Ráðið í stöðu kvenna út frá legsteinum Ugla Egilsdóttir skrifar 23. janúar 2014 09:30 Heimir Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs, og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur. fréttablaðið/gva Félag þjóðfræðinga á Íslandi býður upp á ókeypis leiðsögn um Hólavallakirkjugarð í dag klukkan 16. Heimir Janusarson og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur ganga um garðinn og segja frá tilurð hans. „Áður en Hólavallakirkjugarður var tekinn í notkun árið 1838 var Víkurgarðurinn eini kirkjugarður Reykvíkinga í tæp þúsund ár,“ segir Heimir. Í nóvember síðastliðnum átti Hólavallakirkjugarður 175 ára afmæli. „Í bókinni Minningamörk í Hólavallagarði lýsir Björn Th. Björnsson ófögru ástandi Víkurgarðs síðustu ár hans. Í hvert skipti sem var tekin gröf komu upp kistubrot og bein, því garðurinn var yfirfullur. Fátæklingar fengu kistubrotin sem eldivið, og svartur reykur er sagður hafi komið upp úr skorsteinum fátæklinga.“ Gengið verður að gröf Guðrúnar sem var fyrst manna grafin í garðinum eftir að garðurinn hafði verið tilbúinn í nokkurn tíma. „Enginn vildi vera grafinn fyrstur í garðinum vegna þeirrar þjóðtrúar að sá fyrsti sem yrði grafinn myndi ekki rotna heldur vera vökumaður yfir garðinum.“ Einnig þótti mikilvægt að vanda valið á þeim sem yrði fyrst grafinn. „Það þótti ekki nógu fínt að jarðsetja þar fyrst vinnumann eða vinnukonu.“ Mikil saga birtist í kirkjugarðinum, sem Heimir og Sólveig koma til með að segja frá. „Svarnir andstæðingar í pólitík frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar liggja þarna í nánast einfaldri röð. Stöðu kvenna má lesa í út frá legsteinunum. Konur eru titlaðar apótekarafrúr, læknisfrúr, og ein er „ekkja“. Spænska veikin hafði áhrif á skipulag kirkjugarðsins, og þarna er leiði Steinunnar á Sjöundá. Við segjum frá þessu öllu í göngunni.“Mæting er við Þjóðminjasafnið klukkan 16. Gangan stendur þangað til klukkan 17:30. Mælst er til þess að fólk sé vel klætt. Aðgangur er ókeypis. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Félag þjóðfræðinga á Íslandi býður upp á ókeypis leiðsögn um Hólavallakirkjugarð í dag klukkan 16. Heimir Janusarson og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur ganga um garðinn og segja frá tilurð hans. „Áður en Hólavallakirkjugarður var tekinn í notkun árið 1838 var Víkurgarðurinn eini kirkjugarður Reykvíkinga í tæp þúsund ár,“ segir Heimir. Í nóvember síðastliðnum átti Hólavallakirkjugarður 175 ára afmæli. „Í bókinni Minningamörk í Hólavallagarði lýsir Björn Th. Björnsson ófögru ástandi Víkurgarðs síðustu ár hans. Í hvert skipti sem var tekin gröf komu upp kistubrot og bein, því garðurinn var yfirfullur. Fátæklingar fengu kistubrotin sem eldivið, og svartur reykur er sagður hafi komið upp úr skorsteinum fátæklinga.“ Gengið verður að gröf Guðrúnar sem var fyrst manna grafin í garðinum eftir að garðurinn hafði verið tilbúinn í nokkurn tíma. „Enginn vildi vera grafinn fyrstur í garðinum vegna þeirrar þjóðtrúar að sá fyrsti sem yrði grafinn myndi ekki rotna heldur vera vökumaður yfir garðinum.“ Einnig þótti mikilvægt að vanda valið á þeim sem yrði fyrst grafinn. „Það þótti ekki nógu fínt að jarðsetja þar fyrst vinnumann eða vinnukonu.“ Mikil saga birtist í kirkjugarðinum, sem Heimir og Sólveig koma til með að segja frá. „Svarnir andstæðingar í pólitík frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar liggja þarna í nánast einfaldri röð. Stöðu kvenna má lesa í út frá legsteinunum. Konur eru titlaðar apótekarafrúr, læknisfrúr, og ein er „ekkja“. Spænska veikin hafði áhrif á skipulag kirkjugarðsins, og þarna er leiði Steinunnar á Sjöundá. Við segjum frá þessu öllu í göngunni.“Mæting er við Þjóðminjasafnið klukkan 16. Gangan stendur þangað til klukkan 17:30. Mælst er til þess að fólk sé vel klætt. Aðgangur er ókeypis.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira