Einelti samkvæmt ráðgjöf Una Margrét Jónsdóttir skrifar 10. mars 2014 00:00 Eins og fram kom í fjölmiðlum á liðnu ári var í nóvember fjöldauppsögn hjá Ríkisútvarpinu þar sem tugum starfsmanna var sagt upp. Í þessari grein ætla ég ekki að fjalla um uppsagnirnar sjálfar, heldur um aðferðina sem beitt var við þær. Þessi grein fjallar ekki heldur sérstaklega um Ríkisútvarpið þó að hún sé byggð á atburðum sem þar gerðust, hún fjallar um óheillavænlega þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár í mörgum fyrirtækjum. Í þessari fjöldauppsögn var flestum starfsmönnunum sagt upp á þann hátt að þeim var meinað að vinna uppsagnarfrest, þótt sumir þeirra vildu það, og óskað var eftir því að þeir hefðu sig sem fyrst út úr húsinu. Í uppsagnarbréfinu stóð „Viðveru á vinnustað lýkur þegar“ og látin voru falla orð eins og „Nærveru þinnar er ekki óskað“. Og þegar þessir starfsmenn komu að skrifborði sínu til að taka saman dótið sitt var búið að loka á tölvupóst þeirra og tölvugögn. Margir misstu þarna netföng og önnur gögn sem hefði getað komið þeim vel að eiga síðar. Einn dagskrárgerðarmaður hafði verið með framhaldssögu í þáttum sínum sem aðeins tveir lestrar voru eftir af. Hún fór fram á að fá að ljúka við söguna, hlustenda vegna, en því var ekki við komandi. Framkoman var, með öðrum orðum, eins og fólk hefði brotið eitthvað af sér þótt ekki væri um neitt slíkt að ræða, þvert á móti áttu margir starfsmennirnir að baki áratuga farsælt starf hjá fyrirtækinu. Þegar við grennsluðumst fyrir um það hjá stéttarfélaginu hvort slík framkoma væri lögleg komumst við að því að hér var ekki um einangrað tilvik að ræða. Við fengum að vita hjá BHM og víðar að þessi aðferð hefði færst mjög í vöxt eftir hrun og væri æ oftar notuð, bæði hjá einkafyrirtækjum og ríkisstofnunum. Sumstaðar væru jafnvel öryggisverðir látnir fylgja fólki út! Nú spyr ég: Hvers vegna? Við höfum reynt að spyrja þá sem stóðu að uppsögnunum hjá RÚV þessarar spurningar. Svörin sem við fengum voru þau að þetta hefði verið samkvæmt ráðgjöf færustu sérfræðinga. Fyrir nokkru spurði ég hverjir þessir sérfræðingar hefðu verið, en mannauðsstjóri RÚV þverneitaði að segja mér það.Eins og sakamenn Ég hef talað við marga af þeim sem sagt var upp. Langflestir segja að aðferðin sem beitt var hafi haft afar neikvæð áhrif á sig, sumir segja jafnvel að aðferðin hafi sært sig meir en uppsögnin sjálf. Enda geta menn ímyndað sér hvernig það er fyrir starfsmann sem hefur starfað með trúmennsku í áratugi að fá það allt í einu framan í sig að hann sé óæskileg persóna í augum fyrirtæksins. Fólk lýsti upplifun sinni af aðferðinni með orðum eins og: „ruddalegt“, „niðurlægjandi“, „vegið gegn starfsheiðri mínum“, „eins og þegar fátæklingar unnu á eyrinni“, „get ekki hugsað mér að koma þar aftur inn fyrir dyr.“ Hjá Fræðagarði hef ég fengið staðfest að fleiri en starfsmenn RÚV séu óánægðir með þessa uppsagnaraðferð, fólk sem missti vinnu á þennan hátt hjá öðrum fyrirtækjum hafi kvartað og finnist komið fram við sig eins og sakamenn. Nú geri ég mér ljóst að hjá sumum fyrirtækjum getur verið um viðkvæm gögn að ræða sem hætta er á að berist út úr fyrirtækinu og þess vegna ill nauðsyn að nota þessa aðferð. Slíku gæti maður sýnt skilning. En hjá RÚV var yfirleitt ekki um neitt slíkt að ræða og þær upplýsingar sem ég hef fengið benda til þess að aðferðin sé notuð hjá fleiri fyrirtækjum án þess að ástæða sé til.Afturhvarf Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21. öld finnst mér vera með ólíkindum. Þetta er afturhvarf til þeirra tíma þegar yfirmenn gátu komið fram við almennt starfsfólk eins og þeim sýndist og sýnt því lítilsvirðingu og yfirlæti. Það er undarlegt að þessi aðferð skuli færast í vöxt á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn þess að útrýma einelti því ég get ekki betur séð en að hér sé um að ræða einelti samkvæmt ráðgjöf. Að koma fram við ákveðinn hóp starfsmanna eins og annars flokks manneskjur, hvað er það annað en einelti? Og furðulegt er líka að þetta skuli færast í vöxt á sama tíma og mannauðsstjórum fjölgar því það starfsheiti virðist benda til þess að starfsfólkið eigi að vera stjórnendum mikils virði. En kannski eru sumir stjórnendur fremur farnir að líta á starfsfólkið sem „auð“ en „menn“. Uppsagnirnar hjá RÚV eru um garð gengnar. En ef ekki er brugðist við mun þessi lítilsvirðandi framkoma gagnvart starfsfólki halda áfram að breiðast út hjá fyrirtækjum landsins. Og skilaboð mín til almennra starfsmanna, stéttarfélaga og yfirmanna hjá fyrirtækjum eru þessi: Berjumst gegn þessari aðferð!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í fjölmiðlum á liðnu ári var í nóvember fjöldauppsögn hjá Ríkisútvarpinu þar sem tugum starfsmanna var sagt upp. Í þessari grein ætla ég ekki að fjalla um uppsagnirnar sjálfar, heldur um aðferðina sem beitt var við þær. Þessi grein fjallar ekki heldur sérstaklega um Ríkisútvarpið þó að hún sé byggð á atburðum sem þar gerðust, hún fjallar um óheillavænlega þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár í mörgum fyrirtækjum. Í þessari fjöldauppsögn var flestum starfsmönnunum sagt upp á þann hátt að þeim var meinað að vinna uppsagnarfrest, þótt sumir þeirra vildu það, og óskað var eftir því að þeir hefðu sig sem fyrst út úr húsinu. Í uppsagnarbréfinu stóð „Viðveru á vinnustað lýkur þegar“ og látin voru falla orð eins og „Nærveru þinnar er ekki óskað“. Og þegar þessir starfsmenn komu að skrifborði sínu til að taka saman dótið sitt var búið að loka á tölvupóst þeirra og tölvugögn. Margir misstu þarna netföng og önnur gögn sem hefði getað komið þeim vel að eiga síðar. Einn dagskrárgerðarmaður hafði verið með framhaldssögu í þáttum sínum sem aðeins tveir lestrar voru eftir af. Hún fór fram á að fá að ljúka við söguna, hlustenda vegna, en því var ekki við komandi. Framkoman var, með öðrum orðum, eins og fólk hefði brotið eitthvað af sér þótt ekki væri um neitt slíkt að ræða, þvert á móti áttu margir starfsmennirnir að baki áratuga farsælt starf hjá fyrirtækinu. Þegar við grennsluðumst fyrir um það hjá stéttarfélaginu hvort slík framkoma væri lögleg komumst við að því að hér var ekki um einangrað tilvik að ræða. Við fengum að vita hjá BHM og víðar að þessi aðferð hefði færst mjög í vöxt eftir hrun og væri æ oftar notuð, bæði hjá einkafyrirtækjum og ríkisstofnunum. Sumstaðar væru jafnvel öryggisverðir látnir fylgja fólki út! Nú spyr ég: Hvers vegna? Við höfum reynt að spyrja þá sem stóðu að uppsögnunum hjá RÚV þessarar spurningar. Svörin sem við fengum voru þau að þetta hefði verið samkvæmt ráðgjöf færustu sérfræðinga. Fyrir nokkru spurði ég hverjir þessir sérfræðingar hefðu verið, en mannauðsstjóri RÚV þverneitaði að segja mér það.Eins og sakamenn Ég hef talað við marga af þeim sem sagt var upp. Langflestir segja að aðferðin sem beitt var hafi haft afar neikvæð áhrif á sig, sumir segja jafnvel að aðferðin hafi sært sig meir en uppsögnin sjálf. Enda geta menn ímyndað sér hvernig það er fyrir starfsmann sem hefur starfað með trúmennsku í áratugi að fá það allt í einu framan í sig að hann sé óæskileg persóna í augum fyrirtæksins. Fólk lýsti upplifun sinni af aðferðinni með orðum eins og: „ruddalegt“, „niðurlægjandi“, „vegið gegn starfsheiðri mínum“, „eins og þegar fátæklingar unnu á eyrinni“, „get ekki hugsað mér að koma þar aftur inn fyrir dyr.“ Hjá Fræðagarði hef ég fengið staðfest að fleiri en starfsmenn RÚV séu óánægðir með þessa uppsagnaraðferð, fólk sem missti vinnu á þennan hátt hjá öðrum fyrirtækjum hafi kvartað og finnist komið fram við sig eins og sakamenn. Nú geri ég mér ljóst að hjá sumum fyrirtækjum getur verið um viðkvæm gögn að ræða sem hætta er á að berist út úr fyrirtækinu og þess vegna ill nauðsyn að nota þessa aðferð. Slíku gæti maður sýnt skilning. En hjá RÚV var yfirleitt ekki um neitt slíkt að ræða og þær upplýsingar sem ég hef fengið benda til þess að aðferðin sé notuð hjá fleiri fyrirtækjum án þess að ástæða sé til.Afturhvarf Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21. öld finnst mér vera með ólíkindum. Þetta er afturhvarf til þeirra tíma þegar yfirmenn gátu komið fram við almennt starfsfólk eins og þeim sýndist og sýnt því lítilsvirðingu og yfirlæti. Það er undarlegt að þessi aðferð skuli færast í vöxt á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn þess að útrýma einelti því ég get ekki betur séð en að hér sé um að ræða einelti samkvæmt ráðgjöf. Að koma fram við ákveðinn hóp starfsmanna eins og annars flokks manneskjur, hvað er það annað en einelti? Og furðulegt er líka að þetta skuli færast í vöxt á sama tíma og mannauðsstjórum fjölgar því það starfsheiti virðist benda til þess að starfsfólkið eigi að vera stjórnendum mikils virði. En kannski eru sumir stjórnendur fremur farnir að líta á starfsfólkið sem „auð“ en „menn“. Uppsagnirnar hjá RÚV eru um garð gengnar. En ef ekki er brugðist við mun þessi lítilsvirðandi framkoma gagnvart starfsfólki halda áfram að breiðast út hjá fyrirtækjum landsins. Og skilaboð mín til almennra starfsmanna, stéttarfélaga og yfirmanna hjá fyrirtækjum eru þessi: Berjumst gegn þessari aðferð!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun