Líkamsárás fangavarða á Litla Hrauni rannsökuð Bjarki Ármannsson Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2014 07:00 Fangi segir fangaverði hafa gengið í skrokk á sér. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Selfossi rannsakar nú meinta stórfellda líkamsárás fjögurra starfsmanna Litla-Hrauns á fanga sem situr þar inni. Árásin mun hafa átt sér stað síðastliðinn miðvikudag. Fanginn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Fréttablaðið að einn starfsmaður fangelsisins hafi komið upp að sér ásamt þremur fangavörðum. Þeir hafi beðið hann að fylgja sér í klefa hans til að gera þar leit. Ekki munu þeir þó hafa farið í klefann heldur segir hann að þeir hafi gengið í skrokk á honum og meðal annars kýlt hann svo tvær tennur brotnuðu. Eftir árásina er hann mjög aumur í kjálkanum og finnur fyrir miklum bakverkjum. „Þá taka þeir mig, rífa mig úr fötunum og setja mig í einangrunarklefa í eina nótt. Þar má ég hringja eitt símtal sem ég notaði til að hringja í lögmanninn minn,“ segir maðurinn. Tveir lögreglumenn fóru þá á Litla-Hraun ásamt lögmanni til þess að taka myndir af fanganum og áverkum hans og var hann aftur færður úr einangrun í klefa sinn. Morguninn eftir segist hann hafa séð forsprakka þeirra, sem hann sakar um að hafa ráðist á sig, glotta til sín. „Hann glottir bara, spyrjandi hvort ég sé eitthvað hnjaskaður. Ég segi auðvitað er ég hnjaskaður eftir að þú varst að lemja mig. Hann spyr hvort ég sé ekki bara hnjaskaður út af dópinu.“ Fanginn hefur setið inni á Litla-Hrauni í um hálft ár. „Honum er búið að vera meinilla við mig frá því að ég kom.“ Maðurinn kveðst ekki hafa gert neitt til að verðskulda þessa meðferð og ekki sé í lagi að forsprakki umræddra fangavarða fái að starfa áfram í fangelsinu. „Það er ekki í lagi að þessi maður fái að stjórna líðan manna. Það er búið að svipta okkur frelsinu og þarf ekki að lemja okkur líka. Hann hefur ekkert sér til málsbóta.“ Lögreglan á Selfossi staðfesti að málið sé til rannsóknar en vildi ekki gefa neinar frekari upplýsingar. Forsprakki fangavarðanna sem um ræðir neitaði að tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. Þá náðist hvorki í Margréti Frímannsdóttur, forstöðukonu Litla-Hrauns, né Pál Egil Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ekki fengust upplýsingar um það hvort fangaverðirnir hafi verið leystir frá störfum meðan á rannsókninni stendur. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Lögreglan á Selfossi rannsakar nú meinta stórfellda líkamsárás fjögurra starfsmanna Litla-Hrauns á fanga sem situr þar inni. Árásin mun hafa átt sér stað síðastliðinn miðvikudag. Fanginn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Fréttablaðið að einn starfsmaður fangelsisins hafi komið upp að sér ásamt þremur fangavörðum. Þeir hafi beðið hann að fylgja sér í klefa hans til að gera þar leit. Ekki munu þeir þó hafa farið í klefann heldur segir hann að þeir hafi gengið í skrokk á honum og meðal annars kýlt hann svo tvær tennur brotnuðu. Eftir árásina er hann mjög aumur í kjálkanum og finnur fyrir miklum bakverkjum. „Þá taka þeir mig, rífa mig úr fötunum og setja mig í einangrunarklefa í eina nótt. Þar má ég hringja eitt símtal sem ég notaði til að hringja í lögmanninn minn,“ segir maðurinn. Tveir lögreglumenn fóru þá á Litla-Hraun ásamt lögmanni til þess að taka myndir af fanganum og áverkum hans og var hann aftur færður úr einangrun í klefa sinn. Morguninn eftir segist hann hafa séð forsprakka þeirra, sem hann sakar um að hafa ráðist á sig, glotta til sín. „Hann glottir bara, spyrjandi hvort ég sé eitthvað hnjaskaður. Ég segi auðvitað er ég hnjaskaður eftir að þú varst að lemja mig. Hann spyr hvort ég sé ekki bara hnjaskaður út af dópinu.“ Fanginn hefur setið inni á Litla-Hrauni í um hálft ár. „Honum er búið að vera meinilla við mig frá því að ég kom.“ Maðurinn kveðst ekki hafa gert neitt til að verðskulda þessa meðferð og ekki sé í lagi að forsprakki umræddra fangavarða fái að starfa áfram í fangelsinu. „Það er ekki í lagi að þessi maður fái að stjórna líðan manna. Það er búið að svipta okkur frelsinu og þarf ekki að lemja okkur líka. Hann hefur ekkert sér til málsbóta.“ Lögreglan á Selfossi staðfesti að málið sé til rannsóknar en vildi ekki gefa neinar frekari upplýsingar. Forsprakki fangavarðanna sem um ræðir neitaði að tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. Þá náðist hvorki í Margréti Frímannsdóttur, forstöðukonu Litla-Hrauns, né Pál Egil Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ekki fengust upplýsingar um það hvort fangaverðirnir hafi verið leystir frá störfum meðan á rannsókninni stendur.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira