Í lautarferð með Útlendingastofnun Úlfur Karlsson skrifar 26. mars 2014 07:00 Það er stundum súrrealískt að skoða veröldina í kringum okkur í gegnum gleraugu íslenskra fjölmiðla. Umræðuefnið er oftar en ekki það sama, hvernig sem fjarstýringunni er beitt, hvaða blað sem kemur inn um lúguna. Og þegar kemur að því sem er að gerast í þessum „útlöndunum“ sem umlykja íslenska naflann, eins og til dæmis ógnvekjandi ástandið á Krímskaga, þá erum við öll hjartanlega sammála. Við kinkum kolli hvert til annars með áhyggjusvip, áður en við fáum okkur næsta bita af fréttasalatinu. Þegar kemur að aðalréttinum, innlendu fréttunum, verðum við aftur á móti ósammála þó þar megi finna umfjöllunarefni sem varla er hægt að telja til frétta, samanber svikin loforð ríkisstjórnarinnar. Eru það virkilega fréttir að þeir sem voru kosnir yfir okkur síðast ætla að beita öllum ráðum til að forða okkur frá lýðræðislegum kosningum um leyfi til að kíkja í Evrópusambandspakkann? Og eru það virkilega fréttir að ríkisstjórnum hættir til að vera skítsama um hvað okkur finnst um þessi málefni sem voru svo heit rétt fyrir kosningar? Við sem höfum hvorki völd né peninga höfum bara atkvæðaseðilinn okkar sem við notum misgáfulega og möguleikann að mótmæla á Austurvelli, sem eru reyndar góðar fréttir. En ég nenni ekki að tala hér um Evrópusambandið, makrílveiðar, siglingar um norðurslóðir, eða hvað forsetagarmurinn missti út úr sér síðast á alþjóðlegum vettvangi. Mig langar að tala um fólk sem hefur ekki kosningarétt, enga kennitölu og mótmælir aldrei á Austurvelli. Mig langar að tala um útlendinga sem ekki eru túristar hér, þó sumir af þeim sem best ættu að þekkja til málaflokksins virðist halda það. Mig langar að tala um hælisleitendur og samband þeirra við Ísland og Íslendinga. Leiðinlegar fréttir um flóttafólk og stöðu þess hér á landi hafa slæðst um í fréttasalatinu eins og beiskar ólífur. Það er eins og við vitum ekki alveg hvernig bragðið eigi að vera og kunnum varla við að hafa skoðun á því. Þó er okkur farið að gruna að við ættum kannski að skammast okkar. Skammast okkar fyrir hvernig Íslendingar hafa staðið að þessum málaflokki, hvað fáir fá hér hæli, að aðbúnaður hælisleitenda hér er ömurlegur, hve lengi þeir þurfa að bíða úrlausnar á sínum málum og að persónulegum upplýsingum þeirra er lekið úr sjálfu ráðuneytinu sem fer með framtíð þeirra. Er það markmið Útlendingastofnunar að koma í veg fyrir að of margir útlendingar frá stríðshrjáðum löndum fái hér hæli? Hvergi á Norðurlöndum fá hlutfallslega jafn fáir hæli og á Íslandi. d sem fyrir okkur er bæði óljóst og „útlenskt“ og nýlega var borin fyrir okkur frétt um hælisleitanda frá Sýrlandi sem sendur var héðan til Svíþjóðar. Þegar grafist var fyrir um ástæðuna muldraði Útlendingastofnun eitthvað um hina óljósu Dyflinnarreglugerð sem hljómar eins og pingpongleikur þar sem enginn þarf að taka af skarið. Hér er trúfrelsi og hér vildi fólk byggja mosku. Ég hélt í einfeldni minni að umburðarlyndi okkar væri slíkt að þetta þætti ekki tiltökumál. Það reyndist því miður rangt því næsta dag voru öfgaskoðunarhópar farnir að mótmæla byggingu moskunnar á ógeðfelldan máta. Það sem kom mér mest á óvart var hve mikla athygli þeir fengu frá fjölmiðlum landsins því mér fannst þeir alls ekki þess verðugir. Við sem erum svo umburðarlynd. Ákvarðanir eru teknar í skjóli geðþótta og lögfræðitúlkunar en mannvonska er alltaf mannvonska og ómerkilegheit eru alltaf ómerkileg. Ég vona að þegar ég verð gamall verði hér fjölmenningarsamfélag, litríkt og spennandi þó mig gruni að þjóðarrembingsdraugar hafi verið vaktir upp eftir hrunið. Samt trúi ég á breytingar og vonandi til hins betra í þetta sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum súrrealískt að skoða veröldina í kringum okkur í gegnum gleraugu íslenskra fjölmiðla. Umræðuefnið er oftar en ekki það sama, hvernig sem fjarstýringunni er beitt, hvaða blað sem kemur inn um lúguna. Og þegar kemur að því sem er að gerast í þessum „útlöndunum“ sem umlykja íslenska naflann, eins og til dæmis ógnvekjandi ástandið á Krímskaga, þá erum við öll hjartanlega sammála. Við kinkum kolli hvert til annars með áhyggjusvip, áður en við fáum okkur næsta bita af fréttasalatinu. Þegar kemur að aðalréttinum, innlendu fréttunum, verðum við aftur á móti ósammála þó þar megi finna umfjöllunarefni sem varla er hægt að telja til frétta, samanber svikin loforð ríkisstjórnarinnar. Eru það virkilega fréttir að þeir sem voru kosnir yfir okkur síðast ætla að beita öllum ráðum til að forða okkur frá lýðræðislegum kosningum um leyfi til að kíkja í Evrópusambandspakkann? Og eru það virkilega fréttir að ríkisstjórnum hættir til að vera skítsama um hvað okkur finnst um þessi málefni sem voru svo heit rétt fyrir kosningar? Við sem höfum hvorki völd né peninga höfum bara atkvæðaseðilinn okkar sem við notum misgáfulega og möguleikann að mótmæla á Austurvelli, sem eru reyndar góðar fréttir. En ég nenni ekki að tala hér um Evrópusambandið, makrílveiðar, siglingar um norðurslóðir, eða hvað forsetagarmurinn missti út úr sér síðast á alþjóðlegum vettvangi. Mig langar að tala um fólk sem hefur ekki kosningarétt, enga kennitölu og mótmælir aldrei á Austurvelli. Mig langar að tala um útlendinga sem ekki eru túristar hér, þó sumir af þeim sem best ættu að þekkja til málaflokksins virðist halda það. Mig langar að tala um hælisleitendur og samband þeirra við Ísland og Íslendinga. Leiðinlegar fréttir um flóttafólk og stöðu þess hér á landi hafa slæðst um í fréttasalatinu eins og beiskar ólífur. Það er eins og við vitum ekki alveg hvernig bragðið eigi að vera og kunnum varla við að hafa skoðun á því. Þó er okkur farið að gruna að við ættum kannski að skammast okkar. Skammast okkar fyrir hvernig Íslendingar hafa staðið að þessum málaflokki, hvað fáir fá hér hæli, að aðbúnaður hælisleitenda hér er ömurlegur, hve lengi þeir þurfa að bíða úrlausnar á sínum málum og að persónulegum upplýsingum þeirra er lekið úr sjálfu ráðuneytinu sem fer með framtíð þeirra. Er það markmið Útlendingastofnunar að koma í veg fyrir að of margir útlendingar frá stríðshrjáðum löndum fái hér hæli? Hvergi á Norðurlöndum fá hlutfallslega jafn fáir hæli og á Íslandi. d sem fyrir okkur er bæði óljóst og „útlenskt“ og nýlega var borin fyrir okkur frétt um hælisleitanda frá Sýrlandi sem sendur var héðan til Svíþjóðar. Þegar grafist var fyrir um ástæðuna muldraði Útlendingastofnun eitthvað um hina óljósu Dyflinnarreglugerð sem hljómar eins og pingpongleikur þar sem enginn þarf að taka af skarið. Hér er trúfrelsi og hér vildi fólk byggja mosku. Ég hélt í einfeldni minni að umburðarlyndi okkar væri slíkt að þetta þætti ekki tiltökumál. Það reyndist því miður rangt því næsta dag voru öfgaskoðunarhópar farnir að mótmæla byggingu moskunnar á ógeðfelldan máta. Það sem kom mér mest á óvart var hve mikla athygli þeir fengu frá fjölmiðlum landsins því mér fannst þeir alls ekki þess verðugir. Við sem erum svo umburðarlynd. Ákvarðanir eru teknar í skjóli geðþótta og lögfræðitúlkunar en mannvonska er alltaf mannvonska og ómerkilegheit eru alltaf ómerkileg. Ég vona að þegar ég verð gamall verði hér fjölmenningarsamfélag, litríkt og spennandi þó mig gruni að þjóðarrembingsdraugar hafi verið vaktir upp eftir hrunið. Samt trúi ég á breytingar og vonandi til hins betra í þetta sinn.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun