Aukið jafnrétti – aukin hagsæld! Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 7. mars 2014 07:00 Umræðan um jafnrétti á vinnumarkaði hérlendis og á Vesturlöndum endurspeglar iðulega kynbundinn launamun, ójöfn tækifæri og aðgang að stjórnendastöðum fyrirtækja. Þetta er einungis hluti af stóru hnattrænu vandamáli sem er samofið sjálfbærri þróun og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Konur eru helmingur jarðarbúa en einungis um helmingur kvenna á „vinnualdri“ er í launuðu starfi. Framlag kvenna til hagkerfisins í heiminum er gríðarlega mikið, hvort sem það er í viðskiptum, landbúnaði og matvælaframleiðslu, frumkvöðlastarfsemi, sem starfsmenn eða með ólaunaðri vinnu á heimilinu. Til að mynda sjá konur í Afríku um 80% landbúnaðar- og matvælaframleiðslunnar í álfunni. Það vinnuframlag er oft ekki launað og þau störf sem greitt er fyrir eru láglaunuð og ekki örugg. Konur fá almennt lægri laun en karlar í heiminum, einnig í OECD-löndunum, en þar er almennur kynbundinn launamunur um 16%. Bág þjóðfélagsstaða og brot á vinnuréttindum, lögum og reglum á atvinnumarkaði hamla framgangi og tækifærum kvenna á atvinnumarkaði. Fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun, dregur úr fátækt, eflir þjóðfélagsstöðu kvenna almennt og eykur hagvöxt. Þegar fleiri konur vinna og fá laun fyrir þá vinnu, vex hagkerfi heimsins. Samkvæmt rannsóknum þá myndi verg landsframleiðsla Bandaríkjanna vera um 9% hærri ef launuð vinna kvenna væri til jafns við karla og á evrusvæðinu um 13% hærri og í Japan um 16% hærri. Framleiðni á hvern starfsmann (GDP) gæti aukist um allt að 40% með því að útrýma launamismun karla og kvenna almennt á vinnumarkaði og hjá stjórnendum. Greining Fortune á 500 stærstu fyrirtækjum heims varpar ljósi á að þau fyrirtæki sem eru með hærra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum skila hluthöfum 34% meiri arði en þau fyrirtæki sem eru með lágt hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. UN Women er í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á heimsvísu. Áherslusvið UN Women eru m.a. að auka þátttöku kvenna á atvinnumarkaði og stuðla að efnahagslegri valdeflingu kvenna í heiminum. Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact var kynntur fyrst á Alþjóðadegi kvenna 8. mars árið 2010 og er átaksverkefni stofnananna til að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Sáttmálinn samanstendur af sjö viðmiðum sem byggjast á stefnu Global Compact um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Á síðastliðnum fjórum árum hafa yfir 600 fyrirtæki skrifað undir Jafnréttissáttmálann, þar af 13 fyrirtæki hér heima. Þau fyrirtæki sem innleiða sáttmálann sýna samfélagsábyrgð í verki. Umfjöllun og vitundarvakning um jafnrétti á vinnumarkaði stuðlar að framþróun. Félag kvenna í atvinnurekstri, FKA, heldur fund í tilefni Alþjóðadags kvenna um mikilvægi þátttöku kvenna á atvinnumarkaði. Þó að umræða fundarins miðist við stöðu kvenna á Vesturlöndum þá hefur öll framþróun áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna til atvinnuþátttöku er ekki aðeins siðferðilega rétt – heldur eykur það hagsæld í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Umræðan um jafnrétti á vinnumarkaði hérlendis og á Vesturlöndum endurspeglar iðulega kynbundinn launamun, ójöfn tækifæri og aðgang að stjórnendastöðum fyrirtækja. Þetta er einungis hluti af stóru hnattrænu vandamáli sem er samofið sjálfbærri þróun og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Konur eru helmingur jarðarbúa en einungis um helmingur kvenna á „vinnualdri“ er í launuðu starfi. Framlag kvenna til hagkerfisins í heiminum er gríðarlega mikið, hvort sem það er í viðskiptum, landbúnaði og matvælaframleiðslu, frumkvöðlastarfsemi, sem starfsmenn eða með ólaunaðri vinnu á heimilinu. Til að mynda sjá konur í Afríku um 80% landbúnaðar- og matvælaframleiðslunnar í álfunni. Það vinnuframlag er oft ekki launað og þau störf sem greitt er fyrir eru láglaunuð og ekki örugg. Konur fá almennt lægri laun en karlar í heiminum, einnig í OECD-löndunum, en þar er almennur kynbundinn launamunur um 16%. Bág þjóðfélagsstaða og brot á vinnuréttindum, lögum og reglum á atvinnumarkaði hamla framgangi og tækifærum kvenna á atvinnumarkaði. Fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun, dregur úr fátækt, eflir þjóðfélagsstöðu kvenna almennt og eykur hagvöxt. Þegar fleiri konur vinna og fá laun fyrir þá vinnu, vex hagkerfi heimsins. Samkvæmt rannsóknum þá myndi verg landsframleiðsla Bandaríkjanna vera um 9% hærri ef launuð vinna kvenna væri til jafns við karla og á evrusvæðinu um 13% hærri og í Japan um 16% hærri. Framleiðni á hvern starfsmann (GDP) gæti aukist um allt að 40% með því að útrýma launamismun karla og kvenna almennt á vinnumarkaði og hjá stjórnendum. Greining Fortune á 500 stærstu fyrirtækjum heims varpar ljósi á að þau fyrirtæki sem eru með hærra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum skila hluthöfum 34% meiri arði en þau fyrirtæki sem eru með lágt hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. UN Women er í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á heimsvísu. Áherslusvið UN Women eru m.a. að auka þátttöku kvenna á atvinnumarkaði og stuðla að efnahagslegri valdeflingu kvenna í heiminum. Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact var kynntur fyrst á Alþjóðadegi kvenna 8. mars árið 2010 og er átaksverkefni stofnananna til að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Sáttmálinn samanstendur af sjö viðmiðum sem byggjast á stefnu Global Compact um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Á síðastliðnum fjórum árum hafa yfir 600 fyrirtæki skrifað undir Jafnréttissáttmálann, þar af 13 fyrirtæki hér heima. Þau fyrirtæki sem innleiða sáttmálann sýna samfélagsábyrgð í verki. Umfjöllun og vitundarvakning um jafnrétti á vinnumarkaði stuðlar að framþróun. Félag kvenna í atvinnurekstri, FKA, heldur fund í tilefni Alþjóðadags kvenna um mikilvægi þátttöku kvenna á atvinnumarkaði. Þó að umræða fundarins miðist við stöðu kvenna á Vesturlöndum þá hefur öll framþróun áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna til atvinnuþátttöku er ekki aðeins siðferðilega rétt – heldur eykur það hagsæld í heiminum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar