Raforkukerfi í vanda Gústaf Adolf Skúlason skrifar 3. apríl 2014 07:00 Nú berast fregnir af fjölda áhugasamra fjárfesta sem margir munu þurfa á talsverðri raforku að halda, náist samningar um orkukaup. Ýmsir álitlegir virkjanakostir eru til staðar, þótt margir þeirra hafi ratað niður lista rammaáætlunar eftir að faglegri vinnu fyrri verkefnisstjórnar lauk. Dæmi eru um að öflug iðnfyrirtæki og fiskimjölsverksmiðjur óski eftir aukinni raforku hið fyrsta. Alla jafna er næg orka til í kerfinu til að mæta slíkum óskum, en þá þarf einnig að vera hægt að flytja orkuna. Hvað stærri viðskiptavini varðar þá er til lítils að reisa nýjar virkjanir ef ekki er hægt að flytja orkuna til kaupandans.Hamlar þróun atvinnulífs Nú er svo komið að flutningskerfi raforku annar víða ekki þeirri eftirspurn sem til staðar er og hamlar það þannig þróun atvinnulífs og byggðar. Framleiðslugeta sumra virkjana er vannýtt, heilir landshlutar búa við takmarkanir í flutningsgetu og ekki er hægt að flytja orku þaðan sem hún er næg yfir til annarra landshluta vegna veikleika í flutningskerfinu. Ekki verður flutningsfyrirtækið, Landsnet, sakað um skort á framkvæmdavilja. Skipulags- og leyfisferlin eru hins vegar afar tafsöm og margir aðilar sem geta komið í veg fyrir eða tafið framkvæmdir. Þá hefur andstaða við háspennulínur farið vaxandi og víða eru gerðar kröfur um að flutningskerfið verði lagt í jörðu. Nú er reyndar svo komið að meginþorri dreifikerfis raforku, á lægri spennu, er þegar í jörðu hérlendis og nær öll endurnýjun sem fram fer á kerfinu er í formi jarðstrengja. Kostnaður við lagningu jarðstrengja á hárri spennu (220 kV) er hins vegar alla jafna margfalt hærri en við lagningu háspennulína. Raunar geta strengirnir haft mun meiri og óafturkræfari umhverfisáhrif en háspennulínur, svo sem ef grafa þarf margra metra breiða skurði gegnum hraun, en það er önnur umræða. Landsneti ber samkvæmt ákvæðum raforkulaga að byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt og fyrirtækið því ekki í stöðu til þess að taka ákvarðanir um margfalt kostnaðarsamari fjárfestingar en ella, án stefnumörkunar þess efnis af hálfu stjórnvalda. Staðan er því þannig að á meðan ekki er mörkuð skýr opinber stefna um jarðstrengi eða loftlínur og að óbreyttu skipulags- og leyfisferli mun flutningskerfi raforku áfram, og í vaxandi mæli, hamla þróun atvinnulífs og byggðar víða um land. Sem dæmi má nefna allan þorra Norður- og Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú berast fregnir af fjölda áhugasamra fjárfesta sem margir munu þurfa á talsverðri raforku að halda, náist samningar um orkukaup. Ýmsir álitlegir virkjanakostir eru til staðar, þótt margir þeirra hafi ratað niður lista rammaáætlunar eftir að faglegri vinnu fyrri verkefnisstjórnar lauk. Dæmi eru um að öflug iðnfyrirtæki og fiskimjölsverksmiðjur óski eftir aukinni raforku hið fyrsta. Alla jafna er næg orka til í kerfinu til að mæta slíkum óskum, en þá þarf einnig að vera hægt að flytja orkuna. Hvað stærri viðskiptavini varðar þá er til lítils að reisa nýjar virkjanir ef ekki er hægt að flytja orkuna til kaupandans.Hamlar þróun atvinnulífs Nú er svo komið að flutningskerfi raforku annar víða ekki þeirri eftirspurn sem til staðar er og hamlar það þannig þróun atvinnulífs og byggðar. Framleiðslugeta sumra virkjana er vannýtt, heilir landshlutar búa við takmarkanir í flutningsgetu og ekki er hægt að flytja orku þaðan sem hún er næg yfir til annarra landshluta vegna veikleika í flutningskerfinu. Ekki verður flutningsfyrirtækið, Landsnet, sakað um skort á framkvæmdavilja. Skipulags- og leyfisferlin eru hins vegar afar tafsöm og margir aðilar sem geta komið í veg fyrir eða tafið framkvæmdir. Þá hefur andstaða við háspennulínur farið vaxandi og víða eru gerðar kröfur um að flutningskerfið verði lagt í jörðu. Nú er reyndar svo komið að meginþorri dreifikerfis raforku, á lægri spennu, er þegar í jörðu hérlendis og nær öll endurnýjun sem fram fer á kerfinu er í formi jarðstrengja. Kostnaður við lagningu jarðstrengja á hárri spennu (220 kV) er hins vegar alla jafna margfalt hærri en við lagningu háspennulína. Raunar geta strengirnir haft mun meiri og óafturkræfari umhverfisáhrif en háspennulínur, svo sem ef grafa þarf margra metra breiða skurði gegnum hraun, en það er önnur umræða. Landsneti ber samkvæmt ákvæðum raforkulaga að byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt og fyrirtækið því ekki í stöðu til þess að taka ákvarðanir um margfalt kostnaðarsamari fjárfestingar en ella, án stefnumörkunar þess efnis af hálfu stjórnvalda. Staðan er því þannig að á meðan ekki er mörkuð skýr opinber stefna um jarðstrengi eða loftlínur og að óbreyttu skipulags- og leyfisferli mun flutningskerfi raforku áfram, og í vaxandi mæli, hamla þróun atvinnulífs og byggðar víða um land. Sem dæmi má nefna allan þorra Norður- og Austurlands.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar