Mannréttindi utangarðsfólks – Housing First Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar 3. apríl 2014 07:00 Mikil umræða hefur verið um málefni utangarðsfólks á síðustu misserum. Fjölgun hefur verið í hópnum og í hverjum mánuði bætast nýir einstaklingar við. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við það að það munu alltaf vera einstaklingar sem missa tökin á lífi sínu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og okkur ber að þjónusta þessa einstaklinga á þeim stað sem þeir eru. Það er erfitt að þjónusta utangarðsfólk ef forsjárhyggja er ríkjandi og skilyrðis eins og edrúmennsku sé krafist fyrir tiltekna þjónustu eins og búsetu. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannréttindahugsun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur til að þjóðir vinni eftir í mótun þjónustustefnu við áfengis- og vímuefnaneytendur. Öll ríki í Evrópu, nema Ísland og Tyrkland, hafa skaðaminnkandi hugmyndafræði í opinberri stefnumótun í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendum. Í skaðaminnkandi nálgun er einstaklingum mætt með virðingu og skilningi og ekki er gerð krafa um bindindi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í þjónustu við hópinn og forsenda þess að ná traustu sambandi við einstaklinga og vekja von. Dregið er úr skaða sem áfengis- og vímuefnaneysla veldur einstaklingum, lífsgæði þeirra aukast og samfélagslegur og fjárhagslegur skaði er lágmarkaður. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er því þjóðhagslega hagkvæm.Einstaklingsmiðuð úrræði Almennur húsnæðisvandi í samfélaginu kemur ekki síst illa niður á hópi utangarðsfólks sem á litla möguleika á að leigja sér íbúð eða herbergi á almennum markaði. Mikil eftirspurn er eftir hverri eign, leiguverðið er hátt og iðulega er krafist fyrirframgreiðslu eða tryggingar. Í Reykjavík (eina sveitarfélagið sem hefur stefnu í málaflokknum) hefur margt breyst til betri vegar í málaflokki utangarðsfólks og þjónusta aukist til muna. Engu að síður er hópurinn fjölmennur og neyðarathvörf nánast fullnýtt. Herbergjasambýli með ólíkum einstaklingum og ólíkum þörfum henta ekki öllum. Nauðsynlegt er að mæta fólki á einstaklingsmiðaðri hátt með búsetuúrræðum sem henta hverjum og einum. Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratuginn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í einhverri mynd, það eru mannréttindi. Hugmyndafræðin hefur verið kölluð „Housing First“ en hún er í anda skaðaminnkandi nálgunar. „Housing First“ gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvega félagslega illa stöddum einstaklingum, með áfengis- og vímuefnavanda, húsnæði og styðja þá í búsetu með þjónustu frá þverfaglegum sérfræðingateymum. Þannig fær íbúinn stuðning og hvatningu og búsetan verður farsælli fyrir einstakling og nærumhverfi. Ekki er krafist bindindis og íbúi borgar sanngjarna húsaleigu. Þessi húsnæðisstefna hefur reynst vel þar sem hún er við lýði og eru t.a.m. afar fáir einstaklingar húsnæðislausir í Ósló. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og ég sem kjósandi og félagsráðgjafi starfandi í málaflokknum fer fram á það að stjórnmálaflokkarnir láti sig málefnið varða og móti sér raunsæja stefnu í sístækkandi málaflokki utangarðsfólks. Á Íslandi er sár þörf á fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk og nýrri nálgun í anda „Housing First“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um málefni utangarðsfólks á síðustu misserum. Fjölgun hefur verið í hópnum og í hverjum mánuði bætast nýir einstaklingar við. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við það að það munu alltaf vera einstaklingar sem missa tökin á lífi sínu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og okkur ber að þjónusta þessa einstaklinga á þeim stað sem þeir eru. Það er erfitt að þjónusta utangarðsfólk ef forsjárhyggja er ríkjandi og skilyrðis eins og edrúmennsku sé krafist fyrir tiltekna þjónustu eins og búsetu. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannréttindahugsun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur til að þjóðir vinni eftir í mótun þjónustustefnu við áfengis- og vímuefnaneytendur. Öll ríki í Evrópu, nema Ísland og Tyrkland, hafa skaðaminnkandi hugmyndafræði í opinberri stefnumótun í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendum. Í skaðaminnkandi nálgun er einstaklingum mætt með virðingu og skilningi og ekki er gerð krafa um bindindi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í þjónustu við hópinn og forsenda þess að ná traustu sambandi við einstaklinga og vekja von. Dregið er úr skaða sem áfengis- og vímuefnaneysla veldur einstaklingum, lífsgæði þeirra aukast og samfélagslegur og fjárhagslegur skaði er lágmarkaður. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er því þjóðhagslega hagkvæm.Einstaklingsmiðuð úrræði Almennur húsnæðisvandi í samfélaginu kemur ekki síst illa niður á hópi utangarðsfólks sem á litla möguleika á að leigja sér íbúð eða herbergi á almennum markaði. Mikil eftirspurn er eftir hverri eign, leiguverðið er hátt og iðulega er krafist fyrirframgreiðslu eða tryggingar. Í Reykjavík (eina sveitarfélagið sem hefur stefnu í málaflokknum) hefur margt breyst til betri vegar í málaflokki utangarðsfólks og þjónusta aukist til muna. Engu að síður er hópurinn fjölmennur og neyðarathvörf nánast fullnýtt. Herbergjasambýli með ólíkum einstaklingum og ólíkum þörfum henta ekki öllum. Nauðsynlegt er að mæta fólki á einstaklingsmiðaðri hátt með búsetuúrræðum sem henta hverjum og einum. Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratuginn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í einhverri mynd, það eru mannréttindi. Hugmyndafræðin hefur verið kölluð „Housing First“ en hún er í anda skaðaminnkandi nálgunar. „Housing First“ gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvega félagslega illa stöddum einstaklingum, með áfengis- og vímuefnavanda, húsnæði og styðja þá í búsetu með þjónustu frá þverfaglegum sérfræðingateymum. Þannig fær íbúinn stuðning og hvatningu og búsetan verður farsælli fyrir einstakling og nærumhverfi. Ekki er krafist bindindis og íbúi borgar sanngjarna húsaleigu. Þessi húsnæðisstefna hefur reynst vel þar sem hún er við lýði og eru t.a.m. afar fáir einstaklingar húsnæðislausir í Ósló. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og ég sem kjósandi og félagsráðgjafi starfandi í málaflokknum fer fram á það að stjórnmálaflokkarnir láti sig málefnið varða og móti sér raunsæja stefnu í sístækkandi málaflokki utangarðsfólks. Á Íslandi er sár þörf á fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk og nýrri nálgun í anda „Housing First“.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar