Lífið

Föndraðu litríkar glasamottur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mynd/Inspired by Charm
Hægt er að búa til glasamottur sem lífga upp á tilveruna í nokkrum einföldum skrefum.

1. Verðið ykkur út um nokkrarkorkglasamottur – jafnvel sem þið eða einhver sem þið þekkið eru hættir að nota.

2. Byrjið á því að setja lím í miðjuna og límið feltkúlur á motturnar. Vinnið ykkur að börmum mottunnar, hring eftir hring.

3. Leyfið líminu að þorna áður en motturnar eru notaðar.

Hér er hægt að sleppa korkglasamottunum og sauma feltkúlurnar saman frekar með sterkum þræði.

Lumar þú á einföldu en skemmtilegu verkefni sem auðvelt er að framkvæma sjálfur?Sendu það endilega á netfangið liljakatrin@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.