Mannréttindi utangarðsfólks – Housing First Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar 3. apríl 2014 07:00 Mikil umræða hefur verið um málefni utangarðsfólks á síðustu misserum. Fjölgun hefur verið í hópnum og í hverjum mánuði bætast nýir einstaklingar við. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við það að það munu alltaf vera einstaklingar sem missa tökin á lífi sínu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og okkur ber að þjónusta þessa einstaklinga á þeim stað sem þeir eru. Það er erfitt að þjónusta utangarðsfólk ef forsjárhyggja er ríkjandi og skilyrðis eins og edrúmennsku sé krafist fyrir tiltekna þjónustu eins og búsetu. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannréttindahugsun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur til að þjóðir vinni eftir í mótun þjónustustefnu við áfengis- og vímuefnaneytendur. Öll ríki í Evrópu, nema Ísland og Tyrkland, hafa skaðaminnkandi hugmyndafræði í opinberri stefnumótun í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendum. Í skaðaminnkandi nálgun er einstaklingum mætt með virðingu og skilningi og ekki er gerð krafa um bindindi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í þjónustu við hópinn og forsenda þess að ná traustu sambandi við einstaklinga og vekja von. Dregið er úr skaða sem áfengis- og vímuefnaneysla veldur einstaklingum, lífsgæði þeirra aukast og samfélagslegur og fjárhagslegur skaði er lágmarkaður. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er því þjóðhagslega hagkvæm.Einstaklingsmiðuð úrræði Almennur húsnæðisvandi í samfélaginu kemur ekki síst illa niður á hópi utangarðsfólks sem á litla möguleika á að leigja sér íbúð eða herbergi á almennum markaði. Mikil eftirspurn er eftir hverri eign, leiguverðið er hátt og iðulega er krafist fyrirframgreiðslu eða tryggingar. Í Reykjavík (eina sveitarfélagið sem hefur stefnu í málaflokknum) hefur margt breyst til betri vegar í málaflokki utangarðsfólks og þjónusta aukist til muna. Engu að síður er hópurinn fjölmennur og neyðarathvörf nánast fullnýtt. Herbergjasambýli með ólíkum einstaklingum og ólíkum þörfum henta ekki öllum. Nauðsynlegt er að mæta fólki á einstaklingsmiðaðri hátt með búsetuúrræðum sem henta hverjum og einum. Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratuginn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í einhverri mynd, það eru mannréttindi. Hugmyndafræðin hefur verið kölluð „Housing First“ en hún er í anda skaðaminnkandi nálgunar. „Housing First“ gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvega félagslega illa stöddum einstaklingum, með áfengis- og vímuefnavanda, húsnæði og styðja þá í búsetu með þjónustu frá þverfaglegum sérfræðingateymum. Þannig fær íbúinn stuðning og hvatningu og búsetan verður farsælli fyrir einstakling og nærumhverfi. Ekki er krafist bindindis og íbúi borgar sanngjarna húsaleigu. Þessi húsnæðisstefna hefur reynst vel þar sem hún er við lýði og eru t.a.m. afar fáir einstaklingar húsnæðislausir í Ósló. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og ég sem kjósandi og félagsráðgjafi starfandi í málaflokknum fer fram á það að stjórnmálaflokkarnir láti sig málefnið varða og móti sér raunsæja stefnu í sístækkandi málaflokki utangarðsfólks. Á Íslandi er sár þörf á fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk og nýrri nálgun í anda „Housing First“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um málefni utangarðsfólks á síðustu misserum. Fjölgun hefur verið í hópnum og í hverjum mánuði bætast nýir einstaklingar við. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við það að það munu alltaf vera einstaklingar sem missa tökin á lífi sínu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og okkur ber að þjónusta þessa einstaklinga á þeim stað sem þeir eru. Það er erfitt að þjónusta utangarðsfólk ef forsjárhyggja er ríkjandi og skilyrðis eins og edrúmennsku sé krafist fyrir tiltekna þjónustu eins og búsetu. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannréttindahugsun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur til að þjóðir vinni eftir í mótun þjónustustefnu við áfengis- og vímuefnaneytendur. Öll ríki í Evrópu, nema Ísland og Tyrkland, hafa skaðaminnkandi hugmyndafræði í opinberri stefnumótun í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendum. Í skaðaminnkandi nálgun er einstaklingum mætt með virðingu og skilningi og ekki er gerð krafa um bindindi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í þjónustu við hópinn og forsenda þess að ná traustu sambandi við einstaklinga og vekja von. Dregið er úr skaða sem áfengis- og vímuefnaneysla veldur einstaklingum, lífsgæði þeirra aukast og samfélagslegur og fjárhagslegur skaði er lágmarkaður. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er því þjóðhagslega hagkvæm.Einstaklingsmiðuð úrræði Almennur húsnæðisvandi í samfélaginu kemur ekki síst illa niður á hópi utangarðsfólks sem á litla möguleika á að leigja sér íbúð eða herbergi á almennum markaði. Mikil eftirspurn er eftir hverri eign, leiguverðið er hátt og iðulega er krafist fyrirframgreiðslu eða tryggingar. Í Reykjavík (eina sveitarfélagið sem hefur stefnu í málaflokknum) hefur margt breyst til betri vegar í málaflokki utangarðsfólks og þjónusta aukist til muna. Engu að síður er hópurinn fjölmennur og neyðarathvörf nánast fullnýtt. Herbergjasambýli með ólíkum einstaklingum og ólíkum þörfum henta ekki öllum. Nauðsynlegt er að mæta fólki á einstaklingsmiðaðri hátt með búsetuúrræðum sem henta hverjum og einum. Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratuginn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í einhverri mynd, það eru mannréttindi. Hugmyndafræðin hefur verið kölluð „Housing First“ en hún er í anda skaðaminnkandi nálgunar. „Housing First“ gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvega félagslega illa stöddum einstaklingum, með áfengis- og vímuefnavanda, húsnæði og styðja þá í búsetu með þjónustu frá þverfaglegum sérfræðingateymum. Þannig fær íbúinn stuðning og hvatningu og búsetan verður farsælli fyrir einstakling og nærumhverfi. Ekki er krafist bindindis og íbúi borgar sanngjarna húsaleigu. Þessi húsnæðisstefna hefur reynst vel þar sem hún er við lýði og eru t.a.m. afar fáir einstaklingar húsnæðislausir í Ósló. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og ég sem kjósandi og félagsráðgjafi starfandi í málaflokknum fer fram á það að stjórnmálaflokkarnir láti sig málefnið varða og móti sér raunsæja stefnu í sístækkandi málaflokki utangarðsfólks. Á Íslandi er sár þörf á fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk og nýrri nálgun í anda „Housing First“.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun