Það þarf þjóð til að vernda barn á netinu Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 10. mars 2014 10:05 Á undanförnum vikum hefur verið mikil umræða í samfélaginu um orðræðu á netinu. Við erum minnt á að það sem einu sinni fer á netið er hægt að grafa upp aftur. Menn geta þurft að mæta fortíð sinni og svara fyrir orðræðu sem er geymd en ekki gleymd. Börnin okkar alast upp sem netverjar. Það fennir síður yfir bernskubrek þeirra en okkar sem vorum börn fyrir tíma netsins. Sár vegna illra ummæla eða myndefnis sem birt er af þeim er einnig erfiðara að græða, því sífellt er hægt að ýfa þau og opna. Netið hefur orðið vettvangur eineltis og ofbeldis og börn eru bæði gerendur og þolendur. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum íslenskum lögum eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu. Þau eiga líka rétt á umhyggju, leiðsögn og stuðningi. Þó foreldrar beri höfuðábyrgð á uppeldi og vernd barna sinna, verðum við öll sem samfélag að leggja hönd á plóg. Á netinu hefur aukist mjög efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kynferðisofbeldi. Framleiðsla, varsla, dreifing og skoðun á slíku efni er ólögleg. Kynferðislegt tal við börn, myndataka og myndbirting sem sýnir barn á kynferðislegan hátt er ofbeldi gegn barninu. Það er afar mikilvægt að allir séu meðvitaðir um rétt barna á vernd gegn slíku. Barnaheill- Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn ofbeldi á neti, ekki síst vernd gegn kynferðislegu ofbeldi. Verkefnið hefur verið styrkt af Safer Internet Action Plan, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er aðili að SAFT. Á barnaheill.is, er ábendingahnappur þar sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Þar er einnig hægt að tilkynna um mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum, um rafrænt einelti, um fullorðna sem misnota börn á ferðum erlendis og fleira. Ábendingarnar fara til skoðunar og rannsóknar hjá lögreglu og reynt er að tryggja að síðunum sé lokað sem fyrst. Framan af var lítið um ábendingar um íslenskt efni eða vefsíður sem voru vistaðar á Íslandi, en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað. Um er að ræða íslenskar vefsíður með kynferðislegu myndefni eða tali um íslensk börn og unglinga. Einnig hefur ábendingum um efni á samfélagsmiðlum fjölgað. Tækninni fleygir stöðugt fram Þrátt fyrir öfluga starfsemi til að vernda börn gegn ofbeldi á netinu og við að uppræta efni sem þangað ratar, er við ramman reip að draga. Tækninni fleygir stöðugt fram, stöðugt koma fram nýjar leiðir til samskipta og dreifingar á efni. Börn og unglingar eru gjarnan fremri foreldrum sínum við að tileinka sér nýja tækni og tæki. Orð eins og Yevvo, Snapchat, Xdating, Randimg.me og Talk2.me eru mörgum þeirra kunnugleg, á meðan fullorðna fólkið þekkir bara Facebook og sum Instagram og Twitter. Þeir sem hafa í hyggju að beita börn ofbeldi og nota netið sem verkfæri til þess, reyna alltaf að finna leiðir til ódæðisverkanna og til að fela slóð sína. Enn er mjög erfitt að uppræta það efni sem einu sinni er komið á netið. Eina örugga leiðin fram að þessu er að koma í veg fyrir að ofbeldið eigi sér stað. Það er gert með öflugri fræðslu og forvörnum. Það er gert með því að styrkja þær stoðir samfélagsins sem vinna með börnum og foreldrum þeirra. Það er sama hver tæknin og tækin eru, forvarnirnar snúast alltaf um það sama; að styrkja sjálfsmynd barnanna og kenna þeim að setja sér og umhverfi sínu mörk. Munum samt að það barn sem beitt er ofbeldi á neti ber þó enga ábyrgð á ofbeldinu, ábyrgðin er alltaf ofbeldismannsins. Nú stendur yfir fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin sem Barnaheill standa fyrir ásamt 22 veitingastöðum fram til 15. mars. Á barnaheill.is eru nánari upplýsingar um átakið og staðina. Við hvetjum alla til að fara út að borða með börnin og styrkja þannig verkefni samtakanna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Það þarf þjóð til að vernda barn – líka á netinu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur verið mikil umræða í samfélaginu um orðræðu á netinu. Við erum minnt á að það sem einu sinni fer á netið er hægt að grafa upp aftur. Menn geta þurft að mæta fortíð sinni og svara fyrir orðræðu sem er geymd en ekki gleymd. Börnin okkar alast upp sem netverjar. Það fennir síður yfir bernskubrek þeirra en okkar sem vorum börn fyrir tíma netsins. Sár vegna illra ummæla eða myndefnis sem birt er af þeim er einnig erfiðara að græða, því sífellt er hægt að ýfa þau og opna. Netið hefur orðið vettvangur eineltis og ofbeldis og börn eru bæði gerendur og þolendur. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum íslenskum lögum eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu. Þau eiga líka rétt á umhyggju, leiðsögn og stuðningi. Þó foreldrar beri höfuðábyrgð á uppeldi og vernd barna sinna, verðum við öll sem samfélag að leggja hönd á plóg. Á netinu hefur aukist mjög efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kynferðisofbeldi. Framleiðsla, varsla, dreifing og skoðun á slíku efni er ólögleg. Kynferðislegt tal við börn, myndataka og myndbirting sem sýnir barn á kynferðislegan hátt er ofbeldi gegn barninu. Það er afar mikilvægt að allir séu meðvitaðir um rétt barna á vernd gegn slíku. Barnaheill- Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn ofbeldi á neti, ekki síst vernd gegn kynferðislegu ofbeldi. Verkefnið hefur verið styrkt af Safer Internet Action Plan, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er aðili að SAFT. Á barnaheill.is, er ábendingahnappur þar sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Þar er einnig hægt að tilkynna um mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum, um rafrænt einelti, um fullorðna sem misnota börn á ferðum erlendis og fleira. Ábendingarnar fara til skoðunar og rannsóknar hjá lögreglu og reynt er að tryggja að síðunum sé lokað sem fyrst. Framan af var lítið um ábendingar um íslenskt efni eða vefsíður sem voru vistaðar á Íslandi, en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað. Um er að ræða íslenskar vefsíður með kynferðislegu myndefni eða tali um íslensk börn og unglinga. Einnig hefur ábendingum um efni á samfélagsmiðlum fjölgað. Tækninni fleygir stöðugt fram Þrátt fyrir öfluga starfsemi til að vernda börn gegn ofbeldi á netinu og við að uppræta efni sem þangað ratar, er við ramman reip að draga. Tækninni fleygir stöðugt fram, stöðugt koma fram nýjar leiðir til samskipta og dreifingar á efni. Börn og unglingar eru gjarnan fremri foreldrum sínum við að tileinka sér nýja tækni og tæki. Orð eins og Yevvo, Snapchat, Xdating, Randimg.me og Talk2.me eru mörgum þeirra kunnugleg, á meðan fullorðna fólkið þekkir bara Facebook og sum Instagram og Twitter. Þeir sem hafa í hyggju að beita börn ofbeldi og nota netið sem verkfæri til þess, reyna alltaf að finna leiðir til ódæðisverkanna og til að fela slóð sína. Enn er mjög erfitt að uppræta það efni sem einu sinni er komið á netið. Eina örugga leiðin fram að þessu er að koma í veg fyrir að ofbeldið eigi sér stað. Það er gert með öflugri fræðslu og forvörnum. Það er gert með því að styrkja þær stoðir samfélagsins sem vinna með börnum og foreldrum þeirra. Það er sama hver tæknin og tækin eru, forvarnirnar snúast alltaf um það sama; að styrkja sjálfsmynd barnanna og kenna þeim að setja sér og umhverfi sínu mörk. Munum samt að það barn sem beitt er ofbeldi á neti ber þó enga ábyrgð á ofbeldinu, ábyrgðin er alltaf ofbeldismannsins. Nú stendur yfir fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin sem Barnaheill standa fyrir ásamt 22 veitingastöðum fram til 15. mars. Á barnaheill.is eru nánari upplýsingar um átakið og staðina. Við hvetjum alla til að fara út að borða með börnin og styrkja þannig verkefni samtakanna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Það þarf þjóð til að vernda barn – líka á netinu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun