Listrænn metnaður eða markaðsfræði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Í leiðara Friðriku Benónýsdóttur 11. febrúar er lýst áhyggjum af því að listamenn séu í auknum mæli hættir að trúa á gildi listarinnar og sé meira í mun að sanna að þeir skaffi peninga en skapi góða list. Hún rekur fyrir þessu tvær meginástæður, annars vegar aukna áherslu á hagræn áhrif skapandi greina og hins vegar neikvæða umfjöllun um listir almennt. Umræðu um hagræn áhrif lista og skapandi greina má rekja til sameiginlegs áhuga listamanna og fræðimanna á því að vita efnahagslegt umfang listastarfsemi í landinu. Það var árið 2010 sem settir voru opinberir fjármunir í rannsókn, sem leiddi í ljós umtalsverð hagræn áhrif greinanna. Atvinnuvegir þjóðarinnar hafa áratugum saman verið kortlagðir og fyrir þeim gerð grein í árlegum þjóðhagsreikningum, en hingað til hefur þáttur listamanna og hönnuða verið nánast ósýnilegur í þessum reikningum. Listamenn stíga fram Þessu vilja listamenn breyta, sem er eflaust ein af ástæðum þess að þeir hafa sjálfir orðið sýnilegir í umræðunni um þátt skapandi greina í þjóðarhag. Friðrika virðist gagnrýnin á þá þátttöku þar sem hún segir að listamenn hafi hvað eftir annað beitt sér fyrir umræðum um þessi hagrænu áhrif, jafnvel haldið um þau málþing. Bandalag íslenskra listamanna, sem samanstendur af fjórtán fagfélögum listafólks og arkitekta, hefur á undanförnum árum gengist fyrir málþingum í tengslum við aðalfund sinn. Umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytt en þingið 2013 fjallaði að sönnu um skapandi atvinnugreinar af sjónarhóli listamanna. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að listir og menning eignuðust fastan sess í þjóðhagsreikningum, en jafnframt komu fram svipaðar áhyggjur og lýst er í leiðara Friðriku, af aukinni áherslu á markaðssjónarmið í umfjöllun um listir og þeirri hættu að eigið gildi listanna gæti horfið í skuggann af yfirþyrmandi umfjöllun um þjóðhagslegt vægi þeirra. Von um aukið vægi skapandi greina Umræðan um hin hagrænu áhrif er ný af nálinni, hún helst í hendur við þörf á fjárhagslegri endurskipulagningu samfélagsins eftir hrun og speglar áætlanir nágrannalanda okkar um uppbyggingu starfa í skapandi greinum. Hún á sér líka rætur í breyttu munstri listmenntunar, sem hefur á seinni árum verið að færast til í kerfinu með þróun listnáms á háskólastigi. Einnig eru skýr merki um breytingar á uppbyggingu fagfélaga listafólks og meðvitund listamanna um kjör sín, t.d. með inngöngu æ fleiri félaga í Bandalag háskólamanna. Þá eru ótalin áform stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna um að hefja sókn í uppbyggingu atvinnutækifæra innan hins skapandi geira, en slíkar yfirlýsingar kveikja von meðal listamanna um aukið vægi greinanna. Með þetta í huga væri beinlínis undarlegt ef listamenn leiddu þessa umræðu hjá sér. Friðrika veltir hins vegar fyrir sér hvort niðrandi umfjöllun um störf listamanna sé farin að skjóta rótum í hugskoti þeirra sjálfra og verði þess beinlínis valdandi að þeim sé meira í mun að skaffa peninga en skapa góða list. Það dreg ég í efa. Vissulega þykir listamönnum oft nóg um þegar fjölmiðlar og samskiptamiðlar fyllast af athugasemdum á borð við þær að leggja beri niður Þjóðleikhúsið eða Sinfóníuhljómsveit Íslands, að misráðið hafi verið að ljúka byggingu Hörpu eða að listamenn ættu að fá sér eðlilega vinnu eins og venjulegt fólk. Satt að segja óttast ég fremur að gusur af þessu tagi hafi áhrif á tiltrú stjórnvalda og þeirra sem halda utan um opinbera fjármuni en að þær ógni listrænum metnaði listamannanna. Ég vil leyfa mér að ljúka þessu greinarkorni með því að þakka Friðriku Benónýsdóttur fyrir leiðarann og viðurkenna að áhyggjur hennar eru ekki tilefnislausar, en á sama tíma langar mig að hvetja hana og aðra áhugamenn um menningarumfjöllun að hefja til vegs umræðu sem vegur upp á móti möntrunni um að listin sé fyrst og fremst markaðsvara. Mín gæfa er fólgin í því að starfa daglega með listafólki sem hefur fulla trú á gildi listarinnar sem byltandi afls í samfélaginu og hefur ekki í hyggju að selja Satan sál sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Friðriku Benónýsdóttur 11. febrúar er lýst áhyggjum af því að listamenn séu í auknum mæli hættir að trúa á gildi listarinnar og sé meira í mun að sanna að þeir skaffi peninga en skapi góða list. Hún rekur fyrir þessu tvær meginástæður, annars vegar aukna áherslu á hagræn áhrif skapandi greina og hins vegar neikvæða umfjöllun um listir almennt. Umræðu um hagræn áhrif lista og skapandi greina má rekja til sameiginlegs áhuga listamanna og fræðimanna á því að vita efnahagslegt umfang listastarfsemi í landinu. Það var árið 2010 sem settir voru opinberir fjármunir í rannsókn, sem leiddi í ljós umtalsverð hagræn áhrif greinanna. Atvinnuvegir þjóðarinnar hafa áratugum saman verið kortlagðir og fyrir þeim gerð grein í árlegum þjóðhagsreikningum, en hingað til hefur þáttur listamanna og hönnuða verið nánast ósýnilegur í þessum reikningum. Listamenn stíga fram Þessu vilja listamenn breyta, sem er eflaust ein af ástæðum þess að þeir hafa sjálfir orðið sýnilegir í umræðunni um þátt skapandi greina í þjóðarhag. Friðrika virðist gagnrýnin á þá þátttöku þar sem hún segir að listamenn hafi hvað eftir annað beitt sér fyrir umræðum um þessi hagrænu áhrif, jafnvel haldið um þau málþing. Bandalag íslenskra listamanna, sem samanstendur af fjórtán fagfélögum listafólks og arkitekta, hefur á undanförnum árum gengist fyrir málþingum í tengslum við aðalfund sinn. Umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytt en þingið 2013 fjallaði að sönnu um skapandi atvinnugreinar af sjónarhóli listamanna. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að listir og menning eignuðust fastan sess í þjóðhagsreikningum, en jafnframt komu fram svipaðar áhyggjur og lýst er í leiðara Friðriku, af aukinni áherslu á markaðssjónarmið í umfjöllun um listir og þeirri hættu að eigið gildi listanna gæti horfið í skuggann af yfirþyrmandi umfjöllun um þjóðhagslegt vægi þeirra. Von um aukið vægi skapandi greina Umræðan um hin hagrænu áhrif er ný af nálinni, hún helst í hendur við þörf á fjárhagslegri endurskipulagningu samfélagsins eftir hrun og speglar áætlanir nágrannalanda okkar um uppbyggingu starfa í skapandi greinum. Hún á sér líka rætur í breyttu munstri listmenntunar, sem hefur á seinni árum verið að færast til í kerfinu með þróun listnáms á háskólastigi. Einnig eru skýr merki um breytingar á uppbyggingu fagfélaga listafólks og meðvitund listamanna um kjör sín, t.d. með inngöngu æ fleiri félaga í Bandalag háskólamanna. Þá eru ótalin áform stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna um að hefja sókn í uppbyggingu atvinnutækifæra innan hins skapandi geira, en slíkar yfirlýsingar kveikja von meðal listamanna um aukið vægi greinanna. Með þetta í huga væri beinlínis undarlegt ef listamenn leiddu þessa umræðu hjá sér. Friðrika veltir hins vegar fyrir sér hvort niðrandi umfjöllun um störf listamanna sé farin að skjóta rótum í hugskoti þeirra sjálfra og verði þess beinlínis valdandi að þeim sé meira í mun að skaffa peninga en skapa góða list. Það dreg ég í efa. Vissulega þykir listamönnum oft nóg um þegar fjölmiðlar og samskiptamiðlar fyllast af athugasemdum á borð við þær að leggja beri niður Þjóðleikhúsið eða Sinfóníuhljómsveit Íslands, að misráðið hafi verið að ljúka byggingu Hörpu eða að listamenn ættu að fá sér eðlilega vinnu eins og venjulegt fólk. Satt að segja óttast ég fremur að gusur af þessu tagi hafi áhrif á tiltrú stjórnvalda og þeirra sem halda utan um opinbera fjármuni en að þær ógni listrænum metnaði listamannanna. Ég vil leyfa mér að ljúka þessu greinarkorni með því að þakka Friðriku Benónýsdóttur fyrir leiðarann og viðurkenna að áhyggjur hennar eru ekki tilefnislausar, en á sama tíma langar mig að hvetja hana og aðra áhugamenn um menningarumfjöllun að hefja til vegs umræðu sem vegur upp á móti möntrunni um að listin sé fyrst og fremst markaðsvara. Mín gæfa er fólgin í því að starfa daglega með listafólki sem hefur fulla trú á gildi listarinnar sem byltandi afls í samfélaginu og hefur ekki í hyggju að selja Satan sál sína.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar