Spamalot sýnt í Stjórnarráðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar