Hugmyndir sem ekki standast Ragnar Árnason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, birti grein undir heitinu „Hugmyndir sem ekki standast“ í Fréttablaðinu þann 19. mars sl. Í fyrri hluti greinarinnar leitast hún við að gagnrýna fræðilega ritgerð eftir mig sem birtist í Hjálmari, blaði hagfræðinema við Háskóla Íslands, og fjallaði um alvarlegan vankant á opinberum heilbrigðistryggingum. Þessi hluti greinar Katrínar er í samræmi við hefðbundin skoðanaskipti siðaðra manna og í eðli sínu uppbyggilegur. Í síðari hluta greinarinnar tekur Katrín hins vegar hamskiptum. Hún talar um að ég sé að boða einhverja stefnu (sem á sér nákvæmlega enga stoð í ritgerðinni) og freistar þess að tengja þessa ímynduðu stefnu sína við fjármálaráðherra, og ríkisstjórnina (sem á sér hvorki stoð í ritgerðinni né raunveruleikanum). Ég læt lesandanum það eftir að fella dóm yfir svona málflutningi. Hitt vil ég taka skýrt fram að umrædd ritgerð er einfaldlega hagfræðileg greining sem stendur og fellur á eigin verðleikum og hefur ekkert með pólitíska stefnumörkun eða stjórnmálaflokka gera. Mér finnst hins vegar óneitanlega dapurlegt að Katrín Jakobsdóttir skuli telja það sér og flokki sínum Vinstri grænum til framdráttar að halda þessum rangfærslum fram og veifa þar með röngu tré í tali sínu til þjóðarinnar.Hrein ósannindi Katrín skilur ekki eða þykist ekki skilja kjarnann í ritgerð minni. Sá kjarni er alls ekki að hér eigi ekki að reka félagslegt heilbrigðiskerfi eða að efnaminna fólk eigi að bera sinn heilbrigðiskostnað eitt og óstutt. Það er ekki einu sinni ymprað á slíku í greininni. Allar fullyrðingar um annað eru hrein ósannindi og lýsa fyrst og fremst hugarheimi þeirra sem telja sér sæma að bera slíkt á borð. Kjarni ritgerðarinnar og boðskapur er að sú aðferð sem við höfum valið til að ná hinum félagslegu markmiðum í heilbrigðismálum, þ.e. heilbrigðistryggingakerfið í þeirri mynd sem það hefur verið rekið á Íslandi, feli í sér mjög verulega „efnahagslega sóun“. Þetta er skilmerkilega útskýrt og rökstutt í greininni og að því er ég hygg hafið yfir vafa. Hugtakið „efnahagsleg sóun“ merkir í þessu samhengi nákvæmlega það sama og í daglegu máli. Það merkir að við séum að sólunda verðmætum. Það merkir að við getum náð öllum þeim heilsufarslegu og félagslegu markmiðum sem núverandi heilbrigðiskerfi nær, og sem bæði Katrínu og mér er annt um, með minni tilkostnaði eða náð meiri heilsufarslegum og félagslegum árangri með sama tilkostnaði. Ef unnt er að minnka efnahagslega sóun er einfaldlega meira af raunverulegum verðmætum til skiptanna og unnt að bæta hag allra, þar á meðal þeirra sem minnst hafa.Kreddukindurnar Samfélag sem heldur úti kerfum sem fela í sér efnahagslega sóun er augljóslega verr í stakk búið en ella til að styðja við og bæta hag þeirra sem minna mega sín. Því er það að þeir sem raunverulega vilja bæta hag lítilmagnans, hver sem hann er og hvar sem hann finnst, hljóta ætíð að kappkosta að forðast efnahagslega sóun og leggja áherslu á skilvirkni í öllum kerfum og öllum rekstri. Með þeim hætti einum er unnt að vernda og bæta hag þeirra sem minna mega sín til frambúðar. Íhaldsseggirnir og kreddukindurnar sem gera tiltekin kerfi að einhverju sáluhjálparatriði og vilja ekki einu sinni íhuga hvort eitthvað megi nú ekki færa þar til betri vegar stuðla að efnahagslegri sóun og rýra getu samfélagsins til samhjálpar. Þetta eru því hinir raunverulegu óvinir velferðarkerfisins. Vonandi er það misskilningur minn, en mér sýnist af grein Katrínar Jakobsdóttir að hún vilji skipa sér í þann flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, birti grein undir heitinu „Hugmyndir sem ekki standast“ í Fréttablaðinu þann 19. mars sl. Í fyrri hluti greinarinnar leitast hún við að gagnrýna fræðilega ritgerð eftir mig sem birtist í Hjálmari, blaði hagfræðinema við Háskóla Íslands, og fjallaði um alvarlegan vankant á opinberum heilbrigðistryggingum. Þessi hluti greinar Katrínar er í samræmi við hefðbundin skoðanaskipti siðaðra manna og í eðli sínu uppbyggilegur. Í síðari hluta greinarinnar tekur Katrín hins vegar hamskiptum. Hún talar um að ég sé að boða einhverja stefnu (sem á sér nákvæmlega enga stoð í ritgerðinni) og freistar þess að tengja þessa ímynduðu stefnu sína við fjármálaráðherra, og ríkisstjórnina (sem á sér hvorki stoð í ritgerðinni né raunveruleikanum). Ég læt lesandanum það eftir að fella dóm yfir svona málflutningi. Hitt vil ég taka skýrt fram að umrædd ritgerð er einfaldlega hagfræðileg greining sem stendur og fellur á eigin verðleikum og hefur ekkert með pólitíska stefnumörkun eða stjórnmálaflokka gera. Mér finnst hins vegar óneitanlega dapurlegt að Katrín Jakobsdóttir skuli telja það sér og flokki sínum Vinstri grænum til framdráttar að halda þessum rangfærslum fram og veifa þar með röngu tré í tali sínu til þjóðarinnar.Hrein ósannindi Katrín skilur ekki eða þykist ekki skilja kjarnann í ritgerð minni. Sá kjarni er alls ekki að hér eigi ekki að reka félagslegt heilbrigðiskerfi eða að efnaminna fólk eigi að bera sinn heilbrigðiskostnað eitt og óstutt. Það er ekki einu sinni ymprað á slíku í greininni. Allar fullyrðingar um annað eru hrein ósannindi og lýsa fyrst og fremst hugarheimi þeirra sem telja sér sæma að bera slíkt á borð. Kjarni ritgerðarinnar og boðskapur er að sú aðferð sem við höfum valið til að ná hinum félagslegu markmiðum í heilbrigðismálum, þ.e. heilbrigðistryggingakerfið í þeirri mynd sem það hefur verið rekið á Íslandi, feli í sér mjög verulega „efnahagslega sóun“. Þetta er skilmerkilega útskýrt og rökstutt í greininni og að því er ég hygg hafið yfir vafa. Hugtakið „efnahagsleg sóun“ merkir í þessu samhengi nákvæmlega það sama og í daglegu máli. Það merkir að við séum að sólunda verðmætum. Það merkir að við getum náð öllum þeim heilsufarslegu og félagslegu markmiðum sem núverandi heilbrigðiskerfi nær, og sem bæði Katrínu og mér er annt um, með minni tilkostnaði eða náð meiri heilsufarslegum og félagslegum árangri með sama tilkostnaði. Ef unnt er að minnka efnahagslega sóun er einfaldlega meira af raunverulegum verðmætum til skiptanna og unnt að bæta hag allra, þar á meðal þeirra sem minnst hafa.Kreddukindurnar Samfélag sem heldur úti kerfum sem fela í sér efnahagslega sóun er augljóslega verr í stakk búið en ella til að styðja við og bæta hag þeirra sem minna mega sín. Því er það að þeir sem raunverulega vilja bæta hag lítilmagnans, hver sem hann er og hvar sem hann finnst, hljóta ætíð að kappkosta að forðast efnahagslega sóun og leggja áherslu á skilvirkni í öllum kerfum og öllum rekstri. Með þeim hætti einum er unnt að vernda og bæta hag þeirra sem minna mega sín til frambúðar. Íhaldsseggirnir og kreddukindurnar sem gera tiltekin kerfi að einhverju sáluhjálparatriði og vilja ekki einu sinni íhuga hvort eitthvað megi nú ekki færa þar til betri vegar stuðla að efnahagslegri sóun og rýra getu samfélagsins til samhjálpar. Þetta eru því hinir raunverulegu óvinir velferðarkerfisins. Vonandi er það misskilningur minn, en mér sýnist af grein Katrínar Jakobsdóttir að hún vilji skipa sér í þann flokk.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar