Einelti samkvæmt ráðgjöf Una Margrét Jónsdóttir skrifar 10. mars 2014 00:00 Eins og fram kom í fjölmiðlum á liðnu ári var í nóvember fjöldauppsögn hjá Ríkisútvarpinu þar sem tugum starfsmanna var sagt upp. Í þessari grein ætla ég ekki að fjalla um uppsagnirnar sjálfar, heldur um aðferðina sem beitt var við þær. Þessi grein fjallar ekki heldur sérstaklega um Ríkisútvarpið þó að hún sé byggð á atburðum sem þar gerðust, hún fjallar um óheillavænlega þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár í mörgum fyrirtækjum. Í þessari fjöldauppsögn var flestum starfsmönnunum sagt upp á þann hátt að þeim var meinað að vinna uppsagnarfrest, þótt sumir þeirra vildu það, og óskað var eftir því að þeir hefðu sig sem fyrst út úr húsinu. Í uppsagnarbréfinu stóð „Viðveru á vinnustað lýkur þegar“ og látin voru falla orð eins og „Nærveru þinnar er ekki óskað“. Og þegar þessir starfsmenn komu að skrifborði sínu til að taka saman dótið sitt var búið að loka á tölvupóst þeirra og tölvugögn. Margir misstu þarna netföng og önnur gögn sem hefði getað komið þeim vel að eiga síðar. Einn dagskrárgerðarmaður hafði verið með framhaldssögu í þáttum sínum sem aðeins tveir lestrar voru eftir af. Hún fór fram á að fá að ljúka við söguna, hlustenda vegna, en því var ekki við komandi. Framkoman var, með öðrum orðum, eins og fólk hefði brotið eitthvað af sér þótt ekki væri um neitt slíkt að ræða, þvert á móti áttu margir starfsmennirnir að baki áratuga farsælt starf hjá fyrirtækinu. Þegar við grennsluðumst fyrir um það hjá stéttarfélaginu hvort slík framkoma væri lögleg komumst við að því að hér var ekki um einangrað tilvik að ræða. Við fengum að vita hjá BHM og víðar að þessi aðferð hefði færst mjög í vöxt eftir hrun og væri æ oftar notuð, bæði hjá einkafyrirtækjum og ríkisstofnunum. Sumstaðar væru jafnvel öryggisverðir látnir fylgja fólki út! Nú spyr ég: Hvers vegna? Við höfum reynt að spyrja þá sem stóðu að uppsögnunum hjá RÚV þessarar spurningar. Svörin sem við fengum voru þau að þetta hefði verið samkvæmt ráðgjöf færustu sérfræðinga. Fyrir nokkru spurði ég hverjir þessir sérfræðingar hefðu verið, en mannauðsstjóri RÚV þverneitaði að segja mér það.Eins og sakamenn Ég hef talað við marga af þeim sem sagt var upp. Langflestir segja að aðferðin sem beitt var hafi haft afar neikvæð áhrif á sig, sumir segja jafnvel að aðferðin hafi sært sig meir en uppsögnin sjálf. Enda geta menn ímyndað sér hvernig það er fyrir starfsmann sem hefur starfað með trúmennsku í áratugi að fá það allt í einu framan í sig að hann sé óæskileg persóna í augum fyrirtæksins. Fólk lýsti upplifun sinni af aðferðinni með orðum eins og: „ruddalegt“, „niðurlægjandi“, „vegið gegn starfsheiðri mínum“, „eins og þegar fátæklingar unnu á eyrinni“, „get ekki hugsað mér að koma þar aftur inn fyrir dyr.“ Hjá Fræðagarði hef ég fengið staðfest að fleiri en starfsmenn RÚV séu óánægðir með þessa uppsagnaraðferð, fólk sem missti vinnu á þennan hátt hjá öðrum fyrirtækjum hafi kvartað og finnist komið fram við sig eins og sakamenn. Nú geri ég mér ljóst að hjá sumum fyrirtækjum getur verið um viðkvæm gögn að ræða sem hætta er á að berist út úr fyrirtækinu og þess vegna ill nauðsyn að nota þessa aðferð. Slíku gæti maður sýnt skilning. En hjá RÚV var yfirleitt ekki um neitt slíkt að ræða og þær upplýsingar sem ég hef fengið benda til þess að aðferðin sé notuð hjá fleiri fyrirtækjum án þess að ástæða sé til.Afturhvarf Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21. öld finnst mér vera með ólíkindum. Þetta er afturhvarf til þeirra tíma þegar yfirmenn gátu komið fram við almennt starfsfólk eins og þeim sýndist og sýnt því lítilsvirðingu og yfirlæti. Það er undarlegt að þessi aðferð skuli færast í vöxt á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn þess að útrýma einelti því ég get ekki betur séð en að hér sé um að ræða einelti samkvæmt ráðgjöf. Að koma fram við ákveðinn hóp starfsmanna eins og annars flokks manneskjur, hvað er það annað en einelti? Og furðulegt er líka að þetta skuli færast í vöxt á sama tíma og mannauðsstjórum fjölgar því það starfsheiti virðist benda til þess að starfsfólkið eigi að vera stjórnendum mikils virði. En kannski eru sumir stjórnendur fremur farnir að líta á starfsfólkið sem „auð“ en „menn“. Uppsagnirnar hjá RÚV eru um garð gengnar. En ef ekki er brugðist við mun þessi lítilsvirðandi framkoma gagnvart starfsfólki halda áfram að breiðast út hjá fyrirtækjum landsins. Og skilaboð mín til almennra starfsmanna, stéttarfélaga og yfirmanna hjá fyrirtækjum eru þessi: Berjumst gegn þessari aðferð!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í fjölmiðlum á liðnu ári var í nóvember fjöldauppsögn hjá Ríkisútvarpinu þar sem tugum starfsmanna var sagt upp. Í þessari grein ætla ég ekki að fjalla um uppsagnirnar sjálfar, heldur um aðferðina sem beitt var við þær. Þessi grein fjallar ekki heldur sérstaklega um Ríkisútvarpið þó að hún sé byggð á atburðum sem þar gerðust, hún fjallar um óheillavænlega þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár í mörgum fyrirtækjum. Í þessari fjöldauppsögn var flestum starfsmönnunum sagt upp á þann hátt að þeim var meinað að vinna uppsagnarfrest, þótt sumir þeirra vildu það, og óskað var eftir því að þeir hefðu sig sem fyrst út úr húsinu. Í uppsagnarbréfinu stóð „Viðveru á vinnustað lýkur þegar“ og látin voru falla orð eins og „Nærveru þinnar er ekki óskað“. Og þegar þessir starfsmenn komu að skrifborði sínu til að taka saman dótið sitt var búið að loka á tölvupóst þeirra og tölvugögn. Margir misstu þarna netföng og önnur gögn sem hefði getað komið þeim vel að eiga síðar. Einn dagskrárgerðarmaður hafði verið með framhaldssögu í þáttum sínum sem aðeins tveir lestrar voru eftir af. Hún fór fram á að fá að ljúka við söguna, hlustenda vegna, en því var ekki við komandi. Framkoman var, með öðrum orðum, eins og fólk hefði brotið eitthvað af sér þótt ekki væri um neitt slíkt að ræða, þvert á móti áttu margir starfsmennirnir að baki áratuga farsælt starf hjá fyrirtækinu. Þegar við grennsluðumst fyrir um það hjá stéttarfélaginu hvort slík framkoma væri lögleg komumst við að því að hér var ekki um einangrað tilvik að ræða. Við fengum að vita hjá BHM og víðar að þessi aðferð hefði færst mjög í vöxt eftir hrun og væri æ oftar notuð, bæði hjá einkafyrirtækjum og ríkisstofnunum. Sumstaðar væru jafnvel öryggisverðir látnir fylgja fólki út! Nú spyr ég: Hvers vegna? Við höfum reynt að spyrja þá sem stóðu að uppsögnunum hjá RÚV þessarar spurningar. Svörin sem við fengum voru þau að þetta hefði verið samkvæmt ráðgjöf færustu sérfræðinga. Fyrir nokkru spurði ég hverjir þessir sérfræðingar hefðu verið, en mannauðsstjóri RÚV þverneitaði að segja mér það.Eins og sakamenn Ég hef talað við marga af þeim sem sagt var upp. Langflestir segja að aðferðin sem beitt var hafi haft afar neikvæð áhrif á sig, sumir segja jafnvel að aðferðin hafi sært sig meir en uppsögnin sjálf. Enda geta menn ímyndað sér hvernig það er fyrir starfsmann sem hefur starfað með trúmennsku í áratugi að fá það allt í einu framan í sig að hann sé óæskileg persóna í augum fyrirtæksins. Fólk lýsti upplifun sinni af aðferðinni með orðum eins og: „ruddalegt“, „niðurlægjandi“, „vegið gegn starfsheiðri mínum“, „eins og þegar fátæklingar unnu á eyrinni“, „get ekki hugsað mér að koma þar aftur inn fyrir dyr.“ Hjá Fræðagarði hef ég fengið staðfest að fleiri en starfsmenn RÚV séu óánægðir með þessa uppsagnaraðferð, fólk sem missti vinnu á þennan hátt hjá öðrum fyrirtækjum hafi kvartað og finnist komið fram við sig eins og sakamenn. Nú geri ég mér ljóst að hjá sumum fyrirtækjum getur verið um viðkvæm gögn að ræða sem hætta er á að berist út úr fyrirtækinu og þess vegna ill nauðsyn að nota þessa aðferð. Slíku gæti maður sýnt skilning. En hjá RÚV var yfirleitt ekki um neitt slíkt að ræða og þær upplýsingar sem ég hef fengið benda til þess að aðferðin sé notuð hjá fleiri fyrirtækjum án þess að ástæða sé til.Afturhvarf Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21. öld finnst mér vera með ólíkindum. Þetta er afturhvarf til þeirra tíma þegar yfirmenn gátu komið fram við almennt starfsfólk eins og þeim sýndist og sýnt því lítilsvirðingu og yfirlæti. Það er undarlegt að þessi aðferð skuli færast í vöxt á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn þess að útrýma einelti því ég get ekki betur séð en að hér sé um að ræða einelti samkvæmt ráðgjöf. Að koma fram við ákveðinn hóp starfsmanna eins og annars flokks manneskjur, hvað er það annað en einelti? Og furðulegt er líka að þetta skuli færast í vöxt á sama tíma og mannauðsstjórum fjölgar því það starfsheiti virðist benda til þess að starfsfólkið eigi að vera stjórnendum mikils virði. En kannski eru sumir stjórnendur fremur farnir að líta á starfsfólkið sem „auð“ en „menn“. Uppsagnirnar hjá RÚV eru um garð gengnar. En ef ekki er brugðist við mun þessi lítilsvirðandi framkoma gagnvart starfsfólki halda áfram að breiðast út hjá fyrirtækjum landsins. Og skilaboð mín til almennra starfsmanna, stéttarfélaga og yfirmanna hjá fyrirtækjum eru þessi: Berjumst gegn þessari aðferð!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun