Ferðaþjónusta: Tvær hliðar á peningnum Steinar Berg skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það var eins og gerst hefði í gær. Við hjón keyptum Fossatún í Borgarfirði í lok árs 2001. Þá eins og nú var litið vonaraugum til framtíðar ferðaþjónustu á Íslandi. Í sumarlok 2003 voru hugmyndir okkar tilbúnar. Við sóttum um í verkefni sem ríkisstjórnin stóð fyrir til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Útlistuðum hugmyndir og áætlanir á umhverfi, aðstöðu, nýsköpun, afþreyingu og rekstri. Svar kom frá Byggðastofnun í formi þurrkuntulegrar höfnunar. Við óskuðum eftir útskýringu á hvað gerði okkur vanhæf að þeirra mati. Í svari sérfræðingsins stóð: „…ástæðan er fyrst og fremst sú að við greiningu umsóknar þinnar kom berlega í ljós að stór hluti starfsemi þinnar er í klárri samkeppni við aðila á Vesturlandi.“ Í mörg ár höfum við gengið með það í maganum að byggja upp tröllagarð í Fossatúni. Árið 2009 fengum við styrk, hálfgerð verðlaun sem nýsköpunarverkefni. Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa höfðu markað stefnu um að ýta úr vör stærri gerð verkefna og fylgja þeim til loka. Stuðla að uppbyggingu svokallaðra „segla“, þ.e. áfangastaða með aðdráttarafl sem jafnframt styrktu nærumhverfið. Styrkurinn og mótframlagið, margföld styrkjaupphæðin, leiddi til þess að hægt var að ýta úr vör. Forsendur ráðuneytisins: Eftirfylgni verkefnisins – gufuðu upp og eftir stóð hálfköruð hugmynd.Óvinveitt einkaaðilum Áunnin reynsla á vettvangi styrkja leiddi til þess að við ákváðum að hætta umsóknum. Niðurstaðan: Ferkantað kerfi, óvinveitt einkaaðilum í ferðaþjónustu; tímafrek vinna og útlagður kostnaður; ólíklegir fengnir styrkir aldrei nema hluti upphaflegrar áætlunar og því íþyngjandi. Undantekningin sannar regluna, hugsuðum við í byrjun síðasta árs þegar auglýsing frá Vaxtarsamningi Vesturlands um Öndvegisstyrk birtist. Þar stóð: „Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, hafa skírskotun til svæðisins, og nýsköpunar í atvinnulífi þess, ásamt því að skapa störf. Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Við slógum til. Lögðum inn útfærða hugmynd um tröllagöngu. Helli, gönguleið, styttur af tröllum, upplýsingar – upplifun tengda þjóðsagnaarfinum, frítt fyrir gesti. Til viðbótar við helmings fjárframlag létum við það loforð fylgja að kæmi til styrkveitingar myndum við taka upp heilsársopnun í Fossatúni og styrkja þannig ferðaþjónustuumhverfið á Vesturlandi. Heilsársopnun þýðir: Taprekstur utan háannar í einhver ár áður en svar fæst við því hvort fyrirkomulagið standi undir sér.Níu orða höfnun Við fengum níu orða höfnun. Aftur ákváðum við að fara fram á útskýringu. Svarið kom: „…að engir formlegir samstarfsaðilar voru í verkefninu og verkefnið byggðist á verulegum framkvæmdum vegna fjárfestinga eins félags og þá gátu samkeppnissjónarmið haft þar áhrif.“ Þetta kom tröllslega spánskt fyrir sjónir. Í umsóknarferlinu hringdum við í forsvarsmann Vaxtarsamnings Vesturlands til að fá staðfestan skilning á texta auglýsingarinnar: „Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Forráðamaður sagði að þetta þýddi nákvæmlega það sem þarna stóð. Við skrifuðum til baka og vísuðum til þessara samskipta. Forstöðumaðurinn svaraði að stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands hefði eftir að umsóknir bárust ákveðið breyta auglýstum forsendum og takmarka við samstarf aðila. Útiloka þannig einstaklinga og einstök fyrirtæki sem lagt höfðu inn umsóknir. Forstöðumaður frábað sér útskýringar á hvernig samkeppnissjónarmið voru metin okkur til vansa og kvaðst ekki mundu eiga frekari samskipti um þetta mál! Svona eru sem sagt dæmisögurnar úr raunveruleikanum. Er alltumlykjandi styrkjakerfi á forræði ríkisins rétta leiðin? Eitt er að safna í sjóði, annað að útdeila. Á hugmyndin ekki að vera verðugri en umsækjandinn? Er rétt aðferðafræði að nánast útiloka einstaklinga í rekstri frá aðgengi? Reynslan er ólygin og afleiðingin sú að landeigendur hafa ákveðið að styrkja sjálfa sig milliliðalaust. Það eru nefnilega tvær hliðar á peningnum og það þarf að ræða þær báðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Það var eins og gerst hefði í gær. Við hjón keyptum Fossatún í Borgarfirði í lok árs 2001. Þá eins og nú var litið vonaraugum til framtíðar ferðaþjónustu á Íslandi. Í sumarlok 2003 voru hugmyndir okkar tilbúnar. Við sóttum um í verkefni sem ríkisstjórnin stóð fyrir til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Útlistuðum hugmyndir og áætlanir á umhverfi, aðstöðu, nýsköpun, afþreyingu og rekstri. Svar kom frá Byggðastofnun í formi þurrkuntulegrar höfnunar. Við óskuðum eftir útskýringu á hvað gerði okkur vanhæf að þeirra mati. Í svari sérfræðingsins stóð: „…ástæðan er fyrst og fremst sú að við greiningu umsóknar þinnar kom berlega í ljós að stór hluti starfsemi þinnar er í klárri samkeppni við aðila á Vesturlandi.“ Í mörg ár höfum við gengið með það í maganum að byggja upp tröllagarð í Fossatúni. Árið 2009 fengum við styrk, hálfgerð verðlaun sem nýsköpunarverkefni. Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa höfðu markað stefnu um að ýta úr vör stærri gerð verkefna og fylgja þeim til loka. Stuðla að uppbyggingu svokallaðra „segla“, þ.e. áfangastaða með aðdráttarafl sem jafnframt styrktu nærumhverfið. Styrkurinn og mótframlagið, margföld styrkjaupphæðin, leiddi til þess að hægt var að ýta úr vör. Forsendur ráðuneytisins: Eftirfylgni verkefnisins – gufuðu upp og eftir stóð hálfköruð hugmynd.Óvinveitt einkaaðilum Áunnin reynsla á vettvangi styrkja leiddi til þess að við ákváðum að hætta umsóknum. Niðurstaðan: Ferkantað kerfi, óvinveitt einkaaðilum í ferðaþjónustu; tímafrek vinna og útlagður kostnaður; ólíklegir fengnir styrkir aldrei nema hluti upphaflegrar áætlunar og því íþyngjandi. Undantekningin sannar regluna, hugsuðum við í byrjun síðasta árs þegar auglýsing frá Vaxtarsamningi Vesturlands um Öndvegisstyrk birtist. Þar stóð: „Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, hafa skírskotun til svæðisins, og nýsköpunar í atvinnulífi þess, ásamt því að skapa störf. Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Við slógum til. Lögðum inn útfærða hugmynd um tröllagöngu. Helli, gönguleið, styttur af tröllum, upplýsingar – upplifun tengda þjóðsagnaarfinum, frítt fyrir gesti. Til viðbótar við helmings fjárframlag létum við það loforð fylgja að kæmi til styrkveitingar myndum við taka upp heilsársopnun í Fossatúni og styrkja þannig ferðaþjónustuumhverfið á Vesturlandi. Heilsársopnun þýðir: Taprekstur utan háannar í einhver ár áður en svar fæst við því hvort fyrirkomulagið standi undir sér.Níu orða höfnun Við fengum níu orða höfnun. Aftur ákváðum við að fara fram á útskýringu. Svarið kom: „…að engir formlegir samstarfsaðilar voru í verkefninu og verkefnið byggðist á verulegum framkvæmdum vegna fjárfestinga eins félags og þá gátu samkeppnissjónarmið haft þar áhrif.“ Þetta kom tröllslega spánskt fyrir sjónir. Í umsóknarferlinu hringdum við í forsvarsmann Vaxtarsamnings Vesturlands til að fá staðfestan skilning á texta auglýsingarinnar: „Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Forráðamaður sagði að þetta þýddi nákvæmlega það sem þarna stóð. Við skrifuðum til baka og vísuðum til þessara samskipta. Forstöðumaðurinn svaraði að stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands hefði eftir að umsóknir bárust ákveðið breyta auglýstum forsendum og takmarka við samstarf aðila. Útiloka þannig einstaklinga og einstök fyrirtæki sem lagt höfðu inn umsóknir. Forstöðumaður frábað sér útskýringar á hvernig samkeppnissjónarmið voru metin okkur til vansa og kvaðst ekki mundu eiga frekari samskipti um þetta mál! Svona eru sem sagt dæmisögurnar úr raunveruleikanum. Er alltumlykjandi styrkjakerfi á forræði ríkisins rétta leiðin? Eitt er að safna í sjóði, annað að útdeila. Á hugmyndin ekki að vera verðugri en umsækjandinn? Er rétt aðferðafræði að nánast útiloka einstaklinga í rekstri frá aðgengi? Reynslan er ólygin og afleiðingin sú að landeigendur hafa ákveðið að styrkja sjálfa sig milliliðalaust. Það eru nefnilega tvær hliðar á peningnum og það þarf að ræða þær báðar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar