Fjárhættuspilin upp á yfirborðið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. apríl 2014 07:00 Willum Þór Þórsson þingmaður hefur ásamt fleiri alþingismönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð lagt fram frumvarp um að heimila starfsemi spilavíta (eða spilahalla eins og þau eru kölluð í frumvarpinu). Í frumvarpinu er gengið út frá að spilavítin þyrftu sérstakt leyfi frá ráðherra. Ströng skilyrði yrðu sett fyrir veitingu leyfanna, meðal annars um gegnsæi eignarhalds, og opinbert eftirlit haft með starfseminni. Meðal skilyrða sem frumvarpshöfundar vilja setja er að spilavítin hleypi ekki inn fólki yngra en 21 árs, að skrá skuli upplýsingar um viðskiptavinina, að þeim sem taldir eru glíma við spilafíkn séu kynnt úrræði og meðferð við henni og að viðskiptavinirnir geti sjálfir beðið um að þeim sé meinaður aðgangur að spilahöllinni. Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn í fyrsta lagi að starfræksla spilavíta myndi efla ferðaþjónustu, í öðru lagi að hún myndi afla aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og í þriðja lagi væri hægt að „koma starfsemi sem þegar þrífst á Íslandi í undirheimum og á netinu undir eftirlit, veita viðskiptavinum réttarvernd og senda skýr skilaboð um hverjir það eru sem eiga erindi til að stunda fjárhættuspil.“ Það er ekki sízt síðasti punkturinn sem er mikilvægur. Andstaða við lögleiðingu spilavíta hefur verið mikil og fylgjendur áframhaldandi banns hafa bent á það böl sem spilafíkn er, en talið er að einhverjar þúsundir Íslendinga kunni að vera haldnar henni. Í greinargerð með frumvarpinu er hins vegar bent á hræsnina, tvískinnunginn og feluleikina varðandi fjárhættuspil á Íslandi, sem blasa við hverjum sem vill sjá. Á Íslandi er happdrætti, lottó og getraunir leyft með sérlögum, sömuleiðis spila- og söfnunarkassar. Þá er aðgangur að erlendum veðmála- og spilasíðum á netinu auðveldur og nánast engin leið fyrir yfirvöld að takmarka hann. Loks eru starfræktir ólöglegir spilasalir, en sú starfsemi „stendur utan alls eftirlits í eins konar svartholi“ eins og segir í greinargerðinni. Spilafíklarnir hafa því nóg við að vera. Gera má ráð fyrir að meirihluti þeirra sem myndu heimsækja lögleg spilavíti séu ekki neinir spilafíklar. Margir geta spilað fjárhættuspil án þess að ánetjast þeim. Það er engin ástæða til að banna einhverja starfsemi af því að minnihluti á í vanda. Stefnan varðandi fjárhættuspilin hefur byggzt á svipuðum misskilningi og áfengispólitíkin í landinu; reynt er að takmarka alla notkun í stað þess að einbeita sér að því að fást við misnotkunina. Spilavítabannið er sambærilegt við annan þátt áfengispólitíkurinnar; bannið við áfengisauglýsingum. Í lögunum er gert ráð fyrir að þær séu ekki til, þótt þær séu í raun út um allt, og þess vegna eru þeim ekki sett nein skilyrði og þær ekki undir neinu eftirliti. Það er full ástæða til að lögleiða spilavítin og koma þannig því sem í dag er neðanjarðarstarfsemi upp á yfirborðið. Um leið á að nota tækifærið til að ná til spilafíklanna og nota hluta af tekjunum sem munu koma inn af starfseminni til að fjármagna meðferð þeirra. Það er miklu skynsamlegri stefna en að loka augunum fyrir tilvist fjárhættuspila á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Willum Þór Þórsson þingmaður hefur ásamt fleiri alþingismönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð lagt fram frumvarp um að heimila starfsemi spilavíta (eða spilahalla eins og þau eru kölluð í frumvarpinu). Í frumvarpinu er gengið út frá að spilavítin þyrftu sérstakt leyfi frá ráðherra. Ströng skilyrði yrðu sett fyrir veitingu leyfanna, meðal annars um gegnsæi eignarhalds, og opinbert eftirlit haft með starfseminni. Meðal skilyrða sem frumvarpshöfundar vilja setja er að spilavítin hleypi ekki inn fólki yngra en 21 árs, að skrá skuli upplýsingar um viðskiptavinina, að þeim sem taldir eru glíma við spilafíkn séu kynnt úrræði og meðferð við henni og að viðskiptavinirnir geti sjálfir beðið um að þeim sé meinaður aðgangur að spilahöllinni. Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn í fyrsta lagi að starfræksla spilavíta myndi efla ferðaþjónustu, í öðru lagi að hún myndi afla aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og í þriðja lagi væri hægt að „koma starfsemi sem þegar þrífst á Íslandi í undirheimum og á netinu undir eftirlit, veita viðskiptavinum réttarvernd og senda skýr skilaboð um hverjir það eru sem eiga erindi til að stunda fjárhættuspil.“ Það er ekki sízt síðasti punkturinn sem er mikilvægur. Andstaða við lögleiðingu spilavíta hefur verið mikil og fylgjendur áframhaldandi banns hafa bent á það böl sem spilafíkn er, en talið er að einhverjar þúsundir Íslendinga kunni að vera haldnar henni. Í greinargerð með frumvarpinu er hins vegar bent á hræsnina, tvískinnunginn og feluleikina varðandi fjárhættuspil á Íslandi, sem blasa við hverjum sem vill sjá. Á Íslandi er happdrætti, lottó og getraunir leyft með sérlögum, sömuleiðis spila- og söfnunarkassar. Þá er aðgangur að erlendum veðmála- og spilasíðum á netinu auðveldur og nánast engin leið fyrir yfirvöld að takmarka hann. Loks eru starfræktir ólöglegir spilasalir, en sú starfsemi „stendur utan alls eftirlits í eins konar svartholi“ eins og segir í greinargerðinni. Spilafíklarnir hafa því nóg við að vera. Gera má ráð fyrir að meirihluti þeirra sem myndu heimsækja lögleg spilavíti séu ekki neinir spilafíklar. Margir geta spilað fjárhættuspil án þess að ánetjast þeim. Það er engin ástæða til að banna einhverja starfsemi af því að minnihluti á í vanda. Stefnan varðandi fjárhættuspilin hefur byggzt á svipuðum misskilningi og áfengispólitíkin í landinu; reynt er að takmarka alla notkun í stað þess að einbeita sér að því að fást við misnotkunina. Spilavítabannið er sambærilegt við annan þátt áfengispólitíkurinnar; bannið við áfengisauglýsingum. Í lögunum er gert ráð fyrir að þær séu ekki til, þótt þær séu í raun út um allt, og þess vegna eru þeim ekki sett nein skilyrði og þær ekki undir neinu eftirliti. Það er full ástæða til að lögleiða spilavítin og koma þannig því sem í dag er neðanjarðarstarfsemi upp á yfirborðið. Um leið á að nota tækifærið til að ná til spilafíklanna og nota hluta af tekjunum sem munu koma inn af starfseminni til að fjármagna meðferð þeirra. Það er miklu skynsamlegri stefna en að loka augunum fyrir tilvist fjárhættuspila á Íslandi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar