Um landbúnaðarhagfræði próferssors Þórólfs Matthíassonar Jón Þór Helgason skrifar 20. mars 2014 00:00 Ég hef lesið greinar prófessors Þórólfs Matthíassonar að undanförnu. Þær eru einhæfar, fjalla um eina hlið mála án þess að ræða heildaráhrif. Á árunum 1960-70 ákváðu stjórnvöld að niðurgreiða landbúnaðarafurðir til að falsa neysluvísitöluna. Með þessu var hægt að draga úr launahækkunum, því að hækkun á vísitölu var einfaldlega stöðvuð með meiri niðurgreiðslum til afurðastöðva. Upp úr 1990 var kerfinu breytt þannig að greiðslum til afurðastöðva var hætt og greiðslur fóru að berast beint til bænda. Allt í einu sátu bændur uppi með kerfi sem gert var fyrir launafólk. Þessar breytingar leiddu af sér að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði fækkaði úr 25 í fjórar. Á sama tíma og bændum hefur fækkað hefur afkastageta hvers bús aukist. Greiðslur til greinarinnar hafa lækkað þannig að sífellt stærri hluti tekna búanna koma af söluverði afurða. Það er afar dýrt að byggja fjós og stækka bú en þegar bætist við að kaupa þarf kvóta, til að geta selt á innanlandsmarkaði á 320 kr. lítrann, vandast málið. Að greiða 320 kr. til að fá beingreiðslu upp á 40 kr. per lítra er fjárfestingin algjörlega vonlaus. En með því að lækka beingreiðslur myndi kvótaverð lækka. Síðasta ríkisstjórn framlengdi búvörusamningum tvisvar sinnum án athugasemda frá Þórólfi Matthíassyni og gilda núverandi búvörusamningar í mjólk til 2017. Á árunum 2004-08 hækkaði kvótaverð verulega úr rúmum 200 kr. og fór hæst í 420 kr. Bankarnir fjármögnuðu kvótann á afar hagstæðum vöxtum. Við hrun bankanna kom í ljós að stór hluti þeirra búa sem fóru í fjárfestingar á þessum tíma voru í alvarlegum greiðsluerfiðleikum.Lengt í hengingarólinni Við framlengingu á búvörusamningum gátu bankarnir lengt í hengingarólinni hjá yfirskuldsettum bændum og skammtað þeim 200-250 þús. krónur í laun á fjölskyldu. Bændur framleiða sjálfir mat og bíllinn er skráður á búreksturinn, sögðu bankamennirnir. Lækkun á niðurgreiðslum frá ríkinu hefði skaðað bankana mest. Miðað við þá búreikninga sem ég hef séð þá sýnist mér með lækkun beingreiðslna frá ríkinu um 20% hefðu tekjur bænda lækkað um 7% en kvótaverð hefði líklega lækkað um 40-60% með tilheyrandi afskriftum í bankakerfinu. Þá hefði vaxtakostnaður bænda lækkað verulega sem hefði vegið upp tekjulækkunina. Þórólfur Matthíasson telur að með því að leyfa innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarvörum frá öðrum löndum muni hagur okkar sem þjóðar vænkast og hagsæld aukast. Forsendur fyrir þessari niðurstöðu eru að lækkun tekna landbúnaðar hafi ekki áhrif á aðrar forsendur þjóðhagslíkansins. Störfum mun ekki fækka, hvorki í landbúnaði né afleiddum störfum, gjaldeyrisjöfnuður mun ekki breytast og álagning í verslun mun ekki hækka. Heldur hagfræðiprófessorinn að verð á fákeppnismarkaði eins og í matvörugeiranum muni lækka við innflutning á landbúnaðarafurðum? Hvers vegna hækkuðu innfluttar matvörur um 5,3% frá janúar 2012 til janúar 2014 á sama tíma og krónan styrktist um 0,3% gagnvart evru og rúm 5,5% gagnvart dollar? Er hráefnisverð erlendis alltaf að hækka? Það er sáralítil verðbólga í Evrópu og í Bandaríkjunum. Landbúnaður er og verður okkar grunnatvinnuvegur. Prófessor Þórólfur á að hafa skoðanir á efnahagskerfinu og benda á það sem aflaga fer. Vandamál okkar vegna landbúnaðarkerfisins eru smá miðað við önnur vandamál okkar eins og hæsta verðbólga í Vestur-Evrópu áratugum saman, lág laun og framleiðni miðað við samkeppnislönd, ónýtur gjaldmiðill að hans sögn, og verðtrygging sem prófessor Þórólfur telur nauðsynlega þar sem við Íslendingar séum svo einstakir. Öll þessi vandamál eru að því er virðist óleysanleg. Þessum stóru vandamálum hefur Þórólfi og félögum hans í hagfræðideild Háskóla Íslands mistekist að ráða fram úr. Ég gleðst því yfir ef prófessor Þórólfur er tilbúinn í að einhenda sér í að leysa vandamál íslensks landbúnaðar. Vonandi verður þá einu vandamálinu færra að eiga við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég hef lesið greinar prófessors Þórólfs Matthíassonar að undanförnu. Þær eru einhæfar, fjalla um eina hlið mála án þess að ræða heildaráhrif. Á árunum 1960-70 ákváðu stjórnvöld að niðurgreiða landbúnaðarafurðir til að falsa neysluvísitöluna. Með þessu var hægt að draga úr launahækkunum, því að hækkun á vísitölu var einfaldlega stöðvuð með meiri niðurgreiðslum til afurðastöðva. Upp úr 1990 var kerfinu breytt þannig að greiðslum til afurðastöðva var hætt og greiðslur fóru að berast beint til bænda. Allt í einu sátu bændur uppi með kerfi sem gert var fyrir launafólk. Þessar breytingar leiddu af sér að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði fækkaði úr 25 í fjórar. Á sama tíma og bændum hefur fækkað hefur afkastageta hvers bús aukist. Greiðslur til greinarinnar hafa lækkað þannig að sífellt stærri hluti tekna búanna koma af söluverði afurða. Það er afar dýrt að byggja fjós og stækka bú en þegar bætist við að kaupa þarf kvóta, til að geta selt á innanlandsmarkaði á 320 kr. lítrann, vandast málið. Að greiða 320 kr. til að fá beingreiðslu upp á 40 kr. per lítra er fjárfestingin algjörlega vonlaus. En með því að lækka beingreiðslur myndi kvótaverð lækka. Síðasta ríkisstjórn framlengdi búvörusamningum tvisvar sinnum án athugasemda frá Þórólfi Matthíassyni og gilda núverandi búvörusamningar í mjólk til 2017. Á árunum 2004-08 hækkaði kvótaverð verulega úr rúmum 200 kr. og fór hæst í 420 kr. Bankarnir fjármögnuðu kvótann á afar hagstæðum vöxtum. Við hrun bankanna kom í ljós að stór hluti þeirra búa sem fóru í fjárfestingar á þessum tíma voru í alvarlegum greiðsluerfiðleikum.Lengt í hengingarólinni Við framlengingu á búvörusamningum gátu bankarnir lengt í hengingarólinni hjá yfirskuldsettum bændum og skammtað þeim 200-250 þús. krónur í laun á fjölskyldu. Bændur framleiða sjálfir mat og bíllinn er skráður á búreksturinn, sögðu bankamennirnir. Lækkun á niðurgreiðslum frá ríkinu hefði skaðað bankana mest. Miðað við þá búreikninga sem ég hef séð þá sýnist mér með lækkun beingreiðslna frá ríkinu um 20% hefðu tekjur bænda lækkað um 7% en kvótaverð hefði líklega lækkað um 40-60% með tilheyrandi afskriftum í bankakerfinu. Þá hefði vaxtakostnaður bænda lækkað verulega sem hefði vegið upp tekjulækkunina. Þórólfur Matthíasson telur að með því að leyfa innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarvörum frá öðrum löndum muni hagur okkar sem þjóðar vænkast og hagsæld aukast. Forsendur fyrir þessari niðurstöðu eru að lækkun tekna landbúnaðar hafi ekki áhrif á aðrar forsendur þjóðhagslíkansins. Störfum mun ekki fækka, hvorki í landbúnaði né afleiddum störfum, gjaldeyrisjöfnuður mun ekki breytast og álagning í verslun mun ekki hækka. Heldur hagfræðiprófessorinn að verð á fákeppnismarkaði eins og í matvörugeiranum muni lækka við innflutning á landbúnaðarafurðum? Hvers vegna hækkuðu innfluttar matvörur um 5,3% frá janúar 2012 til janúar 2014 á sama tíma og krónan styrktist um 0,3% gagnvart evru og rúm 5,5% gagnvart dollar? Er hráefnisverð erlendis alltaf að hækka? Það er sáralítil verðbólga í Evrópu og í Bandaríkjunum. Landbúnaður er og verður okkar grunnatvinnuvegur. Prófessor Þórólfur á að hafa skoðanir á efnahagskerfinu og benda á það sem aflaga fer. Vandamál okkar vegna landbúnaðarkerfisins eru smá miðað við önnur vandamál okkar eins og hæsta verðbólga í Vestur-Evrópu áratugum saman, lág laun og framleiðni miðað við samkeppnislönd, ónýtur gjaldmiðill að hans sögn, og verðtrygging sem prófessor Þórólfur telur nauðsynlega þar sem við Íslendingar séum svo einstakir. Öll þessi vandamál eru að því er virðist óleysanleg. Þessum stóru vandamálum hefur Þórólfi og félögum hans í hagfræðideild Háskóla Íslands mistekist að ráða fram úr. Ég gleðst því yfir ef prófessor Þórólfur er tilbúinn í að einhenda sér í að leysa vandamál íslensks landbúnaðar. Vonandi verður þá einu vandamálinu færra að eiga við.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar