag í þrjú ár. Við tókum sömu námskeiðin, við skiluðum sömu verkefnunum og við lærðum saman undir próf. Við sóttum líka báðar um leyfisbréf að lokinni útskrift árið 2012 og fengum báðar synjun. Ég fór áfram í meistaranám, en vinkona mín hætti í námi. Það kom síðan smám saman í ljós að einhverjir aðilar, sem stundað höfðu kennaranám á sama tíma og við, höfðu fengið útgefið leyfisbréf frá ráðuneytinu þínu. Það gerist síðan í lok september á síðasta ári, eða fyrir um hálfu ári, að verkefnastjóri á skrifstofu menntamála í ráðuneytinu þínu fullyrðir við nemendur í 2012-árganginum að þeir eigi allir rétt á leyfisbréfi. Við glöddumst vitanlega mjög og sendum flest inn nýjar umsóknir um leyfisbréf sama dag. Sú gleði var hins vegar skammvinn þar sem viðkomandi verkefnastjóri sagðist nokkru síðar hafa farið með rangt mál og að við ættum í raun ekki rétt á leyfisbréfi.Fátækleg svör Það sem kom okkur hins vegar meira á óvart, og olli okkur meiri vonbrigðum, er að nokkur þeirra sem sóttu aftur um leyfisbréf sl. haust vegna þessarar yfirlýsingar verkefnastjórans, eftir að hafa fengið synjun árið 2012, fengu nú skyndilega útgefið leyfisbréf! Í þeim hópi var einmitt besta vinkona mín, manstu Illugi, þessi sem tók nákvæmlega sömu námskeið, skilaði sömu verkefnum, lærði með mér undir próf og keyrði með mér í skólann í þrjú ár. Hún er nú komin með leyfisbréf sem veitir henni réttindi til kennslu. Mér er hins vegar synjað um slíkt leyfisbréf og sagt að ég þyrfti að klára meistarapróf til að fá það útgefið. Það hefur sem betur fer ekki slest upp á vinskap okkar tveggja vegna þessa, en hitt get ég sagt þér Illugi, að þetta hefur gert það að verkum að ég hef misst allt traust á ráðuneyti þínu. Vegna þess með hvaða hætti ráðuneyti þitt hefur komið fram hefur stór hópur nemenda, að mér meðtalinni, leitað til lögfræðings í þeirri von að það megi leiðrétta það ranglæti sem hefur átt sér stað. Þetta veistu. Við höfum skrifað þér ítarleg bréf, en fengið fátækleg svör. Við höfum líkað kvartað vegna vinnubragða ráðuneytis þíns til umboðsmanns Alþingis. Þetta allt hefur kostað okkur tíma og peninga, Illugi, og við gerum þetta ekki okkur til skemmtunar. Spurningar mínar til þín eru þær sömu og hann Haraldur beindi til þín fyrir tveimur mánuðum, enda er þeim enn ósvarað af þinni hálfu:1 Af hverju þarf ég að ljúka mastersnámi til að fá útgefið leyfisbréf, en ekki besta vinkona mín, eða þeir tugir aðila sem stunduðu sama nám á sama tíma og hafa nú fengið útgefið slíkt bréf?2 Telurðu þér heimilt að mismuna fólki í þínum störfum eða að taka ákvarðanir sem byggja á geðþótta? Telurðu að þú sért hafinn yfir jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga?Með von um skjót svör.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar