Óþarfar aðgerðir á heilbrigðum kynfærum kvenna Áslaug Hauksdóttir skrifar 20. mars 2014 10:21 Í tilefni af ummælum lýtalækna, um að talsverð aukning sé í aðgerðum á heilbrigðum kynfærum kvenna og vaxandi eftirspurn, lýsi ég yfir miklum áhyggjum, ef sú er raunin. Samkvæmt lögum ber öllum læknum að skila embætti landlæknis skýrslu um fjölda og eðli þeirra aðgerða sem þeir framkvæma. Það gera lýtalæknar ekki, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir landlæknis frá árinu 2007 og skýra lagaskyldu sem á þeim hvílir. Sökum þess að lýtalæknar brjóta á þennan hátt meðvitað gegn skýru lagaboði er útilokað að afla upplýsinga um hversu margar aðgerðir á kynfærum kvenna eru gerðar hér á landi á hverju ári, hversu mikil aukningin er og hvers eðlis hún er. Kveikjan að áhyggjum mínum var viðtal við lýtalækni í fréttum Stöðvar 2 (15.11.13) þar sem hann segir að dæmi séu um að stúlkur undir lögaldri komi í fylgd mæðra sinna í þessar aðgerðir. Segir hann einnig að fordómar gegn skapabarmaaðgerðum einkennist af vanþekkingu. Ástæður þessarar aukningar, að sögn lýtalækna, er sú að konur hafa óþægindi vegna stórra skapabarma. Þær geti ekki hjólað, farið á hestbak, sumar ekki setið, eigi erfitt með samfarir og fái jafnvel sár við eðlilegt kynlíf. Aðeins fáar ákveði að fara í slíkar aðgerð í fegrunarskyni, að sögn lýtalæknanna. Þess má þó geta í þessu samhengi að Sjúkratryggingar greiða ekki þessar aðgerðir þar sem þetta eru taldar fegrunaraðgerðir en ekki aðgerðir af læknisfræðilegum toga. Skapabarmar konu gegna veigamiklu hlutverki. Þeir virka sem trekt við þvaglát og eru til að halda raka á kynfærum, verja þvagrás og fremsta hluta legganga og að halda þeim lokuðum fyrir daglegu amstri, eins og að fara á hestbak og hjóla. Ef hjólreiðar eða hestamennska veldur verkjum, þá er ráðið að fá sér nýjan hnakk. Skapabarmar eru blóðríkir og hafa næma skyntaugaenda sem eiga sinn þátt við kynferðislega örvun og er þess vegna líklegt að aðgerðirnar geti dregið úr ánægju í kynlífi. Ef húð skapabarma er aum eða viðkvæm við kynmök stafar það mjög trúlega vegna húðvandamála, sveppasýkinga eða að bakteríuflóran er í ójafnvægi. Þá dugar skurðaðgerð ekki, heldur viðeigandi lyf og eða önnur meðferð og kostar heldur ekki hundruð þúsunda né hefur óafturkræfar afleiðingar. Frekari rannsóknir skortir en vísbendingar hafa komið fram um að þvert á það sem sumar konur halda, þá bæta slíkar aðgerðir ekki endilega andlega líðan eða kynlífsupplifun. Mjög líklegt er að kona sem hefur undirgengist fegrunaraðgerðir á kynfærum, lendi síðar í erfiðleikum við fæðingar, en örvefur gefur ekki eins vel eftir og náttúrulegur vefur sem er óskemmdur. Ekki er ólíklegt að keisararskurðir verði fleiri. Þegar konur fara í tíðahvörf dregur úr myndun estrogen hormóna og það minnkar skapabarma, húðin breytist, verður viðkvæmari og er þá nærtæk spurning hvað eðlilegar öldrunarbreytingar hafa á þær konur sem hafa undirgengist skapabarmaaðgerðir. Líklega verða þessar konur eins og berskjaldaðar. Lýtalæknar hljóta að hafa mjög miklar áhyggjur vegna þessa, skyldi maður ætla. Skapabarmar eru misstórir, alveg eins og fætur en konur nota skó líklega frá númer 35 til 44. Samkvæmt fræðibókum er eðlilega lengd skapabarma 2 til 10 cm. Ég og fleiri ljósmæður lýsum furðu okkar á þessum ummælum lýtalækna vegna vandræða kvenna með heilbrigð kynfæri sín og tel að þau geti ekki staðist eins og það að konur geti ekki setið en þá er um að ræða æxli eða óheilbrigðan ofvöxt. Ég hef unnið við ljósmóðurstörf í áratugi og hef aldrei hitt konu sem ekki getur setið. Ljósmæður hitta flestar konur landsins og eru með þeim á viðkvæmustu stundum lífsins, í mæðravernd, í fæðingu og eftir fæðingu. Ljósmæður hafa aldrei heyrt þessar kvartanir né vitað um konu þar sem hún hefur þurft að láta sauma skapabarma sína eftir eðlilegt kynlíf. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem ég hef rætt við telja að þessi tíska sé komin beint frá klámiðnaðinum, að flestum lýtalæknum undanskildum, sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Ég hef rætt við fjöldann allan af heimilislæknum, fæðinga- og kvensjúkdómalæknum sem eru á sömu skoðun og ljósmæður, um að þetta sé frá klámiðnaðinum komið en sumir vilja meina að þetta sé frá barnaklámiðnaðinum. Samkvæmt vefsíðunni WWW.SHE, segja kvensjúkdómalæknar, ”allt of algengt að konur hlaupi til og láti lagfæra þessa hluti án þess að hugsa út í hættuna sem felst í slíkum aðgerðum. Taugaendar geta skaddast og getur svæðið orðið dofið og aumt svo árum skiptir og jafnvel alla tíð eftir skurðaðgerð á svo viðkvæmu svæði. Ungar stúlkur virðast hafa brenglaða ímynd af útliti sínu með aukinni klámvæðingu og væri kannski ráð að fræða þær um þessi mál í auknari mæli.” Í öllu falli virðist blasa við að ummæli lýtalækna séu ekkert annað en fyrirsláttur, settur fram til réttlætingar á umræddum aðgerðum, í því skyni að koma í veg fyrir að þeir verði af þeim tekjuauka sem fylgir aukningu aðgerðanna. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um umskurð (Female genital mutilation) falla þessar aðgerðir undir þá skilgreiningu. WHO talar einnig um að svona aðgerðir „auki ekki lífsgæði konunnar en valdi aðeins eyðileggingu”. WHO varar einnig heilbrigðisstarfsmenn við að taka þátt í svona aðgerðum og hefur WHO miklar áhyggjur af þróun mála. Ég hef sent fyrirspurn til velferðarráðuneytisins varðandi lög á umskurði kvenna og fékk þetta svar sem styrkir skoðun mína. „Með lögum nr. 83/2005 var gerð breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 og umskurður á stúlkubörnum og konum var gerður refsiverður. Fjallað er um hið lögfesta bann gegn limlestingum á kynfærum kvenna í gr. 218. a. í almennum hegningarlögum og er greinin svohljóðandi:Hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Nú hefur árás í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlýst af, eða hún telst sérstaklega vítaverð vegna þeirrar aðferðar sem notuð er, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.”FIGO (Internatonal Federation of Gynocology and Obstetrics) nefndin sem tekur á siðfræðilegum viðfangsefnum til æxlunar og heilsu kvenna hefur sett fram tvenns konar leiðbeiningar sem ætlað er að stemma stigu við limlestingu á kynfærum kvenna.Nýjustu leiðbeiningar nefndarinnar voru settar fram í Lundúnum árið 2006 og fjalla um sjúkdómsvæðingu kynfæralimlestingar.Árið 2010 tók nefndin, ásamt UNICEF, UNIFEM, WHO, ICN, ásamt fleirum alþjóðlegum félagasamtökum, þátt í að ýta úr vör verkefni sem kallað er Alþjóðleg stefna um að stöðva kynfæralimlestingar sem gerðar eru af heilbrigðisstarfsfólki.Sjúkdómsvæðing kynfæralimlestinga, sem sumir heilbrigðisstarfsmennhvetja til, er ekki ásættanleg og gera ætti mikið átak til að stöðvaþær með leiðbeiningum um siðferði í heilbrigðisstörfum og með almennumreglum settum af yfirvöldum. Í ljósi þessa vonast ég til að heilbrigðisyfirvöld sjái til þess að þessum aðgerðum verði hætt nema þar sem læknisfræðilegar ástæður eru til staðar, eins og vansköpun eða ef kona hefur lent í slysi eða erfiðri fæðingu sem hefur valdið skemmdum. Þær aðgerðir eiga að fara fram á sjúkrahúsi og ætti konan ekki að þurfa að greiða fyrir þær frekar en aðrar nauðsynlegar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af ummælum lýtalækna, um að talsverð aukning sé í aðgerðum á heilbrigðum kynfærum kvenna og vaxandi eftirspurn, lýsi ég yfir miklum áhyggjum, ef sú er raunin. Samkvæmt lögum ber öllum læknum að skila embætti landlæknis skýrslu um fjölda og eðli þeirra aðgerða sem þeir framkvæma. Það gera lýtalæknar ekki, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir landlæknis frá árinu 2007 og skýra lagaskyldu sem á þeim hvílir. Sökum þess að lýtalæknar brjóta á þennan hátt meðvitað gegn skýru lagaboði er útilokað að afla upplýsinga um hversu margar aðgerðir á kynfærum kvenna eru gerðar hér á landi á hverju ári, hversu mikil aukningin er og hvers eðlis hún er. Kveikjan að áhyggjum mínum var viðtal við lýtalækni í fréttum Stöðvar 2 (15.11.13) þar sem hann segir að dæmi séu um að stúlkur undir lögaldri komi í fylgd mæðra sinna í þessar aðgerðir. Segir hann einnig að fordómar gegn skapabarmaaðgerðum einkennist af vanþekkingu. Ástæður þessarar aukningar, að sögn lýtalækna, er sú að konur hafa óþægindi vegna stórra skapabarma. Þær geti ekki hjólað, farið á hestbak, sumar ekki setið, eigi erfitt með samfarir og fái jafnvel sár við eðlilegt kynlíf. Aðeins fáar ákveði að fara í slíkar aðgerð í fegrunarskyni, að sögn lýtalæknanna. Þess má þó geta í þessu samhengi að Sjúkratryggingar greiða ekki þessar aðgerðir þar sem þetta eru taldar fegrunaraðgerðir en ekki aðgerðir af læknisfræðilegum toga. Skapabarmar konu gegna veigamiklu hlutverki. Þeir virka sem trekt við þvaglát og eru til að halda raka á kynfærum, verja þvagrás og fremsta hluta legganga og að halda þeim lokuðum fyrir daglegu amstri, eins og að fara á hestbak og hjóla. Ef hjólreiðar eða hestamennska veldur verkjum, þá er ráðið að fá sér nýjan hnakk. Skapabarmar eru blóðríkir og hafa næma skyntaugaenda sem eiga sinn þátt við kynferðislega örvun og er þess vegna líklegt að aðgerðirnar geti dregið úr ánægju í kynlífi. Ef húð skapabarma er aum eða viðkvæm við kynmök stafar það mjög trúlega vegna húðvandamála, sveppasýkinga eða að bakteríuflóran er í ójafnvægi. Þá dugar skurðaðgerð ekki, heldur viðeigandi lyf og eða önnur meðferð og kostar heldur ekki hundruð þúsunda né hefur óafturkræfar afleiðingar. Frekari rannsóknir skortir en vísbendingar hafa komið fram um að þvert á það sem sumar konur halda, þá bæta slíkar aðgerðir ekki endilega andlega líðan eða kynlífsupplifun. Mjög líklegt er að kona sem hefur undirgengist fegrunaraðgerðir á kynfærum, lendi síðar í erfiðleikum við fæðingar, en örvefur gefur ekki eins vel eftir og náttúrulegur vefur sem er óskemmdur. Ekki er ólíklegt að keisararskurðir verði fleiri. Þegar konur fara í tíðahvörf dregur úr myndun estrogen hormóna og það minnkar skapabarma, húðin breytist, verður viðkvæmari og er þá nærtæk spurning hvað eðlilegar öldrunarbreytingar hafa á þær konur sem hafa undirgengist skapabarmaaðgerðir. Líklega verða þessar konur eins og berskjaldaðar. Lýtalæknar hljóta að hafa mjög miklar áhyggjur vegna þessa, skyldi maður ætla. Skapabarmar eru misstórir, alveg eins og fætur en konur nota skó líklega frá númer 35 til 44. Samkvæmt fræðibókum er eðlilega lengd skapabarma 2 til 10 cm. Ég og fleiri ljósmæður lýsum furðu okkar á þessum ummælum lýtalækna vegna vandræða kvenna með heilbrigð kynfæri sín og tel að þau geti ekki staðist eins og það að konur geti ekki setið en þá er um að ræða æxli eða óheilbrigðan ofvöxt. Ég hef unnið við ljósmóðurstörf í áratugi og hef aldrei hitt konu sem ekki getur setið. Ljósmæður hitta flestar konur landsins og eru með þeim á viðkvæmustu stundum lífsins, í mæðravernd, í fæðingu og eftir fæðingu. Ljósmæður hafa aldrei heyrt þessar kvartanir né vitað um konu þar sem hún hefur þurft að láta sauma skapabarma sína eftir eðlilegt kynlíf. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem ég hef rætt við telja að þessi tíska sé komin beint frá klámiðnaðinum, að flestum lýtalæknum undanskildum, sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Ég hef rætt við fjöldann allan af heimilislæknum, fæðinga- og kvensjúkdómalæknum sem eru á sömu skoðun og ljósmæður, um að þetta sé frá klámiðnaðinum komið en sumir vilja meina að þetta sé frá barnaklámiðnaðinum. Samkvæmt vefsíðunni WWW.SHE, segja kvensjúkdómalæknar, ”allt of algengt að konur hlaupi til og láti lagfæra þessa hluti án þess að hugsa út í hættuna sem felst í slíkum aðgerðum. Taugaendar geta skaddast og getur svæðið orðið dofið og aumt svo árum skiptir og jafnvel alla tíð eftir skurðaðgerð á svo viðkvæmu svæði. Ungar stúlkur virðast hafa brenglaða ímynd af útliti sínu með aukinni klámvæðingu og væri kannski ráð að fræða þær um þessi mál í auknari mæli.” Í öllu falli virðist blasa við að ummæli lýtalækna séu ekkert annað en fyrirsláttur, settur fram til réttlætingar á umræddum aðgerðum, í því skyni að koma í veg fyrir að þeir verði af þeim tekjuauka sem fylgir aukningu aðgerðanna. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um umskurð (Female genital mutilation) falla þessar aðgerðir undir þá skilgreiningu. WHO talar einnig um að svona aðgerðir „auki ekki lífsgæði konunnar en valdi aðeins eyðileggingu”. WHO varar einnig heilbrigðisstarfsmenn við að taka þátt í svona aðgerðum og hefur WHO miklar áhyggjur af þróun mála. Ég hef sent fyrirspurn til velferðarráðuneytisins varðandi lög á umskurði kvenna og fékk þetta svar sem styrkir skoðun mína. „Með lögum nr. 83/2005 var gerð breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 og umskurður á stúlkubörnum og konum var gerður refsiverður. Fjallað er um hið lögfesta bann gegn limlestingum á kynfærum kvenna í gr. 218. a. í almennum hegningarlögum og er greinin svohljóðandi:Hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Nú hefur árás í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlýst af, eða hún telst sérstaklega vítaverð vegna þeirrar aðferðar sem notuð er, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.”FIGO (Internatonal Federation of Gynocology and Obstetrics) nefndin sem tekur á siðfræðilegum viðfangsefnum til æxlunar og heilsu kvenna hefur sett fram tvenns konar leiðbeiningar sem ætlað er að stemma stigu við limlestingu á kynfærum kvenna.Nýjustu leiðbeiningar nefndarinnar voru settar fram í Lundúnum árið 2006 og fjalla um sjúkdómsvæðingu kynfæralimlestingar.Árið 2010 tók nefndin, ásamt UNICEF, UNIFEM, WHO, ICN, ásamt fleirum alþjóðlegum félagasamtökum, þátt í að ýta úr vör verkefni sem kallað er Alþjóðleg stefna um að stöðva kynfæralimlestingar sem gerðar eru af heilbrigðisstarfsfólki.Sjúkdómsvæðing kynfæralimlestinga, sem sumir heilbrigðisstarfsmennhvetja til, er ekki ásættanleg og gera ætti mikið átak til að stöðvaþær með leiðbeiningum um siðferði í heilbrigðisstörfum og með almennumreglum settum af yfirvöldum. Í ljósi þessa vonast ég til að heilbrigðisyfirvöld sjái til þess að þessum aðgerðum verði hætt nema þar sem læknisfræðilegar ástæður eru til staðar, eins og vansköpun eða ef kona hefur lent í slysi eða erfiðri fæðingu sem hefur valdið skemmdum. Þær aðgerðir eiga að fara fram á sjúkrahúsi og ætti konan ekki að þurfa að greiða fyrir þær frekar en aðrar nauðsynlegar aðgerðir.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun