Dansað gegn ofbeldi? Hverju breytir það? Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Fyrir ári reis milljarður manna upp og dansaði í 207 löndum gegn kynbundnu ofbeldi. Ríflega 2.100 Íslendingar sýndu samtakamátt sinn og mættu í Hörpu og dönsuðu fyrir betri heimi þar sem konur þurfa ekki óttast að vera nauðgað, barðar, áreittar eða limlestar fyrir það eitt að vera kona. En hvaða áhrif hefur það að dansa gegn ofbeldi? Afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum gerist ekki á einni nóttu. Um 20% kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert og ein af hverjum þremur konum upplifir ofbeldi á lífsleiðinni. Almenn vitundarvakning, í raun bylting, þarf að eiga sér stað í hverju landi fyrir sig og á alþjóðlegum vettvangi til að stöðva kynbundið ofbeldi. Dans er ein leið til þess. Þess vegna hyggst UN Women á Íslandi endurtaka leikinn og halda viðburðinn „Milljarður rís“ til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis og til að vekja athygli og auka meðvitund um málefnið. Til að stöðva ofbeldið þurfa þolendur að stíga fram og segja sína sögu. Það kallar á umfjöllun sem hefur áhrif á viðhorf í samfélaginu sem kallar á breytingar á lögum. Þetta sáum við gerast á Indlandi í kjölfar hópnauðgunar í lok árs 2012 og fjöldamótmæla en þá voru gerðar allsherjar breytingar á allri löggjöf er varðar kynbundið ofbeldi eins og nauðganir, mansal og kynferðisáreitni. Jafnframt voru gerðar róttækar breytingar á meðferð slíkra mála, allt frá læknisskoðunum til fræðslu fyrir lögreglu og dómara.Sýnum samstöðu Vegna ötuls starfs UN Women og baráttufólks um allan heim hafa átt sér stað viss framfaraskref í jafnréttismálum úti um allan heim. Á árinu 2011 samþykkti kambódíska þingið löggjöf um sýruárásir. Gerendur geta átt yfir höfði sér allt að 10-30 ára fangelsisvist fyrir slíka árás. Evrópusambandið setti inn viðbætur við lög sem tryggja þolendum heimilisofbeldis sömu réttindi og brotaþolum annars konar ofbeldis. Þolendur heimilisofbeldis geta nú treyst því að nálgunarbönn og annars konar vernd gegn gerendum sem veitt er í einu landi gildi einnig í öðrum ríkjum ESB. Einnig samþykkti sádiarabíska þingið á árinu 2013 tímamótalöggjöf sem gerir ofbeldi gegn konum innan veggja heimilis og á vinnustöðum ólöglegt. Þrátt fyrir þennan árangur þá er það staðreynd að ein af hverjum þremur stúlkum í fátækustu löndum heims verður gift fyrir 18 ára aldur og að daglega eiga sér stað yfir 3.000 nauðganir í Suður-Afríku. Í Evrópu er helsta dánarorsök kvenna á aldrinum 16-44 ára heimilisofbeldi. Þó að jafnréttisbaráttan sé komin langt á veg á Íslandi miðað við önnur lönd þá er kynbundið ofbeldi jafnframt staðreynd hérlendis og hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst yfir áhyggjum sínum af hárri tíðni heimilisofbeldis og vægum refsingum. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Það viðheldur fátækt og veikri þjóðfélagsstöðu kvenna. Þessu þarf að breyta, því þetta er ekki róttæk krafa heldur grundvallarmannréttindi. UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12 í dag í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ári reis milljarður manna upp og dansaði í 207 löndum gegn kynbundnu ofbeldi. Ríflega 2.100 Íslendingar sýndu samtakamátt sinn og mættu í Hörpu og dönsuðu fyrir betri heimi þar sem konur þurfa ekki óttast að vera nauðgað, barðar, áreittar eða limlestar fyrir það eitt að vera kona. En hvaða áhrif hefur það að dansa gegn ofbeldi? Afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum gerist ekki á einni nóttu. Um 20% kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert og ein af hverjum þremur konum upplifir ofbeldi á lífsleiðinni. Almenn vitundarvakning, í raun bylting, þarf að eiga sér stað í hverju landi fyrir sig og á alþjóðlegum vettvangi til að stöðva kynbundið ofbeldi. Dans er ein leið til þess. Þess vegna hyggst UN Women á Íslandi endurtaka leikinn og halda viðburðinn „Milljarður rís“ til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis og til að vekja athygli og auka meðvitund um málefnið. Til að stöðva ofbeldið þurfa þolendur að stíga fram og segja sína sögu. Það kallar á umfjöllun sem hefur áhrif á viðhorf í samfélaginu sem kallar á breytingar á lögum. Þetta sáum við gerast á Indlandi í kjölfar hópnauðgunar í lok árs 2012 og fjöldamótmæla en þá voru gerðar allsherjar breytingar á allri löggjöf er varðar kynbundið ofbeldi eins og nauðganir, mansal og kynferðisáreitni. Jafnframt voru gerðar róttækar breytingar á meðferð slíkra mála, allt frá læknisskoðunum til fræðslu fyrir lögreglu og dómara.Sýnum samstöðu Vegna ötuls starfs UN Women og baráttufólks um allan heim hafa átt sér stað viss framfaraskref í jafnréttismálum úti um allan heim. Á árinu 2011 samþykkti kambódíska þingið löggjöf um sýruárásir. Gerendur geta átt yfir höfði sér allt að 10-30 ára fangelsisvist fyrir slíka árás. Evrópusambandið setti inn viðbætur við lög sem tryggja þolendum heimilisofbeldis sömu réttindi og brotaþolum annars konar ofbeldis. Þolendur heimilisofbeldis geta nú treyst því að nálgunarbönn og annars konar vernd gegn gerendum sem veitt er í einu landi gildi einnig í öðrum ríkjum ESB. Einnig samþykkti sádiarabíska þingið á árinu 2013 tímamótalöggjöf sem gerir ofbeldi gegn konum innan veggja heimilis og á vinnustöðum ólöglegt. Þrátt fyrir þennan árangur þá er það staðreynd að ein af hverjum þremur stúlkum í fátækustu löndum heims verður gift fyrir 18 ára aldur og að daglega eiga sér stað yfir 3.000 nauðganir í Suður-Afríku. Í Evrópu er helsta dánarorsök kvenna á aldrinum 16-44 ára heimilisofbeldi. Þó að jafnréttisbaráttan sé komin langt á veg á Íslandi miðað við önnur lönd þá er kynbundið ofbeldi jafnframt staðreynd hérlendis og hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst yfir áhyggjum sínum af hárri tíðni heimilisofbeldis og vægum refsingum. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Það viðheldur fátækt og veikri þjóðfélagsstöðu kvenna. Þessu þarf að breyta, því þetta er ekki róttæk krafa heldur grundvallarmannréttindi. UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12 í dag í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun