Það þarf þjóð til að vernda barn á netinu Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 10. mars 2014 10:05 Á undanförnum vikum hefur verið mikil umræða í samfélaginu um orðræðu á netinu. Við erum minnt á að það sem einu sinni fer á netið er hægt að grafa upp aftur. Menn geta þurft að mæta fortíð sinni og svara fyrir orðræðu sem er geymd en ekki gleymd. Börnin okkar alast upp sem netverjar. Það fennir síður yfir bernskubrek þeirra en okkar sem vorum börn fyrir tíma netsins. Sár vegna illra ummæla eða myndefnis sem birt er af þeim er einnig erfiðara að græða, því sífellt er hægt að ýfa þau og opna. Netið hefur orðið vettvangur eineltis og ofbeldis og börn eru bæði gerendur og þolendur. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum íslenskum lögum eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu. Þau eiga líka rétt á umhyggju, leiðsögn og stuðningi. Þó foreldrar beri höfuðábyrgð á uppeldi og vernd barna sinna, verðum við öll sem samfélag að leggja hönd á plóg. Á netinu hefur aukist mjög efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kynferðisofbeldi. Framleiðsla, varsla, dreifing og skoðun á slíku efni er ólögleg. Kynferðislegt tal við börn, myndataka og myndbirting sem sýnir barn á kynferðislegan hátt er ofbeldi gegn barninu. Það er afar mikilvægt að allir séu meðvitaðir um rétt barna á vernd gegn slíku. Barnaheill- Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn ofbeldi á neti, ekki síst vernd gegn kynferðislegu ofbeldi. Verkefnið hefur verið styrkt af Safer Internet Action Plan, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er aðili að SAFT. Á barnaheill.is, er ábendingahnappur þar sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Þar er einnig hægt að tilkynna um mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum, um rafrænt einelti, um fullorðna sem misnota börn á ferðum erlendis og fleira. Ábendingarnar fara til skoðunar og rannsóknar hjá lögreglu og reynt er að tryggja að síðunum sé lokað sem fyrst. Framan af var lítið um ábendingar um íslenskt efni eða vefsíður sem voru vistaðar á Íslandi, en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað. Um er að ræða íslenskar vefsíður með kynferðislegu myndefni eða tali um íslensk börn og unglinga. Einnig hefur ábendingum um efni á samfélagsmiðlum fjölgað. Tækninni fleygir stöðugt fram Þrátt fyrir öfluga starfsemi til að vernda börn gegn ofbeldi á netinu og við að uppræta efni sem þangað ratar, er við ramman reip að draga. Tækninni fleygir stöðugt fram, stöðugt koma fram nýjar leiðir til samskipta og dreifingar á efni. Börn og unglingar eru gjarnan fremri foreldrum sínum við að tileinka sér nýja tækni og tæki. Orð eins og Yevvo, Snapchat, Xdating, Randimg.me og Talk2.me eru mörgum þeirra kunnugleg, á meðan fullorðna fólkið þekkir bara Facebook og sum Instagram og Twitter. Þeir sem hafa í hyggju að beita börn ofbeldi og nota netið sem verkfæri til þess, reyna alltaf að finna leiðir til ódæðisverkanna og til að fela slóð sína. Enn er mjög erfitt að uppræta það efni sem einu sinni er komið á netið. Eina örugga leiðin fram að þessu er að koma í veg fyrir að ofbeldið eigi sér stað. Það er gert með öflugri fræðslu og forvörnum. Það er gert með því að styrkja þær stoðir samfélagsins sem vinna með börnum og foreldrum þeirra. Það er sama hver tæknin og tækin eru, forvarnirnar snúast alltaf um það sama; að styrkja sjálfsmynd barnanna og kenna þeim að setja sér og umhverfi sínu mörk. Munum samt að það barn sem beitt er ofbeldi á neti ber þó enga ábyrgð á ofbeldinu, ábyrgðin er alltaf ofbeldismannsins. Nú stendur yfir fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin sem Barnaheill standa fyrir ásamt 22 veitingastöðum fram til 15. mars. Á barnaheill.is eru nánari upplýsingar um átakið og staðina. Við hvetjum alla til að fara út að borða með börnin og styrkja þannig verkefni samtakanna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Það þarf þjóð til að vernda barn – líka á netinu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur verið mikil umræða í samfélaginu um orðræðu á netinu. Við erum minnt á að það sem einu sinni fer á netið er hægt að grafa upp aftur. Menn geta þurft að mæta fortíð sinni og svara fyrir orðræðu sem er geymd en ekki gleymd. Börnin okkar alast upp sem netverjar. Það fennir síður yfir bernskubrek þeirra en okkar sem vorum börn fyrir tíma netsins. Sár vegna illra ummæla eða myndefnis sem birt er af þeim er einnig erfiðara að græða, því sífellt er hægt að ýfa þau og opna. Netið hefur orðið vettvangur eineltis og ofbeldis og börn eru bæði gerendur og þolendur. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum íslenskum lögum eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu. Þau eiga líka rétt á umhyggju, leiðsögn og stuðningi. Þó foreldrar beri höfuðábyrgð á uppeldi og vernd barna sinna, verðum við öll sem samfélag að leggja hönd á plóg. Á netinu hefur aukist mjög efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kynferðisofbeldi. Framleiðsla, varsla, dreifing og skoðun á slíku efni er ólögleg. Kynferðislegt tal við börn, myndataka og myndbirting sem sýnir barn á kynferðislegan hátt er ofbeldi gegn barninu. Það er afar mikilvægt að allir séu meðvitaðir um rétt barna á vernd gegn slíku. Barnaheill- Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn ofbeldi á neti, ekki síst vernd gegn kynferðislegu ofbeldi. Verkefnið hefur verið styrkt af Safer Internet Action Plan, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er aðili að SAFT. Á barnaheill.is, er ábendingahnappur þar sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Þar er einnig hægt að tilkynna um mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum, um rafrænt einelti, um fullorðna sem misnota börn á ferðum erlendis og fleira. Ábendingarnar fara til skoðunar og rannsóknar hjá lögreglu og reynt er að tryggja að síðunum sé lokað sem fyrst. Framan af var lítið um ábendingar um íslenskt efni eða vefsíður sem voru vistaðar á Íslandi, en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað. Um er að ræða íslenskar vefsíður með kynferðislegu myndefni eða tali um íslensk börn og unglinga. Einnig hefur ábendingum um efni á samfélagsmiðlum fjölgað. Tækninni fleygir stöðugt fram Þrátt fyrir öfluga starfsemi til að vernda börn gegn ofbeldi á netinu og við að uppræta efni sem þangað ratar, er við ramman reip að draga. Tækninni fleygir stöðugt fram, stöðugt koma fram nýjar leiðir til samskipta og dreifingar á efni. Börn og unglingar eru gjarnan fremri foreldrum sínum við að tileinka sér nýja tækni og tæki. Orð eins og Yevvo, Snapchat, Xdating, Randimg.me og Talk2.me eru mörgum þeirra kunnugleg, á meðan fullorðna fólkið þekkir bara Facebook og sum Instagram og Twitter. Þeir sem hafa í hyggju að beita börn ofbeldi og nota netið sem verkfæri til þess, reyna alltaf að finna leiðir til ódæðisverkanna og til að fela slóð sína. Enn er mjög erfitt að uppræta það efni sem einu sinni er komið á netið. Eina örugga leiðin fram að þessu er að koma í veg fyrir að ofbeldið eigi sér stað. Það er gert með öflugri fræðslu og forvörnum. Það er gert með því að styrkja þær stoðir samfélagsins sem vinna með börnum og foreldrum þeirra. Það er sama hver tæknin og tækin eru, forvarnirnar snúast alltaf um það sama; að styrkja sjálfsmynd barnanna og kenna þeim að setja sér og umhverfi sínu mörk. Munum samt að það barn sem beitt er ofbeldi á neti ber þó enga ábyrgð á ofbeldinu, ábyrgðin er alltaf ofbeldismannsins. Nú stendur yfir fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin sem Barnaheill standa fyrir ásamt 22 veitingastöðum fram til 15. mars. Á barnaheill.is eru nánari upplýsingar um átakið og staðina. Við hvetjum alla til að fara út að borða með börnin og styrkja þannig verkefni samtakanna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Það þarf þjóð til að vernda barn – líka á netinu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun