Grætt í tolli og grillað á kvöldin? Árni Stefánsson skrifar 25. mars 2014 07:00 Nýverið hélt iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, erindi á ráðstefnu sem var haldin í tengslum við aðalfund Samtaka verslunar og þjónustu. Þar sagði ráðherra frá helgarferð sem hún fór í til Norfolk. Þar kom hún við í verslun og tók eftir gasgrilli sem kostaði 179 Bandaríkjadali. Ráðherra tjáði fundargestum að sambærilegt gasgrill myndi kosta andvirði rúmlega 400 dala í smásölu á Íslandi og taldi þetta greinilegt merki um að íslensk verslun gæti staðið sig betur. Staðreynd málsins er þó sú að fleira kemur til en álagning og aðstöðumunur fyrirtækja sem kaupa inn á 300 milljóna manna markaði í samanburði við íslenskar verslanir sem starfa á 300 þúsund manna markaði. Algengt er að betri gasgrill séu framleidd í Bandaríkjunum eða Kanada og því þarf að flytja grillin um 4.500 km vegalengd sem kostar sitt. Sökum veðurfars á Íslandi eru gasgrill aðallega vorvara með tiltölulega stutt sölutímabil apríl-júlí.Vörugjald og tollur Ótrúlegt en satt liggur þó stærsta skýring verðmunarins ekki í ofangreindu heldur í því að íslenska ríkið leggur 7,5% vörugjald og 20% toll á innflutt gasgrill. Síðan leggst 25,5% virðisaukaskattur ofan á endanlegt söluverð (söluskattur í Norfolk er til samanburðar 6%). Tökum dæmi um gasgrill sem komið til landsins með flutningskostnaði kostar 20.000 kr. Ríkið innheimtir í tolli kr. 5.800. Leggi innflutningsaðili 25% á tollafgreidda verðið gerir það kr. 6.450. Ofan á smásöluverð leggur ríkið síðan 25,5% virðisaukaskatt eða kr. 8.224 kr. Til neytandans kostar þá gasgrillið kr. 40.474 kr. Hlutur innflytjanda og smásalans væri þá 16% af útsöluverðinu en hlutur ríkisins 35% eða kr. 14.024! Það eru góðar fréttir ef vilji ráðherra stendur til að færa verð til okkar grillara á norðurhjara nær smásöluverði í Norður-Ameríku og stórt skref í þá átt væri að ríkið færði álagningu sína nær álagningu opinberra aðila í viðmiðunarlandinu. Þess má geta að álíka tollar og vörugjöld eru til dæmis á þvottavélum, ísskápum og eldavélum sem eru inni á hverju heimili og teljast vart lúxusvörur. Jafnframt má nefna að ríkið leggur 15% vörugjald á algengar byggingarvörur en slíkt þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Lækki ríkisvaldið tolla og úrelt vörugjöld eykst samkeppnishæfni innlendrar verslunar og ljóst að verð til íslenskra neytenda lækkar töluvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið hélt iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, erindi á ráðstefnu sem var haldin í tengslum við aðalfund Samtaka verslunar og þjónustu. Þar sagði ráðherra frá helgarferð sem hún fór í til Norfolk. Þar kom hún við í verslun og tók eftir gasgrilli sem kostaði 179 Bandaríkjadali. Ráðherra tjáði fundargestum að sambærilegt gasgrill myndi kosta andvirði rúmlega 400 dala í smásölu á Íslandi og taldi þetta greinilegt merki um að íslensk verslun gæti staðið sig betur. Staðreynd málsins er þó sú að fleira kemur til en álagning og aðstöðumunur fyrirtækja sem kaupa inn á 300 milljóna manna markaði í samanburði við íslenskar verslanir sem starfa á 300 þúsund manna markaði. Algengt er að betri gasgrill séu framleidd í Bandaríkjunum eða Kanada og því þarf að flytja grillin um 4.500 km vegalengd sem kostar sitt. Sökum veðurfars á Íslandi eru gasgrill aðallega vorvara með tiltölulega stutt sölutímabil apríl-júlí.Vörugjald og tollur Ótrúlegt en satt liggur þó stærsta skýring verðmunarins ekki í ofangreindu heldur í því að íslenska ríkið leggur 7,5% vörugjald og 20% toll á innflutt gasgrill. Síðan leggst 25,5% virðisaukaskattur ofan á endanlegt söluverð (söluskattur í Norfolk er til samanburðar 6%). Tökum dæmi um gasgrill sem komið til landsins með flutningskostnaði kostar 20.000 kr. Ríkið innheimtir í tolli kr. 5.800. Leggi innflutningsaðili 25% á tollafgreidda verðið gerir það kr. 6.450. Ofan á smásöluverð leggur ríkið síðan 25,5% virðisaukaskatt eða kr. 8.224 kr. Til neytandans kostar þá gasgrillið kr. 40.474 kr. Hlutur innflytjanda og smásalans væri þá 16% af útsöluverðinu en hlutur ríkisins 35% eða kr. 14.024! Það eru góðar fréttir ef vilji ráðherra stendur til að færa verð til okkar grillara á norðurhjara nær smásöluverði í Norður-Ameríku og stórt skref í þá átt væri að ríkið færði álagningu sína nær álagningu opinberra aðila í viðmiðunarlandinu. Þess má geta að álíka tollar og vörugjöld eru til dæmis á þvottavélum, ísskápum og eldavélum sem eru inni á hverju heimili og teljast vart lúxusvörur. Jafnframt má nefna að ríkið leggur 15% vörugjald á algengar byggingarvörur en slíkt þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Lækki ríkisvaldið tolla og úrelt vörugjöld eykst samkeppnishæfni innlendrar verslunar og ljóst að verð til íslenskra neytenda lækkar töluvert.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun