Mannauður í skólastofum landsins, kjör kennara G. Svala Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Launamál kennara eru mikið í deiglunni þessa dagana. Framhaldsskólakennarar vilja leiðrétta laun sín sem komin eru úr öllu samhengi við þann raunveruleika sem þau ættu að vera í. Það er dapurleg staðreynd að kennarar virðast vera læstir í tannhjóli tilgangsleysis, einhverskonar tómarúmi í launabaráttu sinni. Þeir setja fram eðlilegar launakröfur sem eru hundsaðar og þurfa þá að grípa til verkfallsaðgerða sem auðvitað bitna sárlega á nemendum. Þá virðist allur fagurgalinn sem stjórnvöld grípa til á tyllidögum vera eins og hjáróma timburmenn í fjarska. Þá er ekki verið að undirstrika mikilvægi menntunar fyrir börn og ungmenni landsins eða að mæra hlutverk kennarans. Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvernig stendur á þessu viðhorfi og því tvöfalda siðgæði sem menn hafa komið sér upp varðandi umræðuna um menntamál. Af hverju eru stjórnvöld að tala um mikilvægi menntunar um leið og þau undirstrika svo með aðgerðum sínum að þau meti vinnu kennara ekki mikils? Það sem venjulega er tíundað í umræðunni er, að það séu einfaldlega ekki til peningar. Það hafa alltaf ríkt gríðarleg blankheit í íslensku samfélagi þegar kemur að launum kennara. Það er alltaf slæmt efnahagsástand sem kemur í veg fyrir að kennarar njóti sannmælis eða eitthvert það ástand sem þeir, eins og reyndar fleiri hópar, eiga að taka ábyrgð á með því að stilla kröfum sínum í hóf. Þeir eiga að bíða betri tíma sem lætur á sér standa. Ef peningaástæðan er dregin frá umræðunni um laun kennara, hvað stendur þá eftir sem skýring á umræddu ástandi?Viðhorfsvandi? Getur verið að hér sé að hluta til um viðhorfsvanda að ræða? Gildismatið hér á landi virðist stundum vera um of vilhallt mikilfenglegum verkfræðilegum áætlunum, stórvirkum vinnuvélum, lögfræðilegu valdapoti, hátimbruðu viðskiptalífi, braski og bralli sem gefur eyri strax í dag. Áherslurnar í samfélaginu eru ekki á nógu húmanískum nótum. Það tilheyrir ekki íslenskri stórmennsku að leggja t.d. áherslu á kennslu. Kennsla er, þegar rétt er á spilum haldið, aðhlynning að börnum og ungmennum til framtíðar. Þar er verið að leiðbeina og veita innblástur og þegar best lætur tendra þá neista sem lifa með nemendum ævilangt. Þar er lögð áhersla á að ná fram hæfileikum hvers og eins og rækta þá eiginleika sem eiga nýtast sem best í lífi og starfi. Þetta starf er í dag háð því að fólk útvegi sér fimm ára sérmenntun sem er það sama og hjá mörgum öðrum háskólastéttum. Samt sem áður hvarflar að manni að kennarastarfið sé á Íslandi álitið framhald af gamla húsmæðrahlutverkinu. Nauðsynlegt, samt ósýnilegt, undursamlegt, samt sjálfsagt. Yljar um hjartarætur en samt fótum troðið við hvert tækifæri og ekki þessi virði að borga fyrir það sómasamleg laun. Þessi störf eiga að þrífast af sjálfu sér og launin eiga að felast í því hversu göfug þau eru. Þessu er öfugt farið á Norðurlöndum og í mörgum Evrópuríkjum þar sem kjör kennara eru mun betri en á Íslandi. Virðingin fyrir starfinu er einfaldlega meiri. Skyldi hluti skýringarinnar vera sú staðreynd að þessi lönd eiga sér lengri háskólahefðir í húmanískum fræðum? Að þegar við vorum að mjaka okkur út úr torfbæjunum þá sátu margir Evrópubúar á háskólabekk að nema t.d. heimspeki og samræðulist? Kannski hafa þessar aldagömlu háskólahefðir alið af sér annað verðmætamat en það sem ríkir á Íslandi. Einn angi skýringarinnar er hugsanlega sá að smæð landsins, fámenni og nýlendukúgun hafi ýtt undir minnimáttarkennd sem birtist í endalausum stórmennskudraumum. Í slíkum órum vill kjarninn gleymast. Hann er oftar en ekki fólginn í því smáa sem er í raun það stóra. Með því að rækta það verða mennirnir miklir. Það þarf að rækta mannauðinn í samfélaginu sjálfu. Hvar liggur sá auður ef ekki í skólum landsins. Er þessi þjóðarauður vanræktur í íslensku samfélagi með því að gera lítið úr störfum kennara? Það er nöturleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Launamál kennara eru mikið í deiglunni þessa dagana. Framhaldsskólakennarar vilja leiðrétta laun sín sem komin eru úr öllu samhengi við þann raunveruleika sem þau ættu að vera í. Það er dapurleg staðreynd að kennarar virðast vera læstir í tannhjóli tilgangsleysis, einhverskonar tómarúmi í launabaráttu sinni. Þeir setja fram eðlilegar launakröfur sem eru hundsaðar og þurfa þá að grípa til verkfallsaðgerða sem auðvitað bitna sárlega á nemendum. Þá virðist allur fagurgalinn sem stjórnvöld grípa til á tyllidögum vera eins og hjáróma timburmenn í fjarska. Þá er ekki verið að undirstrika mikilvægi menntunar fyrir börn og ungmenni landsins eða að mæra hlutverk kennarans. Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvernig stendur á þessu viðhorfi og því tvöfalda siðgæði sem menn hafa komið sér upp varðandi umræðuna um menntamál. Af hverju eru stjórnvöld að tala um mikilvægi menntunar um leið og þau undirstrika svo með aðgerðum sínum að þau meti vinnu kennara ekki mikils? Það sem venjulega er tíundað í umræðunni er, að það séu einfaldlega ekki til peningar. Það hafa alltaf ríkt gríðarleg blankheit í íslensku samfélagi þegar kemur að launum kennara. Það er alltaf slæmt efnahagsástand sem kemur í veg fyrir að kennarar njóti sannmælis eða eitthvert það ástand sem þeir, eins og reyndar fleiri hópar, eiga að taka ábyrgð á með því að stilla kröfum sínum í hóf. Þeir eiga að bíða betri tíma sem lætur á sér standa. Ef peningaástæðan er dregin frá umræðunni um laun kennara, hvað stendur þá eftir sem skýring á umræddu ástandi?Viðhorfsvandi? Getur verið að hér sé að hluta til um viðhorfsvanda að ræða? Gildismatið hér á landi virðist stundum vera um of vilhallt mikilfenglegum verkfræðilegum áætlunum, stórvirkum vinnuvélum, lögfræðilegu valdapoti, hátimbruðu viðskiptalífi, braski og bralli sem gefur eyri strax í dag. Áherslurnar í samfélaginu eru ekki á nógu húmanískum nótum. Það tilheyrir ekki íslenskri stórmennsku að leggja t.d. áherslu á kennslu. Kennsla er, þegar rétt er á spilum haldið, aðhlynning að börnum og ungmennum til framtíðar. Þar er verið að leiðbeina og veita innblástur og þegar best lætur tendra þá neista sem lifa með nemendum ævilangt. Þar er lögð áhersla á að ná fram hæfileikum hvers og eins og rækta þá eiginleika sem eiga nýtast sem best í lífi og starfi. Þetta starf er í dag háð því að fólk útvegi sér fimm ára sérmenntun sem er það sama og hjá mörgum öðrum háskólastéttum. Samt sem áður hvarflar að manni að kennarastarfið sé á Íslandi álitið framhald af gamla húsmæðrahlutverkinu. Nauðsynlegt, samt ósýnilegt, undursamlegt, samt sjálfsagt. Yljar um hjartarætur en samt fótum troðið við hvert tækifæri og ekki þessi virði að borga fyrir það sómasamleg laun. Þessi störf eiga að þrífast af sjálfu sér og launin eiga að felast í því hversu göfug þau eru. Þessu er öfugt farið á Norðurlöndum og í mörgum Evrópuríkjum þar sem kjör kennara eru mun betri en á Íslandi. Virðingin fyrir starfinu er einfaldlega meiri. Skyldi hluti skýringarinnar vera sú staðreynd að þessi lönd eiga sér lengri háskólahefðir í húmanískum fræðum? Að þegar við vorum að mjaka okkur út úr torfbæjunum þá sátu margir Evrópubúar á háskólabekk að nema t.d. heimspeki og samræðulist? Kannski hafa þessar aldagömlu háskólahefðir alið af sér annað verðmætamat en það sem ríkir á Íslandi. Einn angi skýringarinnar er hugsanlega sá að smæð landsins, fámenni og nýlendukúgun hafi ýtt undir minnimáttarkennd sem birtist í endalausum stórmennskudraumum. Í slíkum órum vill kjarninn gleymast. Hann er oftar en ekki fólginn í því smáa sem er í raun það stóra. Með því að rækta það verða mennirnir miklir. Það þarf að rækta mannauðinn í samfélaginu sjálfu. Hvar liggur sá auður ef ekki í skólum landsins. Er þessi þjóðarauður vanræktur í íslensku samfélagi með því að gera lítið úr störfum kennara? Það er nöturleg niðurstaða.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar