Sverrir Þór: Held ekki áfram eftir þetta grín Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:00 Sverrir þór Sverrisson er þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Vísir/Anton Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira