Í lautarferð með Útlendingastofnun Úlfur Karlsson skrifar 26. mars 2014 07:00 Það er stundum súrrealískt að skoða veröldina í kringum okkur í gegnum gleraugu íslenskra fjölmiðla. Umræðuefnið er oftar en ekki það sama, hvernig sem fjarstýringunni er beitt, hvaða blað sem kemur inn um lúguna. Og þegar kemur að því sem er að gerast í þessum „útlöndunum“ sem umlykja íslenska naflann, eins og til dæmis ógnvekjandi ástandið á Krímskaga, þá erum við öll hjartanlega sammála. Við kinkum kolli hvert til annars með áhyggjusvip, áður en við fáum okkur næsta bita af fréttasalatinu. Þegar kemur að aðalréttinum, innlendu fréttunum, verðum við aftur á móti ósammála þó þar megi finna umfjöllunarefni sem varla er hægt að telja til frétta, samanber svikin loforð ríkisstjórnarinnar. Eru það virkilega fréttir að þeir sem voru kosnir yfir okkur síðast ætla að beita öllum ráðum til að forða okkur frá lýðræðislegum kosningum um leyfi til að kíkja í Evrópusambandspakkann? Og eru það virkilega fréttir að ríkisstjórnum hættir til að vera skítsama um hvað okkur finnst um þessi málefni sem voru svo heit rétt fyrir kosningar? Við sem höfum hvorki völd né peninga höfum bara atkvæðaseðilinn okkar sem við notum misgáfulega og möguleikann að mótmæla á Austurvelli, sem eru reyndar góðar fréttir. En ég nenni ekki að tala hér um Evrópusambandið, makrílveiðar, siglingar um norðurslóðir, eða hvað forsetagarmurinn missti út úr sér síðast á alþjóðlegum vettvangi. Mig langar að tala um fólk sem hefur ekki kosningarétt, enga kennitölu og mótmælir aldrei á Austurvelli. Mig langar að tala um útlendinga sem ekki eru túristar hér, þó sumir af þeim sem best ættu að þekkja til málaflokksins virðist halda það. Mig langar að tala um hælisleitendur og samband þeirra við Ísland og Íslendinga. Leiðinlegar fréttir um flóttafólk og stöðu þess hér á landi hafa slæðst um í fréttasalatinu eins og beiskar ólífur. Það er eins og við vitum ekki alveg hvernig bragðið eigi að vera og kunnum varla við að hafa skoðun á því. Þó er okkur farið að gruna að við ættum kannski að skammast okkar. Skammast okkar fyrir hvernig Íslendingar hafa staðið að þessum málaflokki, hvað fáir fá hér hæli, að aðbúnaður hælisleitenda hér er ömurlegur, hve lengi þeir þurfa að bíða úrlausnar á sínum málum og að persónulegum upplýsingum þeirra er lekið úr sjálfu ráðuneytinu sem fer með framtíð þeirra. Er það markmið Útlendingastofnunar að koma í veg fyrir að of margir útlendingar frá stríðshrjáðum löndum fái hér hæli? Hvergi á Norðurlöndum fá hlutfallslega jafn fáir hæli og á Íslandi. d sem fyrir okkur er bæði óljóst og „útlenskt“ og nýlega var borin fyrir okkur frétt um hælisleitanda frá Sýrlandi sem sendur var héðan til Svíþjóðar. Þegar grafist var fyrir um ástæðuna muldraði Útlendingastofnun eitthvað um hina óljósu Dyflinnarreglugerð sem hljómar eins og pingpongleikur þar sem enginn þarf að taka af skarið. Hér er trúfrelsi og hér vildi fólk byggja mosku. Ég hélt í einfeldni minni að umburðarlyndi okkar væri slíkt að þetta þætti ekki tiltökumál. Það reyndist því miður rangt því næsta dag voru öfgaskoðunarhópar farnir að mótmæla byggingu moskunnar á ógeðfelldan máta. Það sem kom mér mest á óvart var hve mikla athygli þeir fengu frá fjölmiðlum landsins því mér fannst þeir alls ekki þess verðugir. Við sem erum svo umburðarlynd. Ákvarðanir eru teknar í skjóli geðþótta og lögfræðitúlkunar en mannvonska er alltaf mannvonska og ómerkilegheit eru alltaf ómerkileg. Ég vona að þegar ég verð gamall verði hér fjölmenningarsamfélag, litríkt og spennandi þó mig gruni að þjóðarrembingsdraugar hafi verið vaktir upp eftir hrunið. Samt trúi ég á breytingar og vonandi til hins betra í þetta sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er stundum súrrealískt að skoða veröldina í kringum okkur í gegnum gleraugu íslenskra fjölmiðla. Umræðuefnið er oftar en ekki það sama, hvernig sem fjarstýringunni er beitt, hvaða blað sem kemur inn um lúguna. Og þegar kemur að því sem er að gerast í þessum „útlöndunum“ sem umlykja íslenska naflann, eins og til dæmis ógnvekjandi ástandið á Krímskaga, þá erum við öll hjartanlega sammála. Við kinkum kolli hvert til annars með áhyggjusvip, áður en við fáum okkur næsta bita af fréttasalatinu. Þegar kemur að aðalréttinum, innlendu fréttunum, verðum við aftur á móti ósammála þó þar megi finna umfjöllunarefni sem varla er hægt að telja til frétta, samanber svikin loforð ríkisstjórnarinnar. Eru það virkilega fréttir að þeir sem voru kosnir yfir okkur síðast ætla að beita öllum ráðum til að forða okkur frá lýðræðislegum kosningum um leyfi til að kíkja í Evrópusambandspakkann? Og eru það virkilega fréttir að ríkisstjórnum hættir til að vera skítsama um hvað okkur finnst um þessi málefni sem voru svo heit rétt fyrir kosningar? Við sem höfum hvorki völd né peninga höfum bara atkvæðaseðilinn okkar sem við notum misgáfulega og möguleikann að mótmæla á Austurvelli, sem eru reyndar góðar fréttir. En ég nenni ekki að tala hér um Evrópusambandið, makrílveiðar, siglingar um norðurslóðir, eða hvað forsetagarmurinn missti út úr sér síðast á alþjóðlegum vettvangi. Mig langar að tala um fólk sem hefur ekki kosningarétt, enga kennitölu og mótmælir aldrei á Austurvelli. Mig langar að tala um útlendinga sem ekki eru túristar hér, þó sumir af þeim sem best ættu að þekkja til málaflokksins virðist halda það. Mig langar að tala um hælisleitendur og samband þeirra við Ísland og Íslendinga. Leiðinlegar fréttir um flóttafólk og stöðu þess hér á landi hafa slæðst um í fréttasalatinu eins og beiskar ólífur. Það er eins og við vitum ekki alveg hvernig bragðið eigi að vera og kunnum varla við að hafa skoðun á því. Þó er okkur farið að gruna að við ættum kannski að skammast okkar. Skammast okkar fyrir hvernig Íslendingar hafa staðið að þessum málaflokki, hvað fáir fá hér hæli, að aðbúnaður hælisleitenda hér er ömurlegur, hve lengi þeir þurfa að bíða úrlausnar á sínum málum og að persónulegum upplýsingum þeirra er lekið úr sjálfu ráðuneytinu sem fer með framtíð þeirra. Er það markmið Útlendingastofnunar að koma í veg fyrir að of margir útlendingar frá stríðshrjáðum löndum fái hér hæli? Hvergi á Norðurlöndum fá hlutfallslega jafn fáir hæli og á Íslandi. d sem fyrir okkur er bæði óljóst og „útlenskt“ og nýlega var borin fyrir okkur frétt um hælisleitanda frá Sýrlandi sem sendur var héðan til Svíþjóðar. Þegar grafist var fyrir um ástæðuna muldraði Útlendingastofnun eitthvað um hina óljósu Dyflinnarreglugerð sem hljómar eins og pingpongleikur þar sem enginn þarf að taka af skarið. Hér er trúfrelsi og hér vildi fólk byggja mosku. Ég hélt í einfeldni minni að umburðarlyndi okkar væri slíkt að þetta þætti ekki tiltökumál. Það reyndist því miður rangt því næsta dag voru öfgaskoðunarhópar farnir að mótmæla byggingu moskunnar á ógeðfelldan máta. Það sem kom mér mest á óvart var hve mikla athygli þeir fengu frá fjölmiðlum landsins því mér fannst þeir alls ekki þess verðugir. Við sem erum svo umburðarlynd. Ákvarðanir eru teknar í skjóli geðþótta og lögfræðitúlkunar en mannvonska er alltaf mannvonska og ómerkilegheit eru alltaf ómerkileg. Ég vona að þegar ég verð gamall verði hér fjölmenningarsamfélag, litríkt og spennandi þó mig gruni að þjóðarrembingsdraugar hafi verið vaktir upp eftir hrunið. Samt trúi ég á breytingar og vonandi til hins betra í þetta sinn.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun