Meira um ýsu-vandamál smábáta Bárður Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Vegna frétta af fundum sjávarútvegsráðherra, Hafrannsóknastofnunar og smábátasjómanna vegna mikillar ýsuveiði, má ég til með að koma upplifun minni að, sem skipstjóri á línubát af miðunum í kringum Snæfellsnes. Kannski er rétt að taka fram að ég hef verið til sjós frá 1968 og skipstjóri frá 1988. Ég hef ekki lagt einn einasta línuspotta á hefðbundna veiðislóð á þessu fiskveiðiári til þess að forðast ýsuna. Samt er ýsan 40-45% af aflanum á móti þorski á veiðislóð þar sem ýsa hefur ekki fengist nema í mjög litlum mæli síðustu áratugi. Leggi maður línuna á hefðbundna veiðislóð á þessum tíma árs þar sem eðlilegt væri að ýsan væri 20-30% af aflanum er hlutfallið í dag 80-90% ýsa og mjög mikil veiði. Við þessar aðstæður sem hér er lýst neyðumst við til þess að róa 15 til 20 mílum dýpra með því óhagræði og kostnaði sem því fylgir. Allir ættu að gera sér grein fyrir því að slíkt er mjög óheppilegt á þessum árstíma þegar veður geta verið válynd eins og verið hefur undanfarnar vikur. Smábátaflotinn kláraði ýsuheimildir sínar fyrir jól og hefur síðan leigt hundruð tonna úr aflamarkskerfinu og nú er staðan sú að menn fá ekki lengur leigt, það er ekkert framboð af leigukvóta. Nú er útlit fyrir að mörgum bátum verði lagt og beitningamönnum sagt upp þó að talsverðar heimildir í þorski, ufsa og steinbít séu óveiddar. Þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem að framan er lýst þá virðist engin lausn í sjónmáli hjá stjórnvöldum. Því tel ég tilefni til að minna á tillögur Samtaka smærri útgerða, SSÚ, frá aðalfundi samtakanna þar sem m.a. var bent á leiðir til lausnar þessum vanda. Þar var m.a. lögð til svokölluð ígildaleið en í henni felst að menn gætu veitt ákveðinn hluta af úthlutuðum aflaheimildum í ígildum óháð tegund. Önnur tillaga felst í því að krókaaflamarksbátar fái heimild til að veiða eigin kvóta í þorskanet. SSÚ kom inn á ýmsar leiðir á aðalfundi samtakanna sem geta orðið til bóta við væntanlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og erum við reiðubúnir til viðræðna hvenær sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Vegna frétta af fundum sjávarútvegsráðherra, Hafrannsóknastofnunar og smábátasjómanna vegna mikillar ýsuveiði, má ég til með að koma upplifun minni að, sem skipstjóri á línubát af miðunum í kringum Snæfellsnes. Kannski er rétt að taka fram að ég hef verið til sjós frá 1968 og skipstjóri frá 1988. Ég hef ekki lagt einn einasta línuspotta á hefðbundna veiðislóð á þessu fiskveiðiári til þess að forðast ýsuna. Samt er ýsan 40-45% af aflanum á móti þorski á veiðislóð þar sem ýsa hefur ekki fengist nema í mjög litlum mæli síðustu áratugi. Leggi maður línuna á hefðbundna veiðislóð á þessum tíma árs þar sem eðlilegt væri að ýsan væri 20-30% af aflanum er hlutfallið í dag 80-90% ýsa og mjög mikil veiði. Við þessar aðstæður sem hér er lýst neyðumst við til þess að róa 15 til 20 mílum dýpra með því óhagræði og kostnaði sem því fylgir. Allir ættu að gera sér grein fyrir því að slíkt er mjög óheppilegt á þessum árstíma þegar veður geta verið válynd eins og verið hefur undanfarnar vikur. Smábátaflotinn kláraði ýsuheimildir sínar fyrir jól og hefur síðan leigt hundruð tonna úr aflamarkskerfinu og nú er staðan sú að menn fá ekki lengur leigt, það er ekkert framboð af leigukvóta. Nú er útlit fyrir að mörgum bátum verði lagt og beitningamönnum sagt upp þó að talsverðar heimildir í þorski, ufsa og steinbít séu óveiddar. Þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem að framan er lýst þá virðist engin lausn í sjónmáli hjá stjórnvöldum. Því tel ég tilefni til að minna á tillögur Samtaka smærri útgerða, SSÚ, frá aðalfundi samtakanna þar sem m.a. var bent á leiðir til lausnar þessum vanda. Þar var m.a. lögð til svokölluð ígildaleið en í henni felst að menn gætu veitt ákveðinn hluta af úthlutuðum aflaheimildum í ígildum óháð tegund. Önnur tillaga felst í því að krókaaflamarksbátar fái heimild til að veiða eigin kvóta í þorskanet. SSÚ kom inn á ýmsar leiðir á aðalfundi samtakanna sem geta orðið til bóta við væntanlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og erum við reiðubúnir til viðræðna hvenær sem er.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar