Glittir í sannleikann Ma Jisheng skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Upp á síðkastið hefur athygli fjölmiðla beinst að Austurlöndum fjær og því hvernig beri að líta á stríðsglæpamenn og þann árangur sem náðist eftir sigur í seinni heimsstyrjöldinni. Af því tilefni skrifaði ég grein þann 16. janúar sl. og lýsti skoðunum mínum á þessu málefni. Sendifulltrúi japanska sendiráðsins á Íslandi hefur brugðist við með þeim orðum að gagnrýni á Abe sé hluti af alþjóðlegri ófrægingarherferð Kína gegn Japan. Að heimsókn Abe í Yasukuni-hofið hafi verið til að votta föllnum hetjum virðingu sína en ekki stríðsglæpamönnum o.s.frv. Með þessari umræðu muni sannleikurinn smám saman koma í ljós og lesendur munu sjálfir getað áttað sig á staðreyndum málsins. Í fyrsta lagi er viðhorf Abe gagnvart sögu yfirgangs vel þekkt hjá þeim þjóðum Asíu sem þjáðust. Enginn hefur nokkurn tímann heyrt Abe minnast á að það hafi verið rangt af Japan á sínum tíma að ráðast á Kína og aðrar þjóðir Asíu og valda þeim ómældum skaða. Að dómurinn yfir 14 af verstu stríðsglæpamönnum heims hafi verið réttlátur og að Japanir eigi undanbragðalaust og á heiðarlegan hátt að biðjast afsökunar fyrir misgjörðir þess tíma. Þvert á móti hefur meira heyrst af því að Abe fegri sögu yfirgangs og standi í vörn fyrir stríðsglæpamenn. Með heimsókn sinni er Abe að sýna sitt rétta andlit og sýnir jafnframt með þessum gjörningi sína hægrisinnuðu söguskoðun blygðunarlaust.Markmiðið er friður Í öðru lagi er markmið utanríkisstefnu Kína einungis að viðhalda friði og stöðugleika í heiminum en ekki að valda orðspori Japans álitshnekki á heimsvísu eins og sendifulltrúinn lýsir. Í rauninni eru það orð og athafnir Abe sjálfs sem skaða orðspor Japans. Í því samhengi má benda á það að eftir heimsókn Abe gaf sendiherra Bandaríkjanna í Japan út tilkynningu þar sem hann lýsti „vonbrigðum“ sínum. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Suður-Kórea, Rússland, Singapúr ásamt fleiri löndum hafa gagnrýnt þessa hegðun Abe á mismunandi hátt. Varla getur verið að þau séu líka að skemma orðspor Japans? Í þriðja lagi skal nefna að í árásarstríðum Japans í fortíðinni var Yasukuni-hofið andlegt musteri hernaðarhyggju Japans og hafði mikilvægu hlutverki að gegna í því að hvetja til árásarhneigðar út á við. Í hofinu er Yushukan-skálinn þar sem enn stendur „árásargirni er réttlætanleg“ og er þar litið á „nasista austursins“, einhverja af verstu stríðsglæpamönnum Japans, sem hetjur. Allir geta verið sammála um að stríðsglæpamenn séu vondir menn, stríðsglæpamenn sem hafa dauða tuga milljóna manna á samviskunni hljóta að teljast sérstaklega slæmir einstaklingar. Abe hefur sagt að heimsókn hans í Yasukuni-hofið hafi verið til að votta virðingu og biðja fyrir heimsfriði en ekki stríðsglæpamönnum. Í samanburði við atburðinn þegar Willy Brandt, kanslari Þýskalands, kraup á kné fyrir framan minnismerkið um fallna gyðinga í Varsjá sést best hversu rangt það var hjá Abe að heimsækja Yasukuni-hofið og kom ásetningur hans þar berlega í ljós. Í fjórða lagi ber að nefna að fjórtán af verstu stríðsglæpamönnum þeim sem Yasukuni-hofið heiðrar ásamt öðrum árásaraðilum sköpuðu þjóðum Asíu og öðrum ómældar þjáningar. Bara innrás Japans í Kína er talin hafa kostað 35 milljónir kínverskra hermanna og almennra borgara lífið. Barátta heimsins við fasismann sigraði Japan að lokum en með tuga milljóna mannslífa fórnarkostnaði. Í dag er friður í Asíu og raunar öllum heiminum byggður á þessum grunni. Með því að votta virðingu sína morðingjum sem hafa slátrun á tugi milljóna saklausra borgara á samviskunni er Abe að hraksmá sigur heimsins gegn fasismanum.Sagan metin rétt Í fimmta lagi snýr gagnrýni Kína og fordæming á hegðun og orðum Abe einungis að heimsókn hans en beinist alls ekki að japönsku þjóðinni. Stjórn Kína hefur ávallt lagt áherslu á að skilja greinilega á milli hernaðarhyggju Japans annars vegar og japönsku þjóðarinnar hins vegar. Stjórn Kína hefur hvatt til að saga þessa tímabils sé metin á réttan hátt. Einstaka leiðtogar Japans hafa hvað eftir annað heimsótt Yasukuni-hofið og sært tilfinningar þjóða Asíu sem þurftu að þola ómældar þjáningar og stráð þannig salti í sárin. Orð og athafnir Abe og annarra hægrisinnaðra stjórnmálamanna eru alltaf að verða róttækari. Þess vegna er eðlilegt að fólk hafi vara á sér gagnvart því að Japan endurtaki mistök fortíðarinnar. Að lokum má benda á að eftir að Abe tók við völdum í Japan hefur hann verið ögrandi í samskiptum sínum við Kína. Á sama tíma hefur hann látið að því liggja að hann vilji viðræður á milli þjóðanna. Í rauninni er það svo að það sem hann kallar viðræður eiga að snúast um að það sé fullkomlega eðlilegt að hann heimsæki Yasukuni-hofið. Slíkar viðræður þar sem Abe stendur fast við rangindi sín munu að sjálfsögðu ekki fara fram enda gagnslausar með öllu. Kína og Japan eru nágrannar sem einungis hafið aðskilur. Góð samskipti Kína og Japans eru grundvallarhagsmunir beggja þjóðanna. Það er von okkar að Abe muni leiðrétta mistök sín, hætti að særa tilfinningar þjóða er þjáðust og hætti að stefna Japan inn á hættulega braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hefur athygli fjölmiðla beinst að Austurlöndum fjær og því hvernig beri að líta á stríðsglæpamenn og þann árangur sem náðist eftir sigur í seinni heimsstyrjöldinni. Af því tilefni skrifaði ég grein þann 16. janúar sl. og lýsti skoðunum mínum á þessu málefni. Sendifulltrúi japanska sendiráðsins á Íslandi hefur brugðist við með þeim orðum að gagnrýni á Abe sé hluti af alþjóðlegri ófrægingarherferð Kína gegn Japan. Að heimsókn Abe í Yasukuni-hofið hafi verið til að votta föllnum hetjum virðingu sína en ekki stríðsglæpamönnum o.s.frv. Með þessari umræðu muni sannleikurinn smám saman koma í ljós og lesendur munu sjálfir getað áttað sig á staðreyndum málsins. Í fyrsta lagi er viðhorf Abe gagnvart sögu yfirgangs vel þekkt hjá þeim þjóðum Asíu sem þjáðust. Enginn hefur nokkurn tímann heyrt Abe minnast á að það hafi verið rangt af Japan á sínum tíma að ráðast á Kína og aðrar þjóðir Asíu og valda þeim ómældum skaða. Að dómurinn yfir 14 af verstu stríðsglæpamönnum heims hafi verið réttlátur og að Japanir eigi undanbragðalaust og á heiðarlegan hátt að biðjast afsökunar fyrir misgjörðir þess tíma. Þvert á móti hefur meira heyrst af því að Abe fegri sögu yfirgangs og standi í vörn fyrir stríðsglæpamenn. Með heimsókn sinni er Abe að sýna sitt rétta andlit og sýnir jafnframt með þessum gjörningi sína hægrisinnuðu söguskoðun blygðunarlaust.Markmiðið er friður Í öðru lagi er markmið utanríkisstefnu Kína einungis að viðhalda friði og stöðugleika í heiminum en ekki að valda orðspori Japans álitshnekki á heimsvísu eins og sendifulltrúinn lýsir. Í rauninni eru það orð og athafnir Abe sjálfs sem skaða orðspor Japans. Í því samhengi má benda á það að eftir heimsókn Abe gaf sendiherra Bandaríkjanna í Japan út tilkynningu þar sem hann lýsti „vonbrigðum“ sínum. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Suður-Kórea, Rússland, Singapúr ásamt fleiri löndum hafa gagnrýnt þessa hegðun Abe á mismunandi hátt. Varla getur verið að þau séu líka að skemma orðspor Japans? Í þriðja lagi skal nefna að í árásarstríðum Japans í fortíðinni var Yasukuni-hofið andlegt musteri hernaðarhyggju Japans og hafði mikilvægu hlutverki að gegna í því að hvetja til árásarhneigðar út á við. Í hofinu er Yushukan-skálinn þar sem enn stendur „árásargirni er réttlætanleg“ og er þar litið á „nasista austursins“, einhverja af verstu stríðsglæpamönnum Japans, sem hetjur. Allir geta verið sammála um að stríðsglæpamenn séu vondir menn, stríðsglæpamenn sem hafa dauða tuga milljóna manna á samviskunni hljóta að teljast sérstaklega slæmir einstaklingar. Abe hefur sagt að heimsókn hans í Yasukuni-hofið hafi verið til að votta virðingu og biðja fyrir heimsfriði en ekki stríðsglæpamönnum. Í samanburði við atburðinn þegar Willy Brandt, kanslari Þýskalands, kraup á kné fyrir framan minnismerkið um fallna gyðinga í Varsjá sést best hversu rangt það var hjá Abe að heimsækja Yasukuni-hofið og kom ásetningur hans þar berlega í ljós. Í fjórða lagi ber að nefna að fjórtán af verstu stríðsglæpamönnum þeim sem Yasukuni-hofið heiðrar ásamt öðrum árásaraðilum sköpuðu þjóðum Asíu og öðrum ómældar þjáningar. Bara innrás Japans í Kína er talin hafa kostað 35 milljónir kínverskra hermanna og almennra borgara lífið. Barátta heimsins við fasismann sigraði Japan að lokum en með tuga milljóna mannslífa fórnarkostnaði. Í dag er friður í Asíu og raunar öllum heiminum byggður á þessum grunni. Með því að votta virðingu sína morðingjum sem hafa slátrun á tugi milljóna saklausra borgara á samviskunni er Abe að hraksmá sigur heimsins gegn fasismanum.Sagan metin rétt Í fimmta lagi snýr gagnrýni Kína og fordæming á hegðun og orðum Abe einungis að heimsókn hans en beinist alls ekki að japönsku þjóðinni. Stjórn Kína hefur ávallt lagt áherslu á að skilja greinilega á milli hernaðarhyggju Japans annars vegar og japönsku þjóðarinnar hins vegar. Stjórn Kína hefur hvatt til að saga þessa tímabils sé metin á réttan hátt. Einstaka leiðtogar Japans hafa hvað eftir annað heimsótt Yasukuni-hofið og sært tilfinningar þjóða Asíu sem þurftu að þola ómældar þjáningar og stráð þannig salti í sárin. Orð og athafnir Abe og annarra hægrisinnaðra stjórnmálamanna eru alltaf að verða róttækari. Þess vegna er eðlilegt að fólk hafi vara á sér gagnvart því að Japan endurtaki mistök fortíðarinnar. Að lokum má benda á að eftir að Abe tók við völdum í Japan hefur hann verið ögrandi í samskiptum sínum við Kína. Á sama tíma hefur hann látið að því liggja að hann vilji viðræður á milli þjóðanna. Í rauninni er það svo að það sem hann kallar viðræður eiga að snúast um að það sé fullkomlega eðlilegt að hann heimsæki Yasukuni-hofið. Slíkar viðræður þar sem Abe stendur fast við rangindi sín munu að sjálfsögðu ekki fara fram enda gagnslausar með öllu. Kína og Japan eru nágrannar sem einungis hafið aðskilur. Góð samskipti Kína og Japans eru grundvallarhagsmunir beggja þjóðanna. Það er von okkar að Abe muni leiðrétta mistök sín, hætti að særa tilfinningar þjóða er þjáðust og hætti að stefna Japan inn á hættulega braut.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar