Brenna sig á einföldu atriði í viðtali Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:00 Erik Christianson Chaillot segir það lykilatriði í atvinnuviðtali að segja frá eigin reynslu og verkefnum á skýran og greinargóðan hátt. Vísir/Stefán „Það er alltaf jafnleiðinlegt þegar reynslumiklir og hæfir atvinnuleitendur brenna sig á jafneinföldu atriði og að geta ekki sagt frá eigin reynslu og verkefnum á skýran og greinargóðan hátt. Þetta bitnar á framsögunni og í starfi mínu við ráðningar hef ég séð þetta koma of oft fyrir,“ segir Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi á ráðningasviði Capacent. Hann segir að skiljanlega geti oft verið erfitt að rifja upp atriði langt aftur í tímann en einmitt þess vegna sé undirbúningurinn mikilvægur. „Gera má ráð fyrir að sá sem tekur viðtalið hafi skoðað gögn atvinnuleitandans. Ferilskráin segir samt sem áður takmarkaða sögu. Merking starfstitils fer eftir því við hvað atvinnuleitandinn hefur starfað. Til þess að koma sér almennilega á framfæri verða menn að kunna ferilskrána sína utan að og geta sagt söguna á bak við hana.“ Erik segir það algjört lykilatriði í atvinnuviðtali að nefna hvaða verkefnum hafi verið unnið að og hvar, hvert umfang verkefnanna hafi verið, hvaða breytingar hafi orðið vegna frumkvæðis viðkomandi, hvaða áskorunum hann hafi staðið frammi fyrir og hvernig hann hafi tekist á við þær. „Slíkar upplýsingar eru líklegar til að vekja athygli viðmælandans, ekki síst ef reynslan tengist þeirri ábyrgð og verkefnum sem mögulegt framtíðarstarf felur í sér. Það er ekki nóg að segja ég var bara í alls konar verkefnum eða sem stjórnandi kom ég eiginlega að öllu.“ Algengt er að atvinnuleitendur séu taugaóstyrkir fyrir atvinnuviðtal, að því er Erik greinir frá. „Góður undirbúningur eykur líkurnar á sjálfsöryggi og vellíðan í atvinnuviðtali. Hann minnkar einnig líkur á því að viðkomandi fái óvæntar spurningar.“ Að kynna sér fyrirtækið sem sótt er um starf hjá og starfið sjálft er einnig mikilvægt. „Það er gott að semja spurningar fyrir fram til að sýna áhuga og undirbúa svör við algengum spurningum, t.d. um eigin styrkleika og veikleika. Þar að auki er vert að benda á nauðsyn þess að vera snyrtilega klæddur,“ tekur Erik fram. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
„Það er alltaf jafnleiðinlegt þegar reynslumiklir og hæfir atvinnuleitendur brenna sig á jafneinföldu atriði og að geta ekki sagt frá eigin reynslu og verkefnum á skýran og greinargóðan hátt. Þetta bitnar á framsögunni og í starfi mínu við ráðningar hef ég séð þetta koma of oft fyrir,“ segir Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi á ráðningasviði Capacent. Hann segir að skiljanlega geti oft verið erfitt að rifja upp atriði langt aftur í tímann en einmitt þess vegna sé undirbúningurinn mikilvægur. „Gera má ráð fyrir að sá sem tekur viðtalið hafi skoðað gögn atvinnuleitandans. Ferilskráin segir samt sem áður takmarkaða sögu. Merking starfstitils fer eftir því við hvað atvinnuleitandinn hefur starfað. Til þess að koma sér almennilega á framfæri verða menn að kunna ferilskrána sína utan að og geta sagt söguna á bak við hana.“ Erik segir það algjört lykilatriði í atvinnuviðtali að nefna hvaða verkefnum hafi verið unnið að og hvar, hvert umfang verkefnanna hafi verið, hvaða breytingar hafi orðið vegna frumkvæðis viðkomandi, hvaða áskorunum hann hafi staðið frammi fyrir og hvernig hann hafi tekist á við þær. „Slíkar upplýsingar eru líklegar til að vekja athygli viðmælandans, ekki síst ef reynslan tengist þeirri ábyrgð og verkefnum sem mögulegt framtíðarstarf felur í sér. Það er ekki nóg að segja ég var bara í alls konar verkefnum eða sem stjórnandi kom ég eiginlega að öllu.“ Algengt er að atvinnuleitendur séu taugaóstyrkir fyrir atvinnuviðtal, að því er Erik greinir frá. „Góður undirbúningur eykur líkurnar á sjálfsöryggi og vellíðan í atvinnuviðtali. Hann minnkar einnig líkur á því að viðkomandi fái óvæntar spurningar.“ Að kynna sér fyrirtækið sem sótt er um starf hjá og starfið sjálft er einnig mikilvægt. „Það er gott að semja spurningar fyrir fram til að sýna áhuga og undirbúa svör við algengum spurningum, t.d. um eigin styrkleika og veikleika. Þar að auki er vert að benda á nauðsyn þess að vera snyrtilega klæddur,“ tekur Erik fram.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira