Heimili eða fjárfesting Erlendur Geirdal skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Eins og flestum er kunnugt ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á landinu. Alltof lítið framboð er á íbúðum til leigu og leiguverðið hefur hækkað með aukinni eftirspurn. Verð á flestum nauðsynjum er einnig hátt en laun eru hins vegar lág því þau hafa ekki fylgt verðlagsþróun. Því hafa margar fjölskyldur ekki efni á því að leigja sér mannsæmandi húsnæði og hírast í of litlum íbúðum og jafnvel ósamþykktum kytrum í atvinnuhúsnæði. Hér á landi hefur séreignarstefna ríkt í húsnæðismálum þar sem gert er ráð fyrir að fjölskyldur festi sparifé sitt í steinsteypu og skuldsetji sig til að eignast húsnæði. Í kjölfar hrunsins er mun erfiðara að fá lán og flest ungt fólk hefur því litla möguleika á því að kaupa sér húsnæði af eigin rammleik vegna þess að það getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð. Þegar fjölskyldur geta ekki eignast eigin íbúð á Íslandi búa þær flestar við óöryggi í húsnæðismálum. Örum búferlaflutningum, vegna þess að ekki fást íbúðir til langtímaleigu, fylgja óþægindi og álag á fjölskyldurnar svo sem þegar næsta leiguíbúð er í öðru skólahverfi og börnin þurfa að kynnast nýjum félögum og aðlagast nýjum skólum. Húsnæðisleigumarkaður hefur aldrei náð að þroskast hér á landi í líkingu við það sem er annars staðar á Norðurlöndum og víða í Evrópu. Líklegt er að það sé vegna hinnar miklu og einhliða áherslu á séreignarstefnuna.Sumir vilja leigja – óháð efnahag Margt ungt fólk vill eiga þess kost að búa með fjölskyldu sinni til lengri eða skemmri tíma að eigin vali í húsnæði þar sem það greiðir aðeins leigu en þarf ekki að fjárfesta í húsnæðinu. Það vill geta valið um að nota peninga sína til ferðalaga eða hvers annars sem það kýs sér í stað fjárfestingar. Það ætti að sjálfsögðu að bjóðast hér eins og víðast annars staðar. En til þess að slíkir valkostir geti boðist á Íslandi er brýnt að hér verði til alvöruleigumarkaður með eðlilegu framboði á leiguhúsnæði. Ljóst er að hér duga markaðsöflin ein ekki frekar en hjá öðrum þjóðum til að leysa málin og að opinberir aðilar þurfa að koma þar að. Því er ástæða til að fagna áformum Reykjavíkurborgar um stórátak í byggingu leiguhúsnæðis í samvinnu við ýmis félagasamtök. Einnig ber að fagna nýlegri samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að bærinn hefji undirbúning að byggingu húsnæðis í bænum þar sem boðnar verða hagkvæmar íbúðir til leigu á almennum og félagslegum markaði. Það er löngu tímabært að fjölskyldur sem það kjósa, geti búið sér öruggt heimili til lengri tíma á Íslandi án þess að þurfa endilega að fjárfesta í húsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á landinu. Alltof lítið framboð er á íbúðum til leigu og leiguverðið hefur hækkað með aukinni eftirspurn. Verð á flestum nauðsynjum er einnig hátt en laun eru hins vegar lág því þau hafa ekki fylgt verðlagsþróun. Því hafa margar fjölskyldur ekki efni á því að leigja sér mannsæmandi húsnæði og hírast í of litlum íbúðum og jafnvel ósamþykktum kytrum í atvinnuhúsnæði. Hér á landi hefur séreignarstefna ríkt í húsnæðismálum þar sem gert er ráð fyrir að fjölskyldur festi sparifé sitt í steinsteypu og skuldsetji sig til að eignast húsnæði. Í kjölfar hrunsins er mun erfiðara að fá lán og flest ungt fólk hefur því litla möguleika á því að kaupa sér húsnæði af eigin rammleik vegna þess að það getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð. Þegar fjölskyldur geta ekki eignast eigin íbúð á Íslandi búa þær flestar við óöryggi í húsnæðismálum. Örum búferlaflutningum, vegna þess að ekki fást íbúðir til langtímaleigu, fylgja óþægindi og álag á fjölskyldurnar svo sem þegar næsta leiguíbúð er í öðru skólahverfi og börnin þurfa að kynnast nýjum félögum og aðlagast nýjum skólum. Húsnæðisleigumarkaður hefur aldrei náð að þroskast hér á landi í líkingu við það sem er annars staðar á Norðurlöndum og víða í Evrópu. Líklegt er að það sé vegna hinnar miklu og einhliða áherslu á séreignarstefnuna.Sumir vilja leigja – óháð efnahag Margt ungt fólk vill eiga þess kost að búa með fjölskyldu sinni til lengri eða skemmri tíma að eigin vali í húsnæði þar sem það greiðir aðeins leigu en þarf ekki að fjárfesta í húsnæðinu. Það vill geta valið um að nota peninga sína til ferðalaga eða hvers annars sem það kýs sér í stað fjárfestingar. Það ætti að sjálfsögðu að bjóðast hér eins og víðast annars staðar. En til þess að slíkir valkostir geti boðist á Íslandi er brýnt að hér verði til alvöruleigumarkaður með eðlilegu framboði á leiguhúsnæði. Ljóst er að hér duga markaðsöflin ein ekki frekar en hjá öðrum þjóðum til að leysa málin og að opinberir aðilar þurfa að koma þar að. Því er ástæða til að fagna áformum Reykjavíkurborgar um stórátak í byggingu leiguhúsnæðis í samvinnu við ýmis félagasamtök. Einnig ber að fagna nýlegri samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að bærinn hefji undirbúning að byggingu húsnæðis í bænum þar sem boðnar verða hagkvæmar íbúðir til leigu á almennum og félagslegum markaði. Það er löngu tímabært að fjölskyldur sem það kjósa, geti búið sér öruggt heimili til lengri tíma á Íslandi án þess að þurfa endilega að fjárfesta í húsnæði.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun