Fjárhættuspilin upp á yfirborðið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. apríl 2014 07:00 Willum Þór Þórsson þingmaður hefur ásamt fleiri alþingismönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð lagt fram frumvarp um að heimila starfsemi spilavíta (eða spilahalla eins og þau eru kölluð í frumvarpinu). Í frumvarpinu er gengið út frá að spilavítin þyrftu sérstakt leyfi frá ráðherra. Ströng skilyrði yrðu sett fyrir veitingu leyfanna, meðal annars um gegnsæi eignarhalds, og opinbert eftirlit haft með starfseminni. Meðal skilyrða sem frumvarpshöfundar vilja setja er að spilavítin hleypi ekki inn fólki yngra en 21 árs, að skrá skuli upplýsingar um viðskiptavinina, að þeim sem taldir eru glíma við spilafíkn séu kynnt úrræði og meðferð við henni og að viðskiptavinirnir geti sjálfir beðið um að þeim sé meinaður aðgangur að spilahöllinni. Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn í fyrsta lagi að starfræksla spilavíta myndi efla ferðaþjónustu, í öðru lagi að hún myndi afla aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og í þriðja lagi væri hægt að „koma starfsemi sem þegar þrífst á Íslandi í undirheimum og á netinu undir eftirlit, veita viðskiptavinum réttarvernd og senda skýr skilaboð um hverjir það eru sem eiga erindi til að stunda fjárhættuspil.“ Það er ekki sízt síðasti punkturinn sem er mikilvægur. Andstaða við lögleiðingu spilavíta hefur verið mikil og fylgjendur áframhaldandi banns hafa bent á það böl sem spilafíkn er, en talið er að einhverjar þúsundir Íslendinga kunni að vera haldnar henni. Í greinargerð með frumvarpinu er hins vegar bent á hræsnina, tvískinnunginn og feluleikina varðandi fjárhættuspil á Íslandi, sem blasa við hverjum sem vill sjá. Á Íslandi er happdrætti, lottó og getraunir leyft með sérlögum, sömuleiðis spila- og söfnunarkassar. Þá er aðgangur að erlendum veðmála- og spilasíðum á netinu auðveldur og nánast engin leið fyrir yfirvöld að takmarka hann. Loks eru starfræktir ólöglegir spilasalir, en sú starfsemi „stendur utan alls eftirlits í eins konar svartholi“ eins og segir í greinargerðinni. Spilafíklarnir hafa því nóg við að vera. Gera má ráð fyrir að meirihluti þeirra sem myndu heimsækja lögleg spilavíti séu ekki neinir spilafíklar. Margir geta spilað fjárhættuspil án þess að ánetjast þeim. Það er engin ástæða til að banna einhverja starfsemi af því að minnihluti á í vanda. Stefnan varðandi fjárhættuspilin hefur byggzt á svipuðum misskilningi og áfengispólitíkin í landinu; reynt er að takmarka alla notkun í stað þess að einbeita sér að því að fást við misnotkunina. Spilavítabannið er sambærilegt við annan þátt áfengispólitíkurinnar; bannið við áfengisauglýsingum. Í lögunum er gert ráð fyrir að þær séu ekki til, þótt þær séu í raun út um allt, og þess vegna eru þeim ekki sett nein skilyrði og þær ekki undir neinu eftirliti. Það er full ástæða til að lögleiða spilavítin og koma þannig því sem í dag er neðanjarðarstarfsemi upp á yfirborðið. Um leið á að nota tækifærið til að ná til spilafíklanna og nota hluta af tekjunum sem munu koma inn af starfseminni til að fjármagna meðferð þeirra. Það er miklu skynsamlegri stefna en að loka augunum fyrir tilvist fjárhættuspila á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Willum Þór Þórsson þingmaður hefur ásamt fleiri alþingismönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð lagt fram frumvarp um að heimila starfsemi spilavíta (eða spilahalla eins og þau eru kölluð í frumvarpinu). Í frumvarpinu er gengið út frá að spilavítin þyrftu sérstakt leyfi frá ráðherra. Ströng skilyrði yrðu sett fyrir veitingu leyfanna, meðal annars um gegnsæi eignarhalds, og opinbert eftirlit haft með starfseminni. Meðal skilyrða sem frumvarpshöfundar vilja setja er að spilavítin hleypi ekki inn fólki yngra en 21 árs, að skrá skuli upplýsingar um viðskiptavinina, að þeim sem taldir eru glíma við spilafíkn séu kynnt úrræði og meðferð við henni og að viðskiptavinirnir geti sjálfir beðið um að þeim sé meinaður aðgangur að spilahöllinni. Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn í fyrsta lagi að starfræksla spilavíta myndi efla ferðaþjónustu, í öðru lagi að hún myndi afla aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og í þriðja lagi væri hægt að „koma starfsemi sem þegar þrífst á Íslandi í undirheimum og á netinu undir eftirlit, veita viðskiptavinum réttarvernd og senda skýr skilaboð um hverjir það eru sem eiga erindi til að stunda fjárhættuspil.“ Það er ekki sízt síðasti punkturinn sem er mikilvægur. Andstaða við lögleiðingu spilavíta hefur verið mikil og fylgjendur áframhaldandi banns hafa bent á það böl sem spilafíkn er, en talið er að einhverjar þúsundir Íslendinga kunni að vera haldnar henni. Í greinargerð með frumvarpinu er hins vegar bent á hræsnina, tvískinnunginn og feluleikina varðandi fjárhættuspil á Íslandi, sem blasa við hverjum sem vill sjá. Á Íslandi er happdrætti, lottó og getraunir leyft með sérlögum, sömuleiðis spila- og söfnunarkassar. Þá er aðgangur að erlendum veðmála- og spilasíðum á netinu auðveldur og nánast engin leið fyrir yfirvöld að takmarka hann. Loks eru starfræktir ólöglegir spilasalir, en sú starfsemi „stendur utan alls eftirlits í eins konar svartholi“ eins og segir í greinargerðinni. Spilafíklarnir hafa því nóg við að vera. Gera má ráð fyrir að meirihluti þeirra sem myndu heimsækja lögleg spilavíti séu ekki neinir spilafíklar. Margir geta spilað fjárhættuspil án þess að ánetjast þeim. Það er engin ástæða til að banna einhverja starfsemi af því að minnihluti á í vanda. Stefnan varðandi fjárhættuspilin hefur byggzt á svipuðum misskilningi og áfengispólitíkin í landinu; reynt er að takmarka alla notkun í stað þess að einbeita sér að því að fást við misnotkunina. Spilavítabannið er sambærilegt við annan þátt áfengispólitíkurinnar; bannið við áfengisauglýsingum. Í lögunum er gert ráð fyrir að þær séu ekki til, þótt þær séu í raun út um allt, og þess vegna eru þeim ekki sett nein skilyrði og þær ekki undir neinu eftirliti. Það er full ástæða til að lögleiða spilavítin og koma þannig því sem í dag er neðanjarðarstarfsemi upp á yfirborðið. Um leið á að nota tækifærið til að ná til spilafíklanna og nota hluta af tekjunum sem munu koma inn af starfseminni til að fjármagna meðferð þeirra. Það er miklu skynsamlegri stefna en að loka augunum fyrir tilvist fjárhættuspila á Íslandi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar