Lífið

Fékk sér Metallica-fangelsistattú

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Björn Stefánsson sýnir fallega Metallica-flúrið á handleggnum.
Björn Stefánsson sýnir fallega Metallica-flúrið á handleggnum. visir/valli
„Þetta er svona Stick"n Poke fangelsistattú og mig hafði dreymt um að fá mér þetta tattú frá því ég var tíu ára gamall,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson sem fékk sér fyrir skömmu Metallica-húðflúr á handlegginn.

Hann var staddur í svokölluðu Stick"n Poke partýi, þar sem fólk var að fá sér slík flúr. „Ég tók algjöra skyndiákvörðun um að kýla loksins á þetta tattú,“ segir Björn sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á húðflúrum.

Björn gerði garðinn frægan á sínum tíma með hljómsveitinni Mínus en sú hljómsveit var einnig þekkt fyrir flott flúr. „Mínus gerði samning við Fjölni tattú á sínum tíma,“ bætir Björn við léttur í lundu en hann er með um tíu húðflúr sem stendur.

Björn Stefánsson er með um það bil tíu húðflúr á líkama sínum.visir/gva
„Ég er með eitt annað svona fangelsistattú, en við erum nokkrir trommaravinir með heldur krúttlegan trommukjuða á upphandleggnum,“ segir Björn.

Hann hefur ásamt þeim Bjarna Sigurðarsyni gítarleikara, sem er einnig úr Mínus, Flosa Þorgeirssyni gítarleikara úr HAM, Snæbirni Ragnarssyni gítar/bassaleikara úr Skálmöld og Aðalbirni Tryggvasyni söngvara úr Sólstöfum stofnað hljómsveitina Melrakka og ætlar sveitin að leika Kill‘em all plötu Metallica í heild sinni á Græna Hattinum Akureyri föstudagskvöldið 7. mars og á Gauknum í höfuðborginni á laugardagskvöldið 8. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.