Glittir í sannleikann Ma Jisheng skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Upp á síðkastið hefur athygli fjölmiðla beinst að Austurlöndum fjær og því hvernig beri að líta á stríðsglæpamenn og þann árangur sem náðist eftir sigur í seinni heimsstyrjöldinni. Af því tilefni skrifaði ég grein þann 16. janúar sl. og lýsti skoðunum mínum á þessu málefni. Sendifulltrúi japanska sendiráðsins á Íslandi hefur brugðist við með þeim orðum að gagnrýni á Abe sé hluti af alþjóðlegri ófrægingarherferð Kína gegn Japan. Að heimsókn Abe í Yasukuni-hofið hafi verið til að votta föllnum hetjum virðingu sína en ekki stríðsglæpamönnum o.s.frv. Með þessari umræðu muni sannleikurinn smám saman koma í ljós og lesendur munu sjálfir getað áttað sig á staðreyndum málsins. Í fyrsta lagi er viðhorf Abe gagnvart sögu yfirgangs vel þekkt hjá þeim þjóðum Asíu sem þjáðust. Enginn hefur nokkurn tímann heyrt Abe minnast á að það hafi verið rangt af Japan á sínum tíma að ráðast á Kína og aðrar þjóðir Asíu og valda þeim ómældum skaða. Að dómurinn yfir 14 af verstu stríðsglæpamönnum heims hafi verið réttlátur og að Japanir eigi undanbragðalaust og á heiðarlegan hátt að biðjast afsökunar fyrir misgjörðir þess tíma. Þvert á móti hefur meira heyrst af því að Abe fegri sögu yfirgangs og standi í vörn fyrir stríðsglæpamenn. Með heimsókn sinni er Abe að sýna sitt rétta andlit og sýnir jafnframt með þessum gjörningi sína hægrisinnuðu söguskoðun blygðunarlaust.Markmiðið er friður Í öðru lagi er markmið utanríkisstefnu Kína einungis að viðhalda friði og stöðugleika í heiminum en ekki að valda orðspori Japans álitshnekki á heimsvísu eins og sendifulltrúinn lýsir. Í rauninni eru það orð og athafnir Abe sjálfs sem skaða orðspor Japans. Í því samhengi má benda á það að eftir heimsókn Abe gaf sendiherra Bandaríkjanna í Japan út tilkynningu þar sem hann lýsti „vonbrigðum“ sínum. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Suður-Kórea, Rússland, Singapúr ásamt fleiri löndum hafa gagnrýnt þessa hegðun Abe á mismunandi hátt. Varla getur verið að þau séu líka að skemma orðspor Japans? Í þriðja lagi skal nefna að í árásarstríðum Japans í fortíðinni var Yasukuni-hofið andlegt musteri hernaðarhyggju Japans og hafði mikilvægu hlutverki að gegna í því að hvetja til árásarhneigðar út á við. Í hofinu er Yushukan-skálinn þar sem enn stendur „árásargirni er réttlætanleg“ og er þar litið á „nasista austursins“, einhverja af verstu stríðsglæpamönnum Japans, sem hetjur. Allir geta verið sammála um að stríðsglæpamenn séu vondir menn, stríðsglæpamenn sem hafa dauða tuga milljóna manna á samviskunni hljóta að teljast sérstaklega slæmir einstaklingar. Abe hefur sagt að heimsókn hans í Yasukuni-hofið hafi verið til að votta virðingu og biðja fyrir heimsfriði en ekki stríðsglæpamönnum. Í samanburði við atburðinn þegar Willy Brandt, kanslari Þýskalands, kraup á kné fyrir framan minnismerkið um fallna gyðinga í Varsjá sést best hversu rangt það var hjá Abe að heimsækja Yasukuni-hofið og kom ásetningur hans þar berlega í ljós. Í fjórða lagi ber að nefna að fjórtán af verstu stríðsglæpamönnum þeim sem Yasukuni-hofið heiðrar ásamt öðrum árásaraðilum sköpuðu þjóðum Asíu og öðrum ómældar þjáningar. Bara innrás Japans í Kína er talin hafa kostað 35 milljónir kínverskra hermanna og almennra borgara lífið. Barátta heimsins við fasismann sigraði Japan að lokum en með tuga milljóna mannslífa fórnarkostnaði. Í dag er friður í Asíu og raunar öllum heiminum byggður á þessum grunni. Með því að votta virðingu sína morðingjum sem hafa slátrun á tugi milljóna saklausra borgara á samviskunni er Abe að hraksmá sigur heimsins gegn fasismanum.Sagan metin rétt Í fimmta lagi snýr gagnrýni Kína og fordæming á hegðun og orðum Abe einungis að heimsókn hans en beinist alls ekki að japönsku þjóðinni. Stjórn Kína hefur ávallt lagt áherslu á að skilja greinilega á milli hernaðarhyggju Japans annars vegar og japönsku þjóðarinnar hins vegar. Stjórn Kína hefur hvatt til að saga þessa tímabils sé metin á réttan hátt. Einstaka leiðtogar Japans hafa hvað eftir annað heimsótt Yasukuni-hofið og sært tilfinningar þjóða Asíu sem þurftu að þola ómældar þjáningar og stráð þannig salti í sárin. Orð og athafnir Abe og annarra hægrisinnaðra stjórnmálamanna eru alltaf að verða róttækari. Þess vegna er eðlilegt að fólk hafi vara á sér gagnvart því að Japan endurtaki mistök fortíðarinnar. Að lokum má benda á að eftir að Abe tók við völdum í Japan hefur hann verið ögrandi í samskiptum sínum við Kína. Á sama tíma hefur hann látið að því liggja að hann vilji viðræður á milli þjóðanna. Í rauninni er það svo að það sem hann kallar viðræður eiga að snúast um að það sé fullkomlega eðlilegt að hann heimsæki Yasukuni-hofið. Slíkar viðræður þar sem Abe stendur fast við rangindi sín munu að sjálfsögðu ekki fara fram enda gagnslausar með öllu. Kína og Japan eru nágrannar sem einungis hafið aðskilur. Góð samskipti Kína og Japans eru grundvallarhagsmunir beggja þjóðanna. Það er von okkar að Abe muni leiðrétta mistök sín, hætti að særa tilfinningar þjóða er þjáðust og hætti að stefna Japan inn á hættulega braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hefur athygli fjölmiðla beinst að Austurlöndum fjær og því hvernig beri að líta á stríðsglæpamenn og þann árangur sem náðist eftir sigur í seinni heimsstyrjöldinni. Af því tilefni skrifaði ég grein þann 16. janúar sl. og lýsti skoðunum mínum á þessu málefni. Sendifulltrúi japanska sendiráðsins á Íslandi hefur brugðist við með þeim orðum að gagnrýni á Abe sé hluti af alþjóðlegri ófrægingarherferð Kína gegn Japan. Að heimsókn Abe í Yasukuni-hofið hafi verið til að votta föllnum hetjum virðingu sína en ekki stríðsglæpamönnum o.s.frv. Með þessari umræðu muni sannleikurinn smám saman koma í ljós og lesendur munu sjálfir getað áttað sig á staðreyndum málsins. Í fyrsta lagi er viðhorf Abe gagnvart sögu yfirgangs vel þekkt hjá þeim þjóðum Asíu sem þjáðust. Enginn hefur nokkurn tímann heyrt Abe minnast á að það hafi verið rangt af Japan á sínum tíma að ráðast á Kína og aðrar þjóðir Asíu og valda þeim ómældum skaða. Að dómurinn yfir 14 af verstu stríðsglæpamönnum heims hafi verið réttlátur og að Japanir eigi undanbragðalaust og á heiðarlegan hátt að biðjast afsökunar fyrir misgjörðir þess tíma. Þvert á móti hefur meira heyrst af því að Abe fegri sögu yfirgangs og standi í vörn fyrir stríðsglæpamenn. Með heimsókn sinni er Abe að sýna sitt rétta andlit og sýnir jafnframt með þessum gjörningi sína hægrisinnuðu söguskoðun blygðunarlaust.Markmiðið er friður Í öðru lagi er markmið utanríkisstefnu Kína einungis að viðhalda friði og stöðugleika í heiminum en ekki að valda orðspori Japans álitshnekki á heimsvísu eins og sendifulltrúinn lýsir. Í rauninni eru það orð og athafnir Abe sjálfs sem skaða orðspor Japans. Í því samhengi má benda á það að eftir heimsókn Abe gaf sendiherra Bandaríkjanna í Japan út tilkynningu þar sem hann lýsti „vonbrigðum“ sínum. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Suður-Kórea, Rússland, Singapúr ásamt fleiri löndum hafa gagnrýnt þessa hegðun Abe á mismunandi hátt. Varla getur verið að þau séu líka að skemma orðspor Japans? Í þriðja lagi skal nefna að í árásarstríðum Japans í fortíðinni var Yasukuni-hofið andlegt musteri hernaðarhyggju Japans og hafði mikilvægu hlutverki að gegna í því að hvetja til árásarhneigðar út á við. Í hofinu er Yushukan-skálinn þar sem enn stendur „árásargirni er réttlætanleg“ og er þar litið á „nasista austursins“, einhverja af verstu stríðsglæpamönnum Japans, sem hetjur. Allir geta verið sammála um að stríðsglæpamenn séu vondir menn, stríðsglæpamenn sem hafa dauða tuga milljóna manna á samviskunni hljóta að teljast sérstaklega slæmir einstaklingar. Abe hefur sagt að heimsókn hans í Yasukuni-hofið hafi verið til að votta virðingu og biðja fyrir heimsfriði en ekki stríðsglæpamönnum. Í samanburði við atburðinn þegar Willy Brandt, kanslari Þýskalands, kraup á kné fyrir framan minnismerkið um fallna gyðinga í Varsjá sést best hversu rangt það var hjá Abe að heimsækja Yasukuni-hofið og kom ásetningur hans þar berlega í ljós. Í fjórða lagi ber að nefna að fjórtán af verstu stríðsglæpamönnum þeim sem Yasukuni-hofið heiðrar ásamt öðrum árásaraðilum sköpuðu þjóðum Asíu og öðrum ómældar þjáningar. Bara innrás Japans í Kína er talin hafa kostað 35 milljónir kínverskra hermanna og almennra borgara lífið. Barátta heimsins við fasismann sigraði Japan að lokum en með tuga milljóna mannslífa fórnarkostnaði. Í dag er friður í Asíu og raunar öllum heiminum byggður á þessum grunni. Með því að votta virðingu sína morðingjum sem hafa slátrun á tugi milljóna saklausra borgara á samviskunni er Abe að hraksmá sigur heimsins gegn fasismanum.Sagan metin rétt Í fimmta lagi snýr gagnrýni Kína og fordæming á hegðun og orðum Abe einungis að heimsókn hans en beinist alls ekki að japönsku þjóðinni. Stjórn Kína hefur ávallt lagt áherslu á að skilja greinilega á milli hernaðarhyggju Japans annars vegar og japönsku þjóðarinnar hins vegar. Stjórn Kína hefur hvatt til að saga þessa tímabils sé metin á réttan hátt. Einstaka leiðtogar Japans hafa hvað eftir annað heimsótt Yasukuni-hofið og sært tilfinningar þjóða Asíu sem þurftu að þola ómældar þjáningar og stráð þannig salti í sárin. Orð og athafnir Abe og annarra hægrisinnaðra stjórnmálamanna eru alltaf að verða róttækari. Þess vegna er eðlilegt að fólk hafi vara á sér gagnvart því að Japan endurtaki mistök fortíðarinnar. Að lokum má benda á að eftir að Abe tók við völdum í Japan hefur hann verið ögrandi í samskiptum sínum við Kína. Á sama tíma hefur hann látið að því liggja að hann vilji viðræður á milli þjóðanna. Í rauninni er það svo að það sem hann kallar viðræður eiga að snúast um að það sé fullkomlega eðlilegt að hann heimsæki Yasukuni-hofið. Slíkar viðræður þar sem Abe stendur fast við rangindi sín munu að sjálfsögðu ekki fara fram enda gagnslausar með öllu. Kína og Japan eru nágrannar sem einungis hafið aðskilur. Góð samskipti Kína og Japans eru grundvallarhagsmunir beggja þjóðanna. Það er von okkar að Abe muni leiðrétta mistök sín, hætti að særa tilfinningar þjóða er þjáðust og hætti að stefna Japan inn á hættulega braut.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar