Lífið

Notaðar stuttbuxur Eiðs Smára á uppboði fyrir Mottumars

Marín Manda skrifar
Auðunn Blöndal, Ívar Guðmundsson og Arnar Grant eru meðal þeirra sem að leggja til Mottumars og gefa persónulega muni sem seldir eru á sölutorgi Bland.

„Það sem ég ætla að gefa eru náttfötin mín. Ég er með Andrés Önd bol, sem ég er alltaf í heima, og það er tími til kominn að kveðja hann, enda að verða fertugur og svo er ég með stuttbuxur sem ég stal hjá Eiði Smára þegar hann var í Chelsea,“ segir Auðunn Blöndal í myndbandi á Blandi sölutorgi í tilefni af Mottumars.

Nú hafa þekktir karlmenn lagt málefninu lið og gefið Krabbameinsfélaginu persónulega muni sem seldir eru á sölutorgi Blands til hæstbjóðanda. Auðunn segir málefnið snerta sig því afi hans og nafni kvaddi þennan heim of snemma þegar hann lést úr krabbameini.

Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson hefur einnig ákveðið að gefa íþróttaskó sem hann notaði í Wipeout-keppninni og Arnar Grant gefur bol sem hann notaði þegar hann sigraði í fitness-keppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.