Nýir tímar í húsnæðismálum Ármann Kr. Ólafsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Í bæjarstjóratíð minni hef ég vakið athygli á því að ýmislegt þyrfti að gera til þess að bregðast við því ástandi sem nú er á húsnæðismarkaðnum. Ég hef lagt áherslu á að við ættum að horfa á lausnir sem gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði og lagst gegn því að lausnin felist í því að sveitarfélagið komi að rekstri leigufélaga. Margt þarf að koma til og nú hefur það loksins gerst undanfarna daga að breytingar til hins betra fyrir íbúðakaupendur hafa litið dagsins ljós. Fyrsta frétt þessa efnis barst í síðustu viku þegar fram kom að búið væri að breyta byggingarreglugerðinni sem stuðlar að mun meiri sveigjanleika við gerð íbúðarhúsnæðis. Breytingin gefur hönnuðum aukið frelsi til þess að hanna og byggja með hagkvæmum hætti. Þetta er fagnaðarefni og nú er það hlutverk okkar sveitarstjórnarmanna að tryggja það að skipulagið taki mið af þessum breytingum svo góðar hugmyndir fái notið sín í þeim tilgangi að byggja húsnæði sem unga fólkið hefur efni á. Þá kynnti fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, nýjan möguleika fyrir þá sem stefna á að kaupa sína fyrstu íbúð. Með séreignarsparnaði gefst þeim hópi möguleiki á að spara til íbúðarkaupa án þess að greiddur sé skattur af sparnaðinum. Þetta er mjög jákvætt og ýtir undir ráðdeild hjá ungu fólki og byggir það upp fjárhagslega fyrir framtíðina. Þá hillir undir það að opnað verði á nýja möguleika til fjármögnunar á íbúðarhúsnæði þegar nýir kostir til fjármögnunar verða teknir upp. Gangi þeir eftir geta opnast nýir möguleikar fyrir sveitarfélögin til að aðstoða ungt fólk og þá sem höllustum fæti standa við að komast í sitt eigið húsnæði. Jafnframt gæti þetta opnað á þann möguleika að þeir sem nú þegar eru í leiguhúsnæði hjá bænum geti keypt það og þannig átt sitt eigið húsnæði á efri árum. Að öllu samanlögðu þá verður auðveldara fyrir ungt fólk að eignast sitt eigið húsnæði, því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í bæjarstjóratíð minni hef ég vakið athygli á því að ýmislegt þyrfti að gera til þess að bregðast við því ástandi sem nú er á húsnæðismarkaðnum. Ég hef lagt áherslu á að við ættum að horfa á lausnir sem gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði og lagst gegn því að lausnin felist í því að sveitarfélagið komi að rekstri leigufélaga. Margt þarf að koma til og nú hefur það loksins gerst undanfarna daga að breytingar til hins betra fyrir íbúðakaupendur hafa litið dagsins ljós. Fyrsta frétt þessa efnis barst í síðustu viku þegar fram kom að búið væri að breyta byggingarreglugerðinni sem stuðlar að mun meiri sveigjanleika við gerð íbúðarhúsnæðis. Breytingin gefur hönnuðum aukið frelsi til þess að hanna og byggja með hagkvæmum hætti. Þetta er fagnaðarefni og nú er það hlutverk okkar sveitarstjórnarmanna að tryggja það að skipulagið taki mið af þessum breytingum svo góðar hugmyndir fái notið sín í þeim tilgangi að byggja húsnæði sem unga fólkið hefur efni á. Þá kynnti fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, nýjan möguleika fyrir þá sem stefna á að kaupa sína fyrstu íbúð. Með séreignarsparnaði gefst þeim hópi möguleiki á að spara til íbúðarkaupa án þess að greiddur sé skattur af sparnaðinum. Þetta er mjög jákvætt og ýtir undir ráðdeild hjá ungu fólki og byggir það upp fjárhagslega fyrir framtíðina. Þá hillir undir það að opnað verði á nýja möguleika til fjármögnunar á íbúðarhúsnæði þegar nýir kostir til fjármögnunar verða teknir upp. Gangi þeir eftir geta opnast nýir möguleikar fyrir sveitarfélögin til að aðstoða ungt fólk og þá sem höllustum fæti standa við að komast í sitt eigið húsnæði. Jafnframt gæti þetta opnað á þann möguleika að þeir sem nú þegar eru í leiguhúsnæði hjá bænum geti keypt það og þannig átt sitt eigið húsnæði á efri árum. Að öllu samanlögðu þá verður auðveldara fyrir ungt fólk að eignast sitt eigið húsnæði, því ber að fagna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar