Fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús Snærós Sindradóttir skrifar 12. mars 2014 08:00 Náinn aðstandandi mannsins fullyrðir við Fréttablaðið að hann hafi tekið insúlínskammt sinn áður en hann var handtekinn. VÍSIR/Safn Maður á fertugsaldri féll í dá eftir að hafa hlotið alvarlegan insúlínskort á meðan hann var í haldi lögreglu. Atvikið átti sér stað í lok febrúar síðastliðnum en maðurinn hafði verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Maðurinn er haldinn sykursýki af týpu 1 og þarf reglulega insúlínskömmtun. Hann segir að hann hafi margbeðið lögreglu um að veita sér insúlín en án árangurs. Ekki er vitað hvers vegna lögreglan varð ekki við beiðni mannsins. Insúlínskömmtun sjúklinga með sykursýki er misjöfn en dæmi eru um að sjúklingar sprauti sig með insúlíni nokkrum sinnum á dag. Mikilvægt er að viðhalda insúlínmagni líkamans en ef slæm stjórn er á insúlíngjöf getur það haft varanleg áhrif á líkamsstarfsemi sjúklings og skemmt líffæri. Maðurinn kom á gjörgæsludeild Landspítalans í fylgd lögreglu og haft var samband við nánustu ættingja mannsins þegar alvarlegt ástand hans var ljóst. Maðurinn segir að sér hafi vart verið hugað líf þegar hann kom á sjúkrahúsið. Lífshættulegt ástand skapaðist en manninum var haldið sofandi um nokkra hríð vegna alvarleika ástands hans. Hann dvaldi á spítalanum í nokkra daga. Lögmaður mannsins, Guðmundur St. Ragnarsson, segir að farið verði fram á rannsókn frá lögreglu vegna málsins „Hann var fluttur nær dauða en lífi á spítalann. Ég mun óska eftir því að lögreglan upplýsi hvað átti sér þarna stað.“ Guðmundur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort atvikið verði kært til lögreglu enda liggi ekki nægar upplýsingar fyrir um tildrög þess. Ekki er leyfilegt að halda mönnum sem hafa verið handteknir lengur en í sólarhring ef ekki er óskað gæsluvarðhalds. Það er því ljóst að hið lífshættulega ástand mannsins skapaðist á nokkrum klukkustundum. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla hafi vaktað manninn um skamma hríð á meðan hann lá á gjörgæsludeild. Maðurinn er kominn úr lífshættu og dvelur ekki lengur á spítalanum. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Maður á fertugsaldri féll í dá eftir að hafa hlotið alvarlegan insúlínskort á meðan hann var í haldi lögreglu. Atvikið átti sér stað í lok febrúar síðastliðnum en maðurinn hafði verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Maðurinn er haldinn sykursýki af týpu 1 og þarf reglulega insúlínskömmtun. Hann segir að hann hafi margbeðið lögreglu um að veita sér insúlín en án árangurs. Ekki er vitað hvers vegna lögreglan varð ekki við beiðni mannsins. Insúlínskömmtun sjúklinga með sykursýki er misjöfn en dæmi eru um að sjúklingar sprauti sig með insúlíni nokkrum sinnum á dag. Mikilvægt er að viðhalda insúlínmagni líkamans en ef slæm stjórn er á insúlíngjöf getur það haft varanleg áhrif á líkamsstarfsemi sjúklings og skemmt líffæri. Maðurinn kom á gjörgæsludeild Landspítalans í fylgd lögreglu og haft var samband við nánustu ættingja mannsins þegar alvarlegt ástand hans var ljóst. Maðurinn segir að sér hafi vart verið hugað líf þegar hann kom á sjúkrahúsið. Lífshættulegt ástand skapaðist en manninum var haldið sofandi um nokkra hríð vegna alvarleika ástands hans. Hann dvaldi á spítalanum í nokkra daga. Lögmaður mannsins, Guðmundur St. Ragnarsson, segir að farið verði fram á rannsókn frá lögreglu vegna málsins „Hann var fluttur nær dauða en lífi á spítalann. Ég mun óska eftir því að lögreglan upplýsi hvað átti sér þarna stað.“ Guðmundur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort atvikið verði kært til lögreglu enda liggi ekki nægar upplýsingar fyrir um tildrög þess. Ekki er leyfilegt að halda mönnum sem hafa verið handteknir lengur en í sólarhring ef ekki er óskað gæsluvarðhalds. Það er því ljóst að hið lífshættulega ástand mannsins skapaðist á nokkrum klukkustundum. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla hafi vaktað manninn um skamma hríð á meðan hann lá á gjörgæsludeild. Maðurinn er kominn úr lífshættu og dvelur ekki lengur á spítalanum.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira