Hjúkrun aldraðra gjaldfelld? Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Um 240 hjúkrunarfræðingar vinna hjá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, af þeim langflestir hjá fyrirtækjum sem reka hjúkrunarheimili sem sjálfseignarstofnanir. Stærstu fyrirtækin þar eru Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnistuheimilin, hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Sóltún. Rekstur þessara fyrirtækja byggir á daggjaldagreiðslum sem koma alfarið frá ríkinu og nema að meðaltali um 720 þús. krónum á mánuði fyrir hvern íbúa hjúkrunarheimilisins. Sum þessara heimila hafa einnig gert samninga um tímabundnar hvíldarinnlagnir úr heimahúsum eða samninga um endurhæfingu við Landspítala. Um aðrar tekjur eða annan rekstur getur einnig verið að ræða. Hrafnistuheimilin reka Happdrætti DAS, og nokkur hjúkrunarheimili eru auk þess í öðrum rekstri sem tengist þjónustu við aldraða, til dæmis byggingu og rekstri þjónustu- og öryggisíbúða. Íbúar hjúkrunarheimila hafa hver og einn fengið formlegt vistunarmat þess efnis að heilsa þeirra leyfi ekki með nokkru móti að þeir búi lengur einir heima og að umönnun þeirra utan hjúkrunarheimilis sé ekki lengur möguleg þrátt fyrir heimahjúkrun, félagslega heimaþjónustu og stuðning aðstandanda. Engum vafa er því undirorpið að hér er um að ræða fjölveikt fólk, langflest aldrað. Öll hjúkrunarþjónusta á hjúkrunarheimilum er undir stjórn og á ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Unnið er samkvæmt viðurkenndum gæðastuðlum, skráning viðhöfð og samstarf haft við stoðstéttir og ekki síður aðstandendur þegar teknar eru ákvarðanir um hjúkrunarmeðferð. Góð hjúkrun undir stjórn hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum er einn af hornsteinum þess hve þjóðin býr við góða heilsu og er langlíf.Leiðrétta verður misræmið Nú er mikil ólga meðal hjúkrunarfræðinga innan hjúkrunarheimilanna. Síðastliðið vor fengu hjúkrunarfræðingar í starfi hjá ríkinu launaleiðréttingu gegnum stofnanasamninga. Sú hækkun skilaði sér ekki til kollega þeirra sem starfa hjá fyrirtækjum í velferðarþjónustu en lengi voru bundnar vonir við að hækkunin næðist með jafnlaunaátaki. Nú er hins vegar ljóst að launaleiðrétting fyrir þennan hóp næst ekki nema með viðbótarfjárveitingu frá ríkinu, hjúkrunarheimilin treysta sér ekki til að hækka launin nema að fá það bætt með hækkun daggjalda. Eina leiðin til að leiðrétta það misræmi sem er á kjörum hjúkrunarfræðinga er í gegnum kjarasamninga sem nú eru lausir. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar ráða sig ekki til starfa á hjúkrunarheimili fyrir lægri laun en kollegar þeirra fá á Landspítala. Afleiðingin verður skortur á hjúkrunarfræðingum innan öldrunarþjónustunnar. Með því er verið að draga úr gæðum hjúkrunarþjónustu á hjúkrunarheimilum sem felur í sér verri lífsgæði þeirra sem þar búa. Sú spurning hlýtur að vakna hvort verið sé að taka pólitíska ákvörðun um að draga úr kostnaði í heilbrigðiþjónustu á Íslandi með því að gjaldfella hjúkrun aldraðra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Um 240 hjúkrunarfræðingar vinna hjá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, af þeim langflestir hjá fyrirtækjum sem reka hjúkrunarheimili sem sjálfseignarstofnanir. Stærstu fyrirtækin þar eru Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnistuheimilin, hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Sóltún. Rekstur þessara fyrirtækja byggir á daggjaldagreiðslum sem koma alfarið frá ríkinu og nema að meðaltali um 720 þús. krónum á mánuði fyrir hvern íbúa hjúkrunarheimilisins. Sum þessara heimila hafa einnig gert samninga um tímabundnar hvíldarinnlagnir úr heimahúsum eða samninga um endurhæfingu við Landspítala. Um aðrar tekjur eða annan rekstur getur einnig verið að ræða. Hrafnistuheimilin reka Happdrætti DAS, og nokkur hjúkrunarheimili eru auk þess í öðrum rekstri sem tengist þjónustu við aldraða, til dæmis byggingu og rekstri þjónustu- og öryggisíbúða. Íbúar hjúkrunarheimila hafa hver og einn fengið formlegt vistunarmat þess efnis að heilsa þeirra leyfi ekki með nokkru móti að þeir búi lengur einir heima og að umönnun þeirra utan hjúkrunarheimilis sé ekki lengur möguleg þrátt fyrir heimahjúkrun, félagslega heimaþjónustu og stuðning aðstandanda. Engum vafa er því undirorpið að hér er um að ræða fjölveikt fólk, langflest aldrað. Öll hjúkrunarþjónusta á hjúkrunarheimilum er undir stjórn og á ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Unnið er samkvæmt viðurkenndum gæðastuðlum, skráning viðhöfð og samstarf haft við stoðstéttir og ekki síður aðstandendur þegar teknar eru ákvarðanir um hjúkrunarmeðferð. Góð hjúkrun undir stjórn hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum er einn af hornsteinum þess hve þjóðin býr við góða heilsu og er langlíf.Leiðrétta verður misræmið Nú er mikil ólga meðal hjúkrunarfræðinga innan hjúkrunarheimilanna. Síðastliðið vor fengu hjúkrunarfræðingar í starfi hjá ríkinu launaleiðréttingu gegnum stofnanasamninga. Sú hækkun skilaði sér ekki til kollega þeirra sem starfa hjá fyrirtækjum í velferðarþjónustu en lengi voru bundnar vonir við að hækkunin næðist með jafnlaunaátaki. Nú er hins vegar ljóst að launaleiðrétting fyrir þennan hóp næst ekki nema með viðbótarfjárveitingu frá ríkinu, hjúkrunarheimilin treysta sér ekki til að hækka launin nema að fá það bætt með hækkun daggjalda. Eina leiðin til að leiðrétta það misræmi sem er á kjörum hjúkrunarfræðinga er í gegnum kjarasamninga sem nú eru lausir. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar ráða sig ekki til starfa á hjúkrunarheimili fyrir lægri laun en kollegar þeirra fá á Landspítala. Afleiðingin verður skortur á hjúkrunarfræðingum innan öldrunarþjónustunnar. Með því er verið að draga úr gæðum hjúkrunarþjónustu á hjúkrunarheimilum sem felur í sér verri lífsgæði þeirra sem þar búa. Sú spurning hlýtur að vakna hvort verið sé að taka pólitíska ákvörðun um að draga úr kostnaði í heilbrigðiþjónustu á Íslandi með því að gjaldfella hjúkrun aldraðra?
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar