Að pakka inn mat í dýrmætar umbúðir og henda því síðan öllu í ruslið Sigríður Droplaug Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2014 07:00 Aukinn hagvöxtur hefur oft á tíðum í för með sér aukna og ósjálfbæra nýtingu á náttúruauðlindum jarðarinnar með neikvæðum áhrifum á umhverfi, samfélög og efnahag þjóða. The International Resource Panel hefur lagt áherslu á að hagvöxtur og nýting náttúruauðlinda sé sett í samhengi við hnignun umhverfisins. Slík nálgun væri að minnsta kosti ein leið til að takast á við aukinn þrýsting á náttúruauðlindir jarðarinnar, eitthvað sem blasir við flestum þjóðum heimsins í dag. Ósjálfbær auðlindanýting stuðlar meðal annars að verðhækkunum sem aftur leiðir af sér aukinn þrýsting á hagkerfi þjóða. Þróunarlöndin eru sérstaklega útsett fyrir slíkum verðhækkunum sem og lönd sem byggja framleiðslu sína að stórum hluta á hvers kyns innflutningi, eins og Ísland. Til Evrópu er flutt nettó inn meira af náttúruauðæfum á mann en í nokkurri annarri heimsálfu eða sem nemur 3 tonn/mann/ári. Fjölmörg þeirra landa sem flytja náttúruauðlindir til Evrópu standa frammi fyrir ýmiskonar þrýstingi eða samkeppni heima fyrir sem hefur áhrif á framboð þeirra. Slíkt leiðir meðal annars af sér hærra verð, dýrari framleiðsluvörur og lakari samkeppnisstöðu. Það er vel hægt að ímynda sér að staða Íslands sé svipuð og staða Evrópu í þessum efnum. Neysla Íslendinga hefur áhrif á náttúruauðlindir fjölmargra þjóða og ábyrgðin um sjálfbæra nýtingu auðlinda er síður en svo minni. Sú ábyrgð liggur víða. Einn liður í að draga úr auknu álagi á náttúruauðlindir er bætt auðlindastýring og aukin skilvirkni í nýtingu þeirra. Til að svo megi verða þurfa að koma til víðtækar aðgerðir á ólíkum sviðum. Vel er hægt að ímynda sér að Alþingi í samvinnu við hagsmunasamtök atvinnulífsins myndi móta stefnu þvert á atvinnugreinar sem stuðlar að nýsköpun og skilvirkni á nýtingu náttúruauðlinda. Einnig þyrfti að auka endurnotkun, endurvinnslu og endurhönnun vöru sem miðar að því að draga úr auðlindanotkun og sjálfbærri nálgun á auðlindanýtingu. Augljósustu dæmin um ósjálfbæra nýtingu auðlinda er ofnotkun umbúða og sóun á matvöru. Á Íslandi virðist skorta stefnu og aðgerðir til að draga úr umbúðanotkun og sóun matvæla og um leið að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa náð góðum tökum á skilvirkri nýtingu auðlinda. Til að mynda hafa mörg matvælafyrirtæki þróað bæði aðferðir og tækni við vinnslu afurða sem hámarkar nýtingu þeirra. Því skýtur það skökku við að sjá öðrum afurðum sóað við sölu vörunnar í formi umbúða. Tillaga til þingsályktunar um jákvæða hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda um að draga úr umbúðanotkun sem nú liggur fyrir á Alþingi má því teljast stórt skref í rétta átt í þessum efnum. Verslanir eru milliliðir milli framleiðenda og neytenda og sjá um að framboð á vörum sé bæði fjölbreytt og nægjanlegt. Hins vegar nær stór hluti vara aldrei á borð neytenda, ruslagámurinn á bak við verslunina er þeirra endastöð. ICA Malmborgs Tuna (Kvantum) í Lundi í Svíþjóð er þekkt dæmi um hvernig tekið var á þessum vanda. Í stað þess að henda vöru sem var að renna út þá tók til starfa Kokkurinn úrræðagóði (s. resurskocken) innan verslunarinnar. Kokkurinn eldar létta hádegisverði á sanngjörnu verði úr matvörum sem eru að renna út eða komnar á síðasta söludag. Með þessu móti tókst þessari tilteknu verslun að draga úr sóun á matvöru um 80%. Verði reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda innleidd verða vörur eins og þurrvara og frystivara merktar með „best fyrir“ sem lengir líftíma þeirra. Vel er hægt að ímynda sér að slíkt gæti dregið úr sóun á þessum tegundum matvæla. Í heimi þar sem sífellt fleiri náttúruauðlindir jarðarinnar eru komnar að þolmörkum og skortur er farinn að blasa við með tilheyrandi verðhækkunum er kappsmál að stuðla að skilvirkri nýtingu auðlinda við hönnun, framleiðslu, sölu og neyslu vara. Ísland er þar engin undantekning. Með því að minnka umbúðanotkun með sértækum aðgerðum og stuðla að skilvirkri nýtingu hráefnis er dregið úr sóun á náttúruauðlindum. Á þennan hátt geta íslenskir framleiðendur, smásalar og neytendur stuðlað að sjálfbærari nýtingu náttúruauðlinda og um leið dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum af neyslu okkar hér á landi á umhverfi og samfélög víða um heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aukinn hagvöxtur hefur oft á tíðum í för með sér aukna og ósjálfbæra nýtingu á náttúruauðlindum jarðarinnar með neikvæðum áhrifum á umhverfi, samfélög og efnahag þjóða. The International Resource Panel hefur lagt áherslu á að hagvöxtur og nýting náttúruauðlinda sé sett í samhengi við hnignun umhverfisins. Slík nálgun væri að minnsta kosti ein leið til að takast á við aukinn þrýsting á náttúruauðlindir jarðarinnar, eitthvað sem blasir við flestum þjóðum heimsins í dag. Ósjálfbær auðlindanýting stuðlar meðal annars að verðhækkunum sem aftur leiðir af sér aukinn þrýsting á hagkerfi þjóða. Þróunarlöndin eru sérstaklega útsett fyrir slíkum verðhækkunum sem og lönd sem byggja framleiðslu sína að stórum hluta á hvers kyns innflutningi, eins og Ísland. Til Evrópu er flutt nettó inn meira af náttúruauðæfum á mann en í nokkurri annarri heimsálfu eða sem nemur 3 tonn/mann/ári. Fjölmörg þeirra landa sem flytja náttúruauðlindir til Evrópu standa frammi fyrir ýmiskonar þrýstingi eða samkeppni heima fyrir sem hefur áhrif á framboð þeirra. Slíkt leiðir meðal annars af sér hærra verð, dýrari framleiðsluvörur og lakari samkeppnisstöðu. Það er vel hægt að ímynda sér að staða Íslands sé svipuð og staða Evrópu í þessum efnum. Neysla Íslendinga hefur áhrif á náttúruauðlindir fjölmargra þjóða og ábyrgðin um sjálfbæra nýtingu auðlinda er síður en svo minni. Sú ábyrgð liggur víða. Einn liður í að draga úr auknu álagi á náttúruauðlindir er bætt auðlindastýring og aukin skilvirkni í nýtingu þeirra. Til að svo megi verða þurfa að koma til víðtækar aðgerðir á ólíkum sviðum. Vel er hægt að ímynda sér að Alþingi í samvinnu við hagsmunasamtök atvinnulífsins myndi móta stefnu þvert á atvinnugreinar sem stuðlar að nýsköpun og skilvirkni á nýtingu náttúruauðlinda. Einnig þyrfti að auka endurnotkun, endurvinnslu og endurhönnun vöru sem miðar að því að draga úr auðlindanotkun og sjálfbærri nálgun á auðlindanýtingu. Augljósustu dæmin um ósjálfbæra nýtingu auðlinda er ofnotkun umbúða og sóun á matvöru. Á Íslandi virðist skorta stefnu og aðgerðir til að draga úr umbúðanotkun og sóun matvæla og um leið að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa náð góðum tökum á skilvirkri nýtingu auðlinda. Til að mynda hafa mörg matvælafyrirtæki þróað bæði aðferðir og tækni við vinnslu afurða sem hámarkar nýtingu þeirra. Því skýtur það skökku við að sjá öðrum afurðum sóað við sölu vörunnar í formi umbúða. Tillaga til þingsályktunar um jákvæða hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda um að draga úr umbúðanotkun sem nú liggur fyrir á Alþingi má því teljast stórt skref í rétta átt í þessum efnum. Verslanir eru milliliðir milli framleiðenda og neytenda og sjá um að framboð á vörum sé bæði fjölbreytt og nægjanlegt. Hins vegar nær stór hluti vara aldrei á borð neytenda, ruslagámurinn á bak við verslunina er þeirra endastöð. ICA Malmborgs Tuna (Kvantum) í Lundi í Svíþjóð er þekkt dæmi um hvernig tekið var á þessum vanda. Í stað þess að henda vöru sem var að renna út þá tók til starfa Kokkurinn úrræðagóði (s. resurskocken) innan verslunarinnar. Kokkurinn eldar létta hádegisverði á sanngjörnu verði úr matvörum sem eru að renna út eða komnar á síðasta söludag. Með þessu móti tókst þessari tilteknu verslun að draga úr sóun á matvöru um 80%. Verði reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda innleidd verða vörur eins og þurrvara og frystivara merktar með „best fyrir“ sem lengir líftíma þeirra. Vel er hægt að ímynda sér að slíkt gæti dregið úr sóun á þessum tegundum matvæla. Í heimi þar sem sífellt fleiri náttúruauðlindir jarðarinnar eru komnar að þolmörkum og skortur er farinn að blasa við með tilheyrandi verðhækkunum er kappsmál að stuðla að skilvirkri nýtingu auðlinda við hönnun, framleiðslu, sölu og neyslu vara. Ísland er þar engin undantekning. Með því að minnka umbúðanotkun með sértækum aðgerðum og stuðla að skilvirkri nýtingu hráefnis er dregið úr sóun á náttúruauðlindum. Á þennan hátt geta íslenskir framleiðendur, smásalar og neytendur stuðlað að sjálfbærari nýtingu náttúruauðlinda og um leið dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum af neyslu okkar hér á landi á umhverfi og samfélög víða um heim.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun